Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 43. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
Lilja Björg Ágústsdóttir sat fundinn undir liðum 2 og 3.
=== 1.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Rætt um næstu skref í innleiðingu á hringrásarhagkerfinu.Framlögð minnisblöð starfsmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stefán Gíslason hjá Environice ehf. kemur til fundarins.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar Stefáni kynninguna. Nefndin mun vinna áfram að málinu og felur deild umhverfis- og framkvæmda að leggja fram mögulegar tillögur að fyrirkomulagi og tímalínu á næsta fundi.
=== 2.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Framlagt minnisblöð starfsmanna og minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur eðlilegt að beðið verði eftir upplýsingum varðandi framgang vinnu hjá ráðuneytum en líklegt er að niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir um miðjan apríl eða að minnsta kosti fyrir sumarið.
=== 3.Vatnsveitur í Borgarbyggð ===
2203242
Framlögð ýmis gögn er varðar rekstur vatnsveitna í sveitarfélaginu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að kannaðir verði hvaða valkostir eru til staðar varðandi rekstur vatnsveitna í sveitarfélaginu. Nefndin felur deild umhverfis-og framkvæmda að vinna valkostagreiningu vegna vatnsveitumála í sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 16:00.