Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1570
==== 2. mars 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka á dagskrá fundarins nýtt mál sem verður nr. 5 á dagskrá fundarins.
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Leikskóli Helgafellslandi, Nýframkvæmd ==
[202101461](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202101461#rhmjn9gxuquzw2csesy7q1)
Lagt er til að bæjarráð samþykki að fela umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu og innréttingu leikskóla í Helgafellslandi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu og innréttingu leikskóla í Helgafellslandi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar.
Bókun B, C og S lista:
Bæjarfulltrúar B, S og C lista lýsa ánægju með þann árangur sem hefur náðst með starfi starfshóps um uppbyggingu leikskóla.
Í framhaldi af niðurstöðu starfshópsins hefur tekist að lækka áætlaðan byggingarkostnað um 15%. Þar að auki var safnað saman mikið af gagnlegum upplýsingum sem munu nýtast við stefnumótun í áframhaldandi uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ.
Þegar uppfærð kostnaðaráætlun lá fyrir í september 2022 tók meirihlutinn ákvörðun um stofnun starfshópsins til að bregðast við þeirri gríðarlegu hækkun sem varð á kostnaðarmati frá vori 2021 til september 2022.
Lóðarval og hönnun leikskólans lá fyrir þegar nýr meirihluti tók við í júní 2022 og er ljóst að ef verkefnið hefði ekki verið komið svona langt á þeim tíma þá hefði þessi staðsetning ekki verið valin vegna þess gríðarlega kostnaðar sem fylgir uppbyggingu á þessari lóð.
Bókun D lista:
Fulltrúar D-lista lýsa yfir ánægju með að loksins hefur verið tekin ákvörðun af meirihlutanum um að bjóða út byggingu leikskóla í Helgafellshverfi en það útboð var á döfinni síðastliðið sumar.
Fulltrúar D-lista hafa ítrekað ýtt á að ákvörðun um að bygging leikskóla hefjist sem fyrst því sú töf sem hefur orðið á framkvæmdum er mjög slæm. Opnun leikskólans mun dragast um allt að eitt ár með tilheyrandi vandræðum með dagvistun í Mosfellsbæ auk þess sem kostnaður við bygginguna verður mun hærri vegna þessara tafa sem hafa orðið á málinu.
Sú hækkun er tilkomin vegna hækkunar byggingarvístölu, verðbólgu, hækkun byggingakostnaðar, launahækkana, og hærri fjármagnskostnaðar verkefnisins vegna hærri vaxta. Fulltrúar D-lista lögðu til í byrjun kjörtímabils að sú vinna við mögulega lækkun á byggingarkostnaði sem nú er búið að framkvæma yrði gerð strax síðastliðið sumar á sama tíma og verkið hefði verið boðið út og hefði það sparað skattgreiðendum í Mosfellsbæ háar fjárhæðir.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== 2. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks ==
[202208758](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202208758#rhmjn9gxuquzw2csesy7q1)
Lagt er til að gengið verði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
== Gestir ==
- Una Dögg Euvdóttir, verkefnastjóri - félagsleg húsnæðismál
- Kristbjörg Hjaltadóttir, stjórnandi félagsþjónustu
== 3. Vinna við þróun skipulags og uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi ==
[202004164](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202004164#rhmjn9gxuquzw2csesy7q1)
Kynning á stöðu vinnu við uppbyggingu og skipulag íbúðabyggðar í Blikastaðalandi. Fulltrúar Blikastaðalands ehf. koma á fundinn.
Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Landeyjar, kynnti þróun skipulags og uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi.
== Gestir ==
- Þorgerður Arna Einarsdóttir, Landey
- Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltúi
== 4. Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu ==
[202302556](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302556#rhmjn9gxuquzw2csesy7q1)
Opið bréf Röskvu til sveitarfélaga um akstur Næturstrætó á höfuðborgarsvæðinu.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
== 5. Tillaga varðandi rekstur tjaldstæðis í Mosfellsbæ ==
[202303037](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303037#rhmjn9gxuquzw2csesy7q1)
Tillaga D lista um að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Mosfellsbæ.
Málinu frestað vegna tímaskorts.