Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 118
**1. 2301030 - Skólastefna 2023 -**
|Beðið er eftir niðurstöðum úr Skólapúlsi þar sem nemendur og foreldrar tóku þátt. Næstu skref verða stigin í kjölfar þess að þær niðurstöður liggja fyrir.|
**2. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða**
|Kynnt útkoma úr könnunum sem voru lagðar fram fyrir stuttu fyrir nemendur og foreldra. |
Samþykkt að óska eftir fundi með skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar til að ræða mögulegar útfærslur á samstarfi á milli Dalabyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar.
[Niðurstöður kannana um framhaldsskóla (1).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=PV6dp130EOU5xqPTRL1cQ1&meetingid=m4Fao2Ay4Em329rCSZK6Q1)
**3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023**
|Skólastjóri kynnti stöðu mála í skólastarfinu.|
Rætt um skíðaferð nemenda á mið- og elsta stigi grunnskólans. Búið er að fresta ferð sem vera átti á næstu dögum vegna veðurs og er nú stefnt að því að fara 20. til 22. mars n.k., vonandi verða veðurguðir hagstæðir. Auðarskóli tekur á sig kostnað vegna ferðarinnar sem boðið verður upp á í þetta sinn og verður fjárveiting tekin af liðnum kynningarstarfsemi.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að þetta verði að árlegum viðburði og frá og með skólaárinu 2023-2024 verði heildarkostnaði skipt til helminga á milli skóla og nemenda.
Skólastjóri sagði frá þróunarsjóði sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi námsgögn.
**4. 2301058 - Skóladagatal leikskóladeildar Auðarskóla**
|Farið yfir drög/tillögu að leikskóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024. Það er í fullu samræmi við drög að skóladagatali grunnskólans sama tímabil hvað varðar lykiltímasetningar. Leikskólinn mun opna eftir sumarfrí n.k. sumar þann 8. ágúst 2023. Rætt um hvað sé hentugt varðandi tímasetningu á opnun eftir sumarfrí 2024.|
Skólastjóra falið að ræða fyrirliggjandi tillögu við starfsmenn og í kjölfar að staðfesta skóladagatalið og kynna.
|Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5, 6 og 7.|
**5. 2208010 - Tómstundir**
|Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá þeim samskiptum sem hafa átt sér stað með félagasamtökum í Dalabyggð varðandi undirbúning sumstarfs n.k. sumar. Horft er til þess að um verði að ræða starf í 4 vikur í júní. Næsti fundur fyrirhugaður þann 15. mars n.k.|
**6. 1509018 - Félagsmiðstöðin Hreysið**
|Varðandi lið a, uppfærðar reglur, þá er samþykkt að fresta afgreiðslu þeirra þar til nemendum hefur verið gefinn kostur á að kjósa um nafn á félagsmiðstöðina.|
Varðandi lið b, verklagsreglur varðandi stuðning á viðburðum, þá kynnti íþrótta- og tómstundafulltrúi hvers hann hefði orðið áskynja um hjá öðrum sveitarfélögum hvað þennan þátt varðar. Niðurstaðan er að þeir nemendur sem fá stuðning innan skóla fái stuðning einnig á viðburðum á vegum félagsmiðstöðva en ekki eru til skráðar reglur um þennan þátt innan félagsmiðstöðvanna sem slíkra. Íþrótta- og tómstundafulltrúi falið að skoða málið frekar m.t.t. reglugerða, trygginga og mögulegrar aðkomu foreldra.
Varðandi lið c, viðbótarstarf í félagsmiðstöð. Heimild er fyrir því að auglýsa eftir starfsmanni í 20% starf í félagsmiðstöð og fer hún í loftið innan skamms.
Rætt var almennt um þátttöku/mætingu í félagsmiðstöð. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun skila inn gögnum hvað mætingu í félagsmiðstöð varðar á næsta fundi fræðslunefndar.
**7. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023**
|Íþrótta- og tómstundsfulltrúi hefur náð tali af fulltrúum í ungmennaráði og er fyrirhugaður fyrsti fundur með þeim þann 8. mars n.k. Þar verður farið yfir hlutverk ráðsins og erindisbréf kynnt. Í framhaldinu verður boðað til fundar ungmennaráðs með sveitarstjórn.|