Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 35
|Margrét Björk Björnsdóttir kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað, undir dagskrárlið 1.|
**1. 2302008 - Gestastofa í Dalabyggð**
|Margrét fór yfir starf Markaðs- og áfangastaðastofu Vesturlands ásamt því að fara yfir verklag og tímalínu við uppbyggingu gestastofu í Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshrepp. |
Komið er að því að vinna nýja áfangastaðaáætlun í haust sem tekur gildi 2024.
Nefndin þakkar Margréti fyrir kynninguna og samtalið.
|Vilhjálmur Hörður Guðlaugsson kemur inn á fundinn undir dagskrárlið 2.|
**2. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023**
|KM þjónustan er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta þjónustu. Ein af nýjungum þeirra í þjónustu eru bílaþrif og þá hefur fyrirtækið einnig tekið inn fleiri verkfæri og vörur til sölu nýlega.|
Nefndin þakkar Vilhjálmi fyrir komuna og samtalið.
**3. 2210026 - Uppbygging innviða**
|Frá 34. fundi atvinnumálanefndar 23.02.2023:|
5. 2210026 - Uppbygging innviða
Frá 230. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar:
2. 2210026 - Uppbygging innviða
Til máls tóku: Garðar, Skúli.
Tillaga lögð fram til afgreiðslu:
Með vísan í umræðu á íbúaþingi vorið 2022 þá leggur sveitarstjórn Dalabyggðar til við atvinnumálanefnd sveitarfélagsins að hún hlutist til um að stofnaður verði starfshópur til þess að halda utan um undirbúning á byggingu Iðngarða í Búðardal.
Mikil þörf er til staðar fyrir einyrkja og minni fyrirtæki á svæðinu fyrir bættan húsakost. Ekki hefur verið byggt iðnaðarhúsnæði í Búðardal síðan upp úr árinu 1980, fyrir utan endurbætur og viðbætur við húsnæði MS, og mikilvægt að hugað verði að þessu aðkallandi verkefni af fullri alvöru til eflingar atvinnulífs í Dalabyggð.
Í því ljósi að Dalabyggð er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir má skoða í því samhengi hvort sækja mætti í opinbera sjóði verkefninu til stuðnings.
Samþykkt samhljóða.
Atvinnumálanefnd leggur til að haldinn verði opinn kynningarfundur á Iðngörðum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar fyrri hluta febrúar.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
-----
Haldinn var opinn fundur 13. febrúar sl. um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal sem var vel sóttur. Í framhaldi af fundinum var kallað eftir áhugasömum aðilum í starfshóp um uppbygginguna.
Starfshópurinn mun hafa það verkefni að eiga samtal við áhugasama byggingaraðila/kaupendur að atvinnuhúsnæði, framkvæma þarfagreiningu út frá samtölum og taka saman gögn um framkvæmdarsvæðið og mögulegar útfærslur framkvæmda/byggingar. Hópurinn starfar undir atvinnumálanefnd.
Alls bárust erindi frá 8 áhugasömum aðilum til að taka sæti í starfshópi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Nefndin þakkar fyrir sýndan áhuga.
Lagt til að starfshópurinn verði skipaður af eftirtöldum aðilum: Bjarnheiður Jóhannsdóttir sem fulltrúi atvinnumálanefndar, Sigmundur Hagalín Sigmundsson og Sigurður Ólafsson.
**4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023**
|Lagt fram til kynningar.|
[atvinnuleysi_jan-23-toflur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=SdUZxmgwi0ajJJWXCFxIag&meetingid=3TdgVHDfp0i7FQy9_dfZDg1)