Fjarðabyggð
Bæjarráð - 787
Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
06.03.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, forstöðurmaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá:
|Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum sínum vegna ástands brúnna yfir Sléttuá í Reyðarfirði og Stöðvará í Stöðvarfirði. Báðar þessar brýr sem eru á þjóðvegi 1 eru í afar slæmu ásigkomulagi og eru háðar þungatakmörkunum sem háir og hefur um langan tíma háð öflugu atvinnulífi í Fjarðabyggð. Þá er brúin yfir Sléttuá umferðarþyngsta einbreiða brú á þjóðvegi 1 á Austurlandi.|
Verði þessar brýr fyrir einhverju frekara tjóni þá mun það hafa gríðarmiklar afleiðingar fyrir flutninga, hvort sem er vöru- eða fólks, fyrir fjórðunginn allan. Við þetta ástand getur sveitarfélagið ekki unað og hvetur Innviðaráðherra og Vegagerðina til að farið verði í framkvæmdir við endurnýjun þeirra sem fyrst svo hættuástand skapist ekki vegna ástands þeirra. Þá er ekki síður mikilvægt að fara í framkvæmdir vegna einbreiðra brúa í botni Fáskrúðsfjarðar sem svipað er ástatt fyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30