Mosfellsbær
Notendaráð fatlaðs fólks - 17
==== 1. mars 2023 kl. 16:30, ====
Bókasafni Mosfellsbæjar
== Fundinn sátu ==
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) formaður
- Júlíana Guðmundsdóttir aðalmaður
- Páll Einar Halldórsson aðalmaður
- Jóhanna Hreinsdóttir aðalmaður
- Elva Hjálmarsdóttir fjölskyldusvið
== Fundargerð ritaði ==
Elva Hjálmarsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup ==
[202302063](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302063#hpioltakz024jzbjcdi-na1)
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar fór yfir þjónustukönnun Gallup varðandi málaflokk fatlaðs fólks.
Ráðið lýsir áhyggjum af niðurstöðum könnunarinnar og leggur upp með að ræða málið frekar á næsta fundi ráðsins. Þar óskar ráðið eftir afriti af þeirri könnun sem gerð var árið 2022 þar sem farið var ítarlega í þjónustu við fatlað fólk og hvar áskoranirnar myndu helst liggja. Ráðið óskar eftir greiningu á þeim aðgerðum sem farið var í í framhaldi af þeirri könnun og kallar eftir upplýsingum um stöðuna varðandi þá þætti sem töldust þurfa umbætur.
== Gestir ==
- Arnar Jónsson
== 2. Þjónusta til fatlaðs fólks í Mosfellsbæ - umræður notendaráðs fatlaðs fólks ==
[202211462](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211462#hpioltakz024jzbjcdi-na1)
Meðlimir notendaráðs fara yfir fyrirkomulag funda í notendaráði m.t.t. starfsáætlunar 2023. Einnig verður rætt um þær upplýsingar sem fram koma á heimasíðu um ráðið og hvort tækifæri sé til að efla upplýsingar um ráðið.
Ráðið fjallaði um Stefnu í málefnum fatlaðs fólks hjá Mosfellsbæ og ræddi megin þjónustuþætti stefnunnar. Ráðið leggur til að þær aðgerðir sem þar er að finna verði greindar niður varðandi tímamörk á að ná þeim markmiðum sem þar eru og að aðgerðirnar verði greindar eftir forgangsröðun og stöðu.
Ráðið leggur til að hver fundur notendaráðs fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi verði gerður opinn að hluta fyrir fólk í sveitarfélögunum sem vill koma og ræða málefni við ráðið sem varða mál fatlaðs fólks (ekki einstaklingsmál). T.d. gæti verið um að ræða 15 mínútur á hverjum fundi, e.t.v. við upphaf fundar. Hægt væri þá að fara í næsta dagskrárlið skyldi enginn mæta til að nýta vettvanginn. Með þessu yrði notendaráðið aðgengilegra öllum þeim sem vilja láta sig málaflokk fatlaðs fólks varða og gæti veitt ráðinu víðari sýn á mál sveitarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk.