Dalabyggð
Byggðarráð Dalabyggðar - 305
**1. 2209011 - Samningur um hreinsun vettvangs**
|Samningur tekur til hreinsunar á vegsvæði í kjölfar umferðaróhappa og -slysa þegar slökkvilið er kallað til, og ekki er um að ræða mengunaróhapp eins og það er skilgreint í 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000.|
Greiðslur verði í samræmi við gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar.
Lagt til að framlagður samningur verði samþykktur.
Samþykkt samhljóða.
[Samningur við slökkvilið - Vegagerðin og Sl.Dalabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Ah8g_Xp57kat9opReRg9hA&meetingid=U_5LA3XLkKjQJdIDNU_gg1)
**2. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023**
|Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem útbúi auglýsingu þar sem kallað er eftir hönnun á verki sem býður fólk velkomið í Búðardal.|
Sveitarstjóra falið að útbúa erindisbréf í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að útfæra kostnaðargreiningu vegna staðarvísa á lögbýli/heimili í dreifbýli innan Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
**3. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi**
|Stjórn SSV mun skipa fimm fulltrúa í vinnuhóp um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Einn fulltrúi verði tilnefndur af Dalabyggð.|
Lagt til að fulltrúi Dalabyggðar verði Skúli Hreinn Guðbjörnsson.
Samþykkt samhljóða.
[173- erindisbréf vinnuhóps um málefni slökkviliða.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Q1Fmxmi2DUe1x1qHZt5YMA&meetingid=U_5LA3XLkKjQJdIDNU_gg1)
**4. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023**
|Byggðarráð Dalabyggðar skipar þrjá fulltrúa í vinnuhóp til að halda utan um vinnu til að finna byggðasafni/listasafni nýja aðstöðu, m.t.t. varðveislu og miðlunar, í samræmi við framlagt erindisbréf.|
Fulltrúar í vinnuhóp verði: Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Ingveldur Guðmundsdóttir og Jón Egill Jóhannsson.
Samþykkt samhljóða.
[Erindisbréf vinnuhóps um safnamál, febrúar 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=OZXlnOeXBUOZt6yJ04UdTg1&meetingid=U_5LA3XLkKjQJdIDNU_gg1)
**5. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal**
|Samkvæmt sérfræðiáliti verður skuldastaða vegna framkvæmda við íþróttamannvirki undir skuldaviðmiðunum sveitarfélaga.|
Sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að ganga frá samningum við Eykt ehf. miðað við tilboð dagsett 22.02.2023 að upphæð 1.199.390.735 kr.-
Samþykkt samhljóða.
**6. 1702012 - Starfsmannamál og skipulag á skipulags- og byggingarsviði**
|Lagt til að gengið verði til samninga við VSÓ ráðgjöf við að móta starfsumhverfi skipulags- og byggingafulltrúa út frá því að ein umhverfis-, bygginga og skipulagsnefnd taki yfir verkefnin á starfssvæðinu og jafnframt að fyrirtækið sinni á verktímanum, í 3 til 5 mánuði, embætti skipulagsfulltrúa Dala, Reykhóla og Stranda.|
Samþykkt samhljóða.
**7. 2302010 - Rekstrarsamningar 2023**
|Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.|
Samþykkt samhljóða.
**8. 2209012 - Laugar í Sælingsdal - samskipti**
|Lagt til að leiga fyrir fyrsta mánuð ársins verði felldur niður vegna galla á háfi í eldhúsi sem Dalabyggð/Dalagisting mun taka á sig. Dalabyggð/Dalagisting munu einnig greiða reikning fyrir rafmagnsviðgerð í lok árs 2022.|
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við ofangreint og umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
**9. 2302013 - Ársreikningur Dalabyggðar 2022**
|Byggðarráð er upplýst um stöðuna.|
Stefnt er að fyrri umræðu um ársreikning á fundi sveitarstjórnar 9. mars n.k.
Samþykkt samhljóða.
**10. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir**
|Samþykkt samhljóða.|
**11. 2302012 - Matvælastefna landbúnaðarmál**
|Lögð fram drög að umsögnum við matvælastefnu og landbúnaðarstefnu.|
Sveitarstjóra falið að undirrita og senda inn umsagnir Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
[Umsögn_landbúnaðarstefna_Dalabyggð_byggdarrad.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=4TRL27eGk6lHKAHiaRYuw&meetingid=U_5LA3XLkKjQJdIDNU_gg1)
[Umsögn_matvælastefna_Dalabyggð_byggdarrad.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=4JhL85dih0CDckYuyOLJA&meetingid=U_5LA3XLkKjQJdIDNU_gg1)