Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Ástríður Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Elsa Þorbjarnardóttir var áheyrnarfulltrúi starfsmenn leikskóla og áheyrnafulltrúi fyrir skólastjórnendur í grunnskólum var Júlía Guðjónsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskóla Gróa Erla Ragnvaldsdóttir f. h. kennara. Fyrir foreldra í grunnskólum var Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir. Áheyrnafulltrúi foreldra í tónlistaskólum var Hrafnhildur Tryggvadóttir. Á fundinum undir liðum 1.-3. vor fulltrúar í ungmennaráði: Hrafnhildur Ósk Orradóttir, Ásdís Lind Vigfúsdóttir, Marta Lukka Magnúsdóttir og Ernir Daði A. Sigurðsson.
=== 1.Velferð barna og ungmenna ===
2302069
Á sveitarstjórnarfundi unga fólksins talaði Ungmennaráð Borgarbyggðar fyrir því að vilja fá opnun í Óðal yfir sumartímann og myndu þau vilja sjá grunnskólana í sveitarfélaginu taka upp meiri fjölbreyttni í kennsluaðferðum. Málinu var vísað til frekari umræðu innan fræðslunefndar.
Ungmennaráð kemur til fundarins og kynnir málið. Málið snýr að tveimur atriðum. Fyrra atriði er ósk ungmennaráðs um að Óðal sé opið yfir sumartímann og að börn fái lengri tíma með fjölskyldum sínum. Seinna málið er að ungmennaráðið telur að sveitafélagið eigi að bjóða uppá fjölbreytari kennsluhætti. Varðandi aukinn opnartíma í Óðal leggur fræðslunefnd til að sviðstjóri fjölskyldusviðs komu með tillögu að því hvernig úfærslan geti verið og hvað hún myndi kosta. Varðandi seinni tillöguna um fjölbreyta kennsluhætti þá leggur fræðslunefnd til að ungmennaráð fundi með skólastjórum leik- og grunnskóla og fá upplýsingar um hvernig skólarnir hugsa fjölbreytta kennsluhætti.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
=== 2.Tómstundaakstur ===
2302070
Á sveitarstjórnarfundi unga fólksins var farið yfir tómstundaakstur, erindinu var vísað til frekari umræðu innan fræðslunefndar.
Ungmennaráð kemur til fundarins og kynnir málið. Ungmennaráð óskar eftir því að tómstundaakstur verði aukinn á sumrin þannig að börn og unglingar geti sótt íþróttir og einnig hvort að aksturinn geti betur þjónustað börnin í dag. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á fyrirkomulagi tómstundaaksturs á næsta fundi nefndarinnar og hvort það sé möguleiki að koma að einhverju leyti betur til móts við hugmyndir ungmennaráðs.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
=== 3.Ungmennahús ===
2302065
Ungmennaráð Borgarbyggðar óskar eftir því að fá ungmennahús í Borgarbyggð. Erindið var rætt á sveitarstjórnarfundi unga fólksins og var því vísað til frekari umræðu í fræðslunefnd.
Ungmennaráð kemur til fundarins og kynnir málið. Ungmennahús hefur verið til umræðu í Borgarbyggð áður og fræðslunefnd finnst hugmyndin áhugaverð. Fræðslunefnd óskar eftir því að sviðsstjóri fjölskyldusviðs komi með tillögu að kostnaði og fyrirkomulagi við ungmennahús á næsta fund nefndarinnar.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
=== 4.Forvarnarteymi Borgarbyggðar ===
2209209
Forvarnateymi Borgarbyggðar kemur til fundarins og kynnir vinnuna sem fram hefur farið í teyminu í vetur.
