Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 44. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Farið yfir næstu skref í breytingum í úrgangsmálum.
=== 2.Refa og minkaeyðing 2023 ===
2301065
Rætt um fyrirkomulag refa -og minkaeyðingar árið 2023.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að vinna áfram að hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi refa- og minkaveiða í Borgarbyggð. Deildarstjóra falið að afla nánari upplýsinga og leggja fram á næsta fundi.
=== 3.Vatnsveitur í Borgarbyggð ===
2203242
Rætt um fyrirkomulag vatnsveitumála.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur eðlilegt að rekstur vatnsveitu Hraunhrepps verði endurskoðaður og tekin verði ákvörðun um framtíðareignarhald og rekstur á veitunni innan stjórnar veitunnar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
=== 4.Umsóknir í styrkvegasjóð 2023 ===
2302059
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að sótt verði um í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdadeildar að senda inn umsókn til Vegagerðarinnar.
=== 5.Deild Umhverfis-og framkvæmdamála, mánaðarskýrslur 2023 ===
2301060
Framlögð skýrsla deildarstjóra.
Framlagt.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Tekin verður upp samræmd merking íláta samhliða innleiðingu nýrra íláta.
Hægt verður að óska eftir minna íláti fyrir blandaðan úrgang, en aðrar undanþágur verða ekki veittar á þessu stigi. Fyrirkomulagið verður skoðað nánar þegar nokkurra mánaða reynsla verður komin á verkefnið.
Stefnt verði að því að setja upp grenndarstöðvar fyrir málma, textíl og gler á nokkrum stöðum á árinu. Velja þarf staðsetningar í samráði við lóðarhafa og óska eftir þeim leyfum sem til þarf.
Þá leggur nefndin áherslu á fræðslu til íbúa til að kynna nýtt fyrirkomulag úrgangsmála. Kynningarefni verði miðlað til íbúa á heimasíðu en hafa þarf íbúasamsetningu í huga við gerð kynningarefnis. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.