Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 625. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Matarstefna fyrir leik- og grunnskóla Borgarbyggðar ===
2212036
Afgreiðsla frá 236. fundi sveitarstjórnar: "Fundargerð framlögð. Til máls tóku TH og EÓT Thelma Harðardóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar við lið 4 í fundargerð: Minnihluta sveitarstjórnar þykir áhugavert að vinna við gerð Matarstefnu fyrir leik- og grunnskóla, skuli vera hafin áður en Fræðslunefnd eða sveitarstjórn báðu um að slík stefna yrði gerð eða tók það yfir höfuð til umræðu að slíkrar heildrænnar stefnu væri þörf. Ýmsar óskir og kröfur eru gerðar til leik- og grunnskóla hvað varðar mataræði og er það ekki nýtt af nálinni og flestum leik- og grunnskólum í sveitarfélaginu gengur vel að mæta óskum barna og foreldra. Hvort við séum komin á þann stað að Borgarbyggð þarfnist heildrænnar Matarstefnu fyrir alla grunn- og leikskóla sveitarfélagsins hefur hins vegar ekki verið tekið til umræðu. Okkur finnst eðlilegt að slík umræða eigi uppruna sinn hjá sveitarstjórnarfulltrúum enda er vinna við slíka stefnu kostnaðarsöm og tímafrek og mikilvægt að litið sé til ólíkra þátta í þeim efnum. Við óskum því eftir að málið sé sent inn til Byggðarráðs til frekar umfjöllunnar. Forseti ber upp tillögu þess efnis að vísa málinu undir lið 4, matarstefnu fyrir leik- og grunnskóla inn í byggðarráð til frekari umræðu. Samþykkt samhljóða."
Byggðarráð styður að vinnu við gerð matarstefnu fyrir leik- og grunnskóla verði haldið áfram. Lögð verði áhersla á gott samstarf við stjórnendur skóla og matráða í þeirri vinnu. Mikilvægt er að í vinnunni verði áfram horft til fjölbreytni og hollustu. Um leið verði horft til áhrifa á kostnað fyrir sveitarfélagið, foreldra og aðra forráðamenn. Stefnan skal einnig taka mið af því hvernig skólar sveitarfélagsins hagi innkaupum af framleiðendum úr héraði. Drög að stefnu verði kynnt fyrir byggðarráði.
=== 2.Brottfall unglinga úr íþróttum - samstarfsverkefni Kkd Skallagríms og UMSB ===
2302092
Lagt fyrir byggðarráð til kynningar samstarfsverkefni Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og UMSB sem hefur að markmiði að vinna gegn brottfalli ungmenna úr íþróttum og efla liðsheild.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð fagnar frumkvæði körfuknattleiksdeildar, UMSB og annarra deilda við að draga úr eða hindra brottfall ungs fólks úr íþrótta- og tómstundastarfi. Byggðarráð leggur til að erindinu verði vísað til fræðslunefndar. Málefnið er ungu fólki greinilega ofarlega í huga eins og bersýnilega kom fram á "sveitarstjórnarfundi unga fólksins" í liðinni viku. Þar voru lagðar fram ýmsar hugmyndir og mörgum þeirra vísað til fræðslunefndar.
=== 3.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla ===
2001144
Drög að húsnæðisáætlun árið 2023 lögð fram.
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram. Sveitarstjóra falið að fullvinna og vísa til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
=== 4.Beiðni frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um aðild að Gleipni ===
2302136
Framlögð tillaga að viðaukasamningi og nýjum samþykktum Gleipni í framhaldi af áhuga Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins á að gerast aðili að Gleipni.
Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur að viðaukasamningi og nýjar samþykktir fyrir Gleipni.
Byggðarráð tilnefnir Evu Margréti Jónudóttur sem fulltrúa í stjórn Gleipnis og felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á komandi aðalfundi félagsins.
Byggðarráð tilnefnir Evu Margréti Jónudóttur sem fulltrúa í stjórn Gleipnis og felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á komandi aðalfundi félagsins.
=== 5.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi ===
2302171
Boð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 22. mars 2023.
Fundarboð lagt fram.
Bjarney Bjarnadóttir lauk setu á fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
Bjarney Bjarnadóttir lauk setu á fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
=== 6.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Umræða um ágangsfé, álitamál og nýlega úrskurði. Til fundarins kemur Pétur Kristinsson lögmaður.
Byggðarráð þakkar Pétri fyrir gagnlega yfirferð. Nú stendur yfir vinna við skoðun á regluverki í kringum málaflokkinn. Varðandi Borgarbyggð þá vill byggðarráð að tekið sé til gagngerrar skoðunar að sjötta grein fjallskilasamþykktar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps verði virkjuð annað hvort um allt sveitarfélag eða hluta þess. Lagt er til að málið verði tekið upp í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Fjallskilanefnd Borgarbyggðar. Á þeim vettvangi fer nú fram vinna er varðar málaflokkinn.
=== 7.Fundargerðir Faxaflóahafna 2023. ===
2302108
Framlagðar fundargerðir Faxaflóahafna sf. nr. 228 og nr.229.
=== 8.Fagráð slökkviliðsins - fundargerðir ===
2105172
Fundargerð framlögð
Fundi slitið - kl. 11:45.