Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar - 33. fundur
= Fjallskilanefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Verkaskipting nefndar 2022-2026 ===
2206128
Kosning formanns og varaformanns.
Þorsteinn Viggósson sem aldurforseti nefndarinnar setur fundinn. Hann óskar eftir tilnefningu um formann og varaformann.
Ingimundur Jónsson tilnefnir Þorsteinn Viggósson sem formann, samþykkt samhljóða
Ingimundur tilnefnir Þuríði Guðmundsdóttur sem varaformann, samþykkt samhljóða.
Formaður tekur við fundarstjórn.
Ingimundur Jónsson tilnefnir Þorsteinn Viggósson sem formann, samþykkt samhljóða
Ingimundur tilnefnir Þuríði Guðmundsdóttur sem varaformann, samþykkt samhljóða.
Formaður tekur við fundarstjórn.
=== 2.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Afgreiðsla byggðaráðs af 625. fundi ráðsins þann 23.2.2023:
"Byggðarráð þakkar Pétri fyrir gagnlega yfirferð. Nú stendur yfir vinna við skoðun á regluverki í kringum málaflokkinn. Varðandi Borgarbyggð þá vill byggðarráð að tekið sé til gagngerrar skoðunar að sjötta grein fjallskilasamþykktar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps verði virkjuð annað hvort um allt sveitarfélag eða hluta þess. Lagt er til að málið verði tekið upp í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Fjallskilanefnd Borgarbyggðar. Á þeim vettvangi fer nú fram vinna er varðar málaflokkinn."
"Byggðarráð þakkar Pétri fyrir gagnlega yfirferð. Nú stendur yfir vinna við skoðun á regluverki í kringum málaflokkinn. Varðandi Borgarbyggð þá vill byggðarráð að tekið sé til gagngerrar skoðunar að sjötta grein fjallskilasamþykktar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps verði virkjuð annað hvort um allt sveitarfélag eða hluta þess. Lagt er til að málið verði tekið upp í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Fjallskilanefnd Borgarbyggðar. Á þeim vettvangi fer nú fram vinna er varðar málaflokkinn."
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að ábúendur jarða innan Fjallskiladeildar Þverárréttar verði skyldaðir til að flytja fé sitt á afrétt. Hafa má allt sauðfé í heimalandi, ef það er girt fjárheldri girðingu sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 og 2.mgr. 7. gr. laga um afréttarmál, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Unnið er að gerð verklagsreglna fyrir sveitarfélagið um meðferð ágangsfjár.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
=== 3.Umsóknir í styrkvegasjóð 2023 ===
2302059
Opið er fyrir umsóknir í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.
Samþykkt að sækja um í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
=== 4.Fjallskil 2023 ===
2303011
Rætt um fyrirkomulag fjallskila árið 2023.
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar samþykkir að hausttölur frá ráðuneytinu verði notaðar til álagningar fjallskila í öllum fjallskiladeildum.
Fundi slitið - kl. 11:23.
Ragnhildur Eva Jónsdóttir, formaður stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps óskar eftir að sitja fundinn. Samþykkt.
Davíð Sigurðsson formaður byggðaráðs og Sigrún Ólafsdóttir formaður Umhverfis- og landbúnaðarnefndar sitja fundinn sem gestir.