Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 6. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi ===
2205134
Lögð er fram uppfærð deiliskipulagstillaga þar sem farið hefur verið eftir þeim athugasemdum Skipulagsstofnuna sem komu fram í bréfi dags. 9. febrúar 2023 eftir yfirferð stofnunarinnar. Taldi stofnunin að hún gæti ekki tekið afstöðu til efnis eða form deiliskipulagsins vegna nokkurra atriða, ekki væri hægt að sjá hvar golfvöllur sé afmarkaður innan þess svæðis sem stofnuninni barst til yfirferðar, afmarka þurfi nýjar lóðir við Kýrhól en aðeins séu afmarkaðir byggingarreitir og leiðrétta þurfi upplýsingar um fjölda nýrra lóða.
Uppdráttur og greingargerð dags. 31.08.2022 br. 15.02.2023, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts 2 í Borgarbyggð.
Uppdráttur og greingargerð dags. 31.08.2022 br. 15.02.2023, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts 2 í Borgarbyggð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Fundi slitið - kl. 09:15.