Forvarnateymið kemur til fundarins og fer yfir vinnuna í vetur. Forvarnateymið sér um forvarnir, Heilsueflandi samfélag og barnvænt samfélag. Þau fóru yfir íbúafund sem var haldinn var 9.nóvember 2022, sem mikil ánægja var með. Það verður framhaldsfundur í lok apríl. Þau fóru yfir aðgerðaráætlun sem unninn var útfrá þeim fundi. Það hefur verið boðið uppá fræðslur bæði fyrir foreldra og börn. Þá hafa verið haldnir stýrifundir fyrir forvarnir og heilsueflandi samfélag en það á eftir að halda stýrifund fyrir barnvænt samfélag en hann er á döfinni. Einnig var rætt um hreyfitæki sem setja á niður í Borgarbyggð og samstarf við Menntaskólann um hreyfingu. Þá er búið að setja upp facebook síðu sem heldur utan um öll verkefnin sem eru á vegum forvarna.
Umræður voru um hvernig hægt sé að ná til foreldra þannig að þeir mæti á fræðslur sem eru í boði fyrir foreldra.
Umræður voru um hvernig hægt sé að ná til foreldra þannig að þeir mæti á fræðslur sem eru í boði fyrir foreldra.
=== 5.Farsæld barna ===
2109144
Farið yfir stöðuna á innleiðingu farsældarlagana hjá Borgarbyggð.
Margrét Gísladóttir kemur til fundarins og kynnir stöðinu við innleiðingu farsældarlagana. Farið er yfir hlutverk tengiliða og hvernig útfærslan á hlutverki þeirra verður hjá Borgarbyggð til að byrja með. Einnig var farið yfir úrræðalista sem fjölskyldusvið og stofnanir sveitafélagsins eru búnir að taka saman. Verið er að vinna í áherslum næsta skólaárs.
=== 6.Skólastefna Borgarbyggðar 2021 -> ===
2101082
Lagt fyrir fræðslunefnd loka drög að skólastefnu Borgarbyggðar. Gerðar voru viðbætur við stefnuna að ósk fræðslunefndar. Stefnan fer síðan til sveitastjórnar til loka afgreiðslu. Skólastofnanir vinna áfram að aðgerðarætlun út frá stefnunni í samráði við Ingvar Sigurgeirsson sérfræðing í skólamálum sem hefur unnið með Borgarbyggð að gerð skólastefnunnar.
Viðbætur við skólastefnur Borgarbyggðar kynntar. Fræðslunefnd samþykkir viðbæturnar og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
=== 7.Laugagerðisskóli lokar haust 2023 ===
2302223
Farið yfir stöðuna með Laugagerðisskóla. Sveitastjórn Eyja- og Miklaholtshrepps bókaði um það á síðasti fundi hjá sér að fyrirhugað er að loka Laugagerðisskóla frá og með næsta hausti. Á milli Borgarbyggðar og Eyja- og Miklahotlshrepps er í gildi samningur um skólamál.
Máli frestað til næsta fundar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
=== 8.Brottfall unglinga úr íþróttum - samstarfsverkefni Kkd Skallagríms og UMSB ===
2302092
Byggðarráð vísaði eftirfarandi erindi til fræðslunefndar:
,,Byggðarráð fagnar frumkvæði körfuknattleiksdeildar, UMSB og annarra deilda við að draga úr eða hindra brottfall ungs fólks úr íþrótta- og tómstundastarfi. Byggðarráð leggur til að erindinu verði vísað til fræðslunefndar. Málefnið er ungu fólki greinilega ofarlega í huga eins og bersýnilega kom fram á "sveitarstjórnarfundi unga fólksins" í liðinni viku. Þar voru lagðar fram ýmsar hugmyndir og mörgum þeirra vísað til fræðslunefndar".
,,Byggðarráð fagnar frumkvæði körfuknattleiksdeildar, UMSB og annarra deilda við að draga úr eða hindra brottfall ungs fólks úr íþrótta- og tómstundastarfi. Byggðarráð leggur til að erindinu verði vísað til fræðslunefndar. Málefnið er ungu fólki greinilega ofarlega í huga eins og bersýnilega kom fram á "sveitarstjórnarfundi unga fólksins" í liðinni viku. Þar voru lagðar fram ýmsar hugmyndir og mörgum þeirra vísað til fræðslunefndar".
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.