Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
Vegna forfalla formanns og varaformanns bæjarráðs, samþykkir bæjarráð samhljóða að Einar Jón Pálsson taki við stöðu formanns bæjarráðs á þessum fundi.
=== 1.Golfklúbbur Sandgerðis - vélageymsla ===
1806428
Minnisblað frá fjármálastjóra varðandi uppgjör á kostnaði vegna vélageymslu á Kirkjubólsvelli Golfklúbbs Sandgerðis.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að setja upp samning við Golfklúbb Sandgerðis um uppgjör á málinu og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2023 um eignarhald á vélaskemmunni.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að setja upp samning við Golfklúbb Sandgerðis um uppgjör á málinu og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2023 um eignarhald á vélaskemmunni.
=== 2.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu ===
2002031
Yfirlit yfir fjárfestingar janúar - desember 2022.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 3.Stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ ===
2211013
Áfangaskýrsla nr. 3 dags. 01.03.2023 frá stýrihópi um stefnumótun um dagvistun barna í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Lagt fram
Lagt fram
=== 4.Ferskir vindar 2022 ===
2209058
Skýrsla frá Ferskum vindum um listahátíðina Ferskir vindar 2022-2023.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í ferða-, safna-og menningarráði.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í ferða-, safna-og menningarráði.
=== 5.HS Veitur - fundarboð aðalfundar 2023 ===
2303007
Boðað er til aðalfundar HS Veitna hf fimmtudaginn 23. mars 2023.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á fundinum.
Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á fundinum.
=== 6.Bláa Lónið aðalfundarboð 2023 ===
2303015
Boðað er til aðafundar Blá Lónsins hf föstudaginn 17. mars 2023.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á fundinum.
Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á fundinum.
=== 7.Atvinnumál og málefni hafnarráðs ===
2303026
Tillaga frá O-lista, Bæjarlistanum um að hafnarráð verði lagt niður og málefni þess færð undir bæjarráð.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð minnisblað um kosti og galla þess að hafnarráð verði lagt niður og málefni þess færð undir bæjarráð. Einnig verði skoðaðir kostir þess að fela hafnarráði aukin verkefni á sviði atvinnumála.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð minnisblað um kosti og galla þess að hafnarráð verði lagt niður og málefni þess færð undir bæjarráð. Einnig verði skoðaðir kostir þess að fela hafnarráði aukin verkefni á sviði atvinnumála.
Fundi slitið - kl. 15:15.