Suðurnesjabær
Framkvæmda- og skipulagsráð
= Framkvæmda- og skipulagsráð =
Dagskrá
=== 1.Aðalskipulag Grindavíkur - kynning á breytingu ===
2302054
Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar lögð fram til kynningar og umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.
=== 2.Nátthagi 6 - umsókn um lóð ===
2104065
Unnur Katrín Valdimarsdóttir sækir um lóðina Nátthaga 6 undir byggingu frístundahúss.
Samþykkt
=== 3.Háaleitishlað 7A - umsókn um stöðuleyfi ===
2302033
Saxa sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Háaleitishlað 7 skv. meðfylgjandi gögnum.
Jákvæð afstaða Skipulagnefndar Keflavíkurflugvallar liggur fyrir. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
=== 4.Prestvarðan í Leiru - umsókn um styrk ===
2212069
Erindi frá Helgu S. Ingimundardóttir og Kristjönu H. Kristjánsdóttir vegna stígs og aðgengi að Prestvörðu í Leiru.
Ráðið þakkar bréfriturum fyrir áhugaverða hugmynd og leggur til að málið verði tekið til frekari skoðunar hjá skipulags- og umhverfissviði. Málinu vísað til umsagnar hjá Ferða-, safna og menningarráði.
=== 5.Strandgata 10, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi, umfangsflokkur 1 ===
2302064
Haf Investments sækir um byggingarleyfi fyrir lítilsháttar viðbyggingu við Strandgötu 10 auk tanks fyrir köfnunarefni til frystingar afurða.
Afgreiðslu frestað og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða aðra útfærslu á tillögu umsækjanda.
=== 6.Gerðavegur 20b - Fyrirspurn um aðstöðu fyrir smábáta á lóð ===
2302085
Björgunarsveitin Ægir leggur fram fyrirspurn hvort heimilað yrði að skipuleggja afmarkað svæði á lóð til geymslu á smábátum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfiulltrúa falið að vinna málið áfram.
=== 7.Suðurnesjabær - viðhald fasteigna ===
2209010
Farið yfir viðhaldsmál fasteigna framundan
Lagt fram til kynningar
=== 8.Suðurnesjabær - Umhverfismál ===
2302086
Umhverfismál framundan lögð fram til umræðu
Umhverfisfulltrúi fór yfir reynslu umhverfisdaga síðustu ára og ræddi ráðið mögulegar breytingar á þeim. Umhverfisfulltrúa falið að leggja fram drög að áætlun og breyttum áherslum fyrir næsta fund ráðsins í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 18:00.