Borgarbyggð

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51. fundur

03.03.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =

Dagskrá Við upphaf fundar kemur Lilja Björg Ágústsdóttir nýráðinn sviðsstjóri stjórnsýslusviðs. Umræður fara fram skipulagsstarf nefndarinnar og helstu verkefni skipulags- og byggingardeildar sem eru á döfinni. === 1.Hraunsmulaland kaldarmelar - umsókn um breytingu á landheiti - L 207278, === 2301013 Landeigandi sækir um nafnabreytingu á landinu Hraunsmúlaland Kaldármelar L207278. Óskað er eftir að breyta heitinu í Kaldármelar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á landinu Hraunsmúlaland Kaldármelar L207278. Mun landið heita Kaldármelar. === 2.Umsókn um byggingarleyfi - Borgarbraut 12 - Lnr. 135462 === 2212032 Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum ásamt lítilli viðbyggingu á Borgarbraut 12 L135462. Sett verða björgunarop í gistirými og gluggi á framhlið stækkaður, 35fm pallur verður byggður við framhlið hússins. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum Berugötu 3 og 5. === 3.Ánastaðir-Mikligarður_Umsókn um aðalskipulagsbreytingu === 2302211 Lögð er fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir lögbýlið Ánastaðir, dags. 24.02.2023. Fyrirhugað er að leyfa uppbyggingu húsa á lóðum og jarðpörtum á sama hátt og heimiluð er uppbygging á lögbýlum. Fyrirhugað er að gera deiliskipulag á grundvelli þessarar óverulegu breytingar á aðalskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd vísar til þess að þegar er í ferli breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem tekið verður á heimildum á landbúnaðarlandi eftir stærð þeirra ásamt fleiri atriðum. === 4.Umsókn um aðalskipulagsbreytingu - Skógarbót L234245 === 2301199 Lögð er fram skipulagstillaga fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Norðtungu. Tilgangur breytingar er að breyta landnotkun svæðis í landi Norðtungu úr landbúnaði í frístundabyggð. Um er að ræða tvö ný svæði undir frístundabyggð, annars vegar F149 sem verður 20 ha að stærð og hins vegar F148 sem verður um 6 ha að stærð. Frístundabyggðirnar eru fyrirhugaðar á spildum sem heita Skógarbót (F149) og Norðtungukot (F148). Aðkoma að svæðinu er frá Þverárhlíðarvegi (552). Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mrgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 18.10 til 1.11.22. Uppdráttur og greinargerð er lögð fram þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna sem bárust. Tilgangur breytingar er að breyta landnotkun svæðis í landi Norðtungu úr landbúnaði í frístundabyggð. Um er að ræða tvö ný svæði undir frístundabyggð, annars vegar F149 sem verður 20 ha að stærð og hins vegar F148 sem verður um 6 ha að stærð. Frístundabyggðirnar eru fyrirhugaðar á spildum sem heita Skógarbót (F149) og Norðtungukot (F148). Aðkoma að svæðinu er frá Þverárhlíðarvegi (552). Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mrgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 18.10 til 1.11.22. Uppdráttur og greinargerð er lögð fram þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna sem bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun annars vegar F149 20 ha og hins vegar F148 6 ha svæðis í landi Norðtungu skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði. Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði. === 5.Urriðaárland L191286 - Brókarvatn - Óveruleg breyting DSK === 2103165 Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nr. 2 þann 4. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynnt væri óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Brókarstígs 26-30. Grenndarkynningartími var frá 5. janúar til og með 5. febrúar 2023. Á grenndarkynningartíma bárust tvær athugasemdir. Beiðni hefur borist frá landeiganda að falla frá málinu að svo stöddu þar sem forsendur hafa breyst. Beiðni hefur borist frá landeiganda að falla frá málinu að svo stöddu þar sem forsendur hafa breyst. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta málið niður falla en vilji landeigandi taka málið upp að nýju er honum bent á að senda nýja beiðni til sveitarfélagsins um breytingu á skipulagsskilmálum svæðisins. === 6.Kleppjárnsreykir skólasvæði - Nýtt deiliskipulag === 2211179 Lögð er fram lýsing að deiliskipulagi fyrir Kleppjárnsreyki í Borgarbyggð dags. 24.02.2023. Deiliskipulagssvæðið tekur til skóla og íþróttamannvirkja á svæðinu og græns svæðis við skólann. Svæðið er 14ha að stærð og skilgreint í aðalskipulagi sem svæði fyrir þjónustustofnanir (Þ1) og opið svæði (O4). Aðkoma er um Borgarfjarðarbraut (nr. 20) og Kleppjárnsbraut. Deiliskipulagið verður í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Kleppjárnsreyki skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. === 7.Húsafell-Fristundabyggð-Litlu-Tunguskógur-L219075 === 2209098 Nýtt deiliskipulag hefur verið auglýst Litlu-Tunguskógur - frístundabyggð samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 18.10.2022-30.11.2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum. Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 28.09.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma. Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 28.09.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem bárust á kynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru m.t.t. þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum umsagnaraðila. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum umsagnaraðila. === 8.Hótel Varmaland - Aðalskipulagsbreyting === 2302046 Hönnuður óskar eftir heimild til að hefja vinnu við að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins á Varmaland. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila áætlaða skipulagsvinnu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu. === 9.Hótel Varmaland - Breyting á deiliskipulagi === 2302047 Hönnuður óskar eftir heimild til að hefja vinnu við að breyta deiliskipulagi fyrir svæðið til samræmis við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hönd Varmaland hótel. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila áætlaða skipulagsvinnu. Breyting verði unnin á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samhliða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu. === 10.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4 === 2302008F Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr 4.

  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum Berugötu 6 og 7.
  • 10.2 2301076 Túngata 9 L-133942 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum Túngötu 2, 4 og 11.
  • 10.3 2301244 Arnarflöt 6 L231353 - Umsókn um deiliskipulagAfgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að teknu tilliti til athugasemdum skipulagsfulltrúa, fyrir eigendum Arnarflatar 4.
  • 10.4 2301179 Fyrirspurn um skipulagsmál - Ánastaðir-MikligarðurAfgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4 Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Ljóst er að áætluð framkvæmd er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4 Skipulagsfulltrúi óskar eftir frekari gögnum með erindinu svo hægt sé að taka afstöðu til grenndarkynningar. === 11.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 5 === 2302015F Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr 5.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 5 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 5 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bjarnastaða, svæði fimm, frá árinu 2006 m.s.br. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 04.01.2023. Breytingin tekur til lóðar nr. 14 við götuna Brekkubyggð. Byggingarreitur er stækkaður í austur og vestur um 10 m í hvora átt. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir. Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Fundi slitið - kl. 09:45.
Framleitt af pallih fyrir gogn.in