Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 44. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Grímshús - Óskir um afnot ===
2206170
Afgreiðsla 626. fundur byggðarráðs:
"Alls bárust sex mjög ólíkar umsóknir sem farið var yfir á fundi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblað þar sem hugmyndum er listað upp í samræmi við markmið og skilyrði sem sett voru fram í auglýsingu og leggja að nýju fyrir byggðarráð. Málinu vísað til kynningar inn í atvinnu- markaðs- og menningarmálanefndar".
"Alls bárust sex mjög ólíkar umsóknir sem farið var yfir á fundi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblað þar sem hugmyndum er listað upp í samræmi við markmið og skilyrði sem sett voru fram í auglýsingu og leggja að nýju fyrir byggðarráð. Málinu vísað til kynningar inn í atvinnu- markaðs- og menningarmálanefndar".
Lagt fram til kynningar.
Atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefnd gerir athugasemdir við verklag byggðarráðs. Hér er alfarið um að ræða menningartengt málefni og með öllu óeðlilegt að nefndin fái ekkert til málanna að leggja.
Atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefnd gerir athugasemdir við verklag byggðarráðs. Hér er alfarið um að ræða menningartengt málefni og með öllu óeðlilegt að nefndin fái ekkert til málanna að leggja.
=== 3.Samstarfssamningar um hátíðar í Borgarbyggð ===
2101027
Nefndin vill endurskoða samstarfssamning um hátíðar í Borgarbyggð.
Framlögð drög af samstarfssamningi um hátíðar í Borgarbyggð.
Framlögð drög af samstarfssamningi um hátíðar í Borgarbyggð.
Atvinnu, markaðs-, og menningarmálanefnd fór yfir núverandi reglur vegna samstarfssamninga og lagði fram breytingatillögur. Samskiptastjóra falið að leggja fram lokadrög á næsta fundi nefndarinnar.
=== 4.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Jólagleði á Hvanneyri 2023 ===
2212190
Á 42. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar var tekið fyrir umsókn um samstarfssamning vegna hátíða - Jólagleði á Hvanneyri 2023.
Nefndin hafnaði umsóknni þar sem hún uppfyllt ekki skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða í sveitarfélaginu.
Forsvarmenn hátíðarinnar óskuðu eftir endurskoðun á umsókninni.
Nefndin hafnaði umsóknni þar sem hún uppfyllt ekki skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða í sveitarfélaginu.
Forsvarmenn hátíðarinnar óskuðu eftir endurskoðun á umsókninni.
Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis skiluðu inn viðbótargögnum.
Framlögð umsókn uppfyllir núverandi reglur um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forvarsmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
Framlögð umsókn uppfyllir núverandi reglur um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forvarsmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
=== 5.Atvinnumál í Borgarbyggð ===
1910025
Fyrirhugað er að halda súpufund fyrir atvinnulífið í vor. Sambærilegur fundur var haldinn í haust á síðasta ári og var mikil ánægja með fundinn. Nefndin ákvað í framhaldinu að halda annan fund í upphafi árs 2023.
Tilgangur fundarins er að auka samtal atvinnulíf og sveitarfélagsins.
Umræður um fundardagskrá og fundarhöld.
Tilgangur fundarins er að auka samtal atvinnulíf og sveitarfélagsins.
Umræður um fundardagskrá og fundarhöld.
Fyrirhugað er að halda næsta súpufund þann 10.maí.2023 frá kl. 08:30 - 10:30.
Tilgangur fundarins er að fá innsýn í hvað það er sem Borgarbyggð getur gert til að styðja betur við atvinnulífið í sveitarfélaginu.
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.
Tilgangur fundarins er að fá innsýn í hvað það er sem Borgarbyggð getur gert til að styðja betur við atvinnulífið í sveitarfélaginu.
Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.
=== 6.17. júní 2023 ===
2210089
Umræður um 17. júní 2023.
Hátíðardagskráin árið 2022 var hin glæsilegasta og var hátíðin vel sótt þrátt fyrir óhagstætt veðurfar.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd bar upp ýmsar tillögur. Nefndin óskar eftir umsögn og tillögum frá ungmennaráði og fjölmenningaráði hvað dagskrá varðar fyrir hátíðina 2023.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd bar upp ýmsar tillögur. Nefndin óskar eftir umsögn og tillögum frá ungmennaráði og fjölmenningaráði hvað dagskrá varðar fyrir hátíðina 2023.
=== 7.Páskar 2023 ===
2302001
Samskiptastjóri leggur fram drög að viðburðaráætlun fyrir páskahátíðina.
Í ár ætlar Borgarbyggð að bjóða upp á skemmtilega viðburði í kringum hátíðarnar.
Atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefnd hvetur íbúa og gesti til þess að kíkja í Borgarbyggð. Vöru- og þjónustuúrvalið í sveitarfélaginu er fjölbreytt og hægt er að finna eitthvað fyrir alla aldurshópa.
Dagskráin birtist á heimasíðu Borgarbyggðar og samfélagsmiðlum þegar nær dregur.
Atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefnd hvetur íbúa og gesti til þess að kíkja í Borgarbyggð. Vöru- og þjónustuúrvalið í sveitarfélaginu er fjölbreytt og hægt er að finna eitthvað fyrir alla aldurshópa.
Dagskráin birtist á heimasíðu Borgarbyggðar og samfélagsmiðlum þegar nær dregur.
Fundi slitið - kl. 11:00.