Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 626. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Fyrning orlofs ===
2302233
Íris Gunnarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri mætir á fundinn og upplýsir um endurskoðun fyrningarfrests gjaldfallins orlofs samkvæmt skýringarkassa með grein 4.3.1 í kjarasamningum frá árinu 2020 sem er svohljóðandi:
"Samkvæmt orlofslögum nr. 30/1987 er framsal orlofslauna og flutningur þeirra milli orlofsára óheimill. Hafi starfsmaður sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2020, allt að 60 dögum, ekki nýtt þá daga fyrir 30. apríl 2023, falla þeir dagar niður sem eftir standa."
Endurskoðun fyrningarfrests gerir ráð fyrir rýmri tíma til töku þessa orlofs. Vænta má upplýsinga eða leiðbeininga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á næstunni.
"Samkvæmt orlofslögum nr. 30/1987 er framsal orlofslauna og flutningur þeirra milli orlofsára óheimill. Hafi starfsmaður sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2020, allt að 60 dögum, ekki nýtt þá daga fyrir 30. apríl 2023, falla þeir dagar niður sem eftir standa."
Endurskoðun fyrningarfrests gerir ráð fyrir rýmri tíma til töku þessa orlofs. Vænta má upplýsinga eða leiðbeininga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á næstunni.
Sveitarfélög hafa nú til skoðunar hvernig bregðast skuli við endurskoðun á fyrningarfresti. Ljóst er að skammur tími er til stefnu fyrir starfsfólk og stofnanir að bregðast við. Byggðarráð styður að sveitarfélagið vinni að útfærslu í samráði við starfsfólk og stjórnendur stofnana. Sú útfærsla byggi á ætlun um nýtingu réttinda sem taki bæði tillit til aðstæðna starfsfólks og fyrirsjáanleika fyrir stofnanir. Sveitarfélagið mun horfa til þess hver leiðsögn Sambands sveitarfélaga verður í málinu og reyna að fylgja fordæmi annarra sveitarfélaga.
=== 2.Samningur við Brákarhlíð um matarbakka ===
2210019
Framlagður endurnýjaður samningur milli Borgarbyggðar og Brákarhlíðar um kaup á heimsendum heilsusamlegum hádegisverði fyrir fatlað fólk og aldraða.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning um sölu á matarbökkum og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
=== 3.Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining ===
2105052
Niðurstöður þverfaglegrar þéttbýlisgreiningar, Borgarnes í þátíð, nútíð og framtíð, kynntar fyrir byggðarráði. Rannsóknin er hluti af samevrópsku þróunar- og rannsóknarverkefni sem nefnist SMOTIES sem aftur er hluti af verkefninu Human Cities. Birgir Jóhannsson kemur til fundarins.
Byggðarráð þakkar fyrir áhugaverða vinnu og góða yfirferð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og koma með tillögur að næstu skrefum og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
=== 4.Stóra-Fjallsvegur niðurfelling af vegaskrá ===
2206068
Stóra-Fjallsvegur afturköllun á niðurfellingu.
Byggðarráð Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Vegagerðarinnar um afturköllun á niðurfellingu Stóra-Fjallsvegar af vegaskrá.
=== 5.Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga ===
2302135
Framlögð til kynningar bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá stjórnarfundi samtakanna þann 17. febrúar.
Byggðarráð þakkar stjórn Samtaka orkusveitarfélaga fyrir að vekja athygli á málefninu og tekur undir að mikilvægt sé að sveitarfélög fjalli markvisst um orkuskipti og vinnslu raforku. Um er að ræða stórt hagsmunmál til framtíðar litið og bundnar eru vonir við að sú vinna sem hin nýstofnaða starfsnefnd er ætlað að ráðast í muni skýra rammann varðandi lagaumhverfi og mögulegar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu.
=== 6.Framtíðaráform Orkuveitu Reykjavíkur í orkuöflun ===
2301240
Vala Hjörleifsdóttir og Hera Grímsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur koma á fund byggðarráðs og fara yfir framtíðaráform OR í orkuöflun.
Byggðarráð þakkar Völu Hjörleifsdóttur, Heru Grímsdóttur og Ingva Gunnarssyni fyrir góða og upplýsandi yfirferð um framtíðaráform OR í orkuöflun.
=== 7.Samningur um gagnkvæma aðstoð. ===
1308038
Framlagður endurnýjaður samningur við Húnaþing vestra um gagnkvæma aðstoð milli slökkviliða sveitarfélaganna.
Byggðarráð samykkir framlagðan samning við Húnaþing vestra dags. 1. febrúar 2023 um gagnkvæma aðstoð milli slökkviliða sveitarfélaganna og vísar samningnum til staðfestingar í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
=== 8.Samningur um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnun fatlaðra ===
1904094
Dalabyggð óskar eftir framlengingu í 2.mánuði.
Byggðarráð samþykkir að framlengja samning dags. 1. janúar 2023, um framlengingu á samningi um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og fötlunarmálum dags. 4. júní 2019 við sveitarfélagið Dalabyggð til 1. maí 2023 og vísar þeirri ákvörðum til sveitarstjórnar.
=== 9.Grímshús - Óskir um afnot ===
2206170
Kynning á umsóknum um nýtingu á Grímshúsi en frestur til að sækja um að fá húsið til afnota fyrir rekstur rann út 1. mars 2023.
Alls bárust sex mjög ólíkar umsóknir sem farið var yfir á fundi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblað þar sem hugmyndum er listað upp í samræmi við markmið og skilyrði sem sett voru fram í auglýsingu og leggja að nýju fyrir byggðarráð. Málinu vísað til kynningar inn í atvinnu- markaðs- og menningarmálanefndar.
=== 10.Reglur um styrki vegna náms- og kynnisferða starfsmanna Borgarbyggðar ===
2302234
Farið yfir Reglur um styrki vegna náms- og kynnisferða starfsmanna Borgarbyggðar. Uppfæra þarf reglurnar því þær eru orðnar 10 ára gamlar. Ein umsókn hefur borist um styrkinn í ár.
Farið yfir þær reglur sem hafa verið í gildi um náms- og kynningarferðir starfsmanna Borgarbyggðar og ræddar mögulega breytingar á reglunum. Sveitarstjóra falið að vinna drög að uppfærðum reglum í samræmi við umræður á fundi og leggja fyrir byggðarráð að nýju þegar drögin liggja fyrir.
Fundi slitið - kl. 11:45.