Vesturbyggð
Skipulags og umhverfisráð - 104
= Skipulags og umhverfisráð #104 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. mars 2023 og hófst hann kl. 16:00
====== Nefndarmenn ======
- Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
====== Starfsmenn ======
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
====== Fundargerð ritaði ======
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
== Almenn erindi ==
=== 1. Sigtún 4, umsókn um stöðuleyfi. ===
Erindi frá Margréti Brynjólfsdóttur, dags. 13. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám utan við bílskúr að Sigtúni 4, Patreksfirði. Gámurinn er ætlaður sem aðstaða í tengslum við framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á húsinu að Sigtúni 4.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.
=== 2. Strandgata 13. Fyrirspurn varðandi klæðningu ===
Erindi frá Einhamar ehf og Yxnhamar ehf, dags. 17. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um leyfi til að klæða húsið að Strandgötu 13, Patreksfirði að utan með bárujárni. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 8. febrúar 2023.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin.
=== 3. Arnarlax við Patrekshöfn, umsókn um samþykki byggingaráforma. ===
Erindi frá Gunnlaugi B. Jónssyni f.h. Arnarlax ehf, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir breytingu á "Við Patrekshöfn", L140238. Áformað er að innrétta skrifstofur á þakhæð með tilheyrandi kvistum og útitröppum. Á neðri hæð verða innréttaðar 2 aðstöður fyrir sjódeildir en að öðru leyti verður hæðin nýtt fyrir fóðurgeymslu og geymslu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 28. febrúar 2023.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
=== 4. Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu. ===
Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.
Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:
Strandgata 14A:885m2
Strandgata 14C:969m2
Strandgata 14D:1593m2
Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, og leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.
=== 5. Strandgata 9 - umsókn um lóð ===
Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur, dags. 5 febrúar 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Strandgötu 9, Patreksfirði. ´
Lóðin er skv. deiliskipulagi 256 m2 og ætluð undir einbýli/tvíbýli.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
=== 6. Brjánslækur, umsókn um stofnun lóðar. ===
Jóhann Pétur Ágústsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi frá Ríkiseignum, dags. 7. mars 2023. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Brjánslækjar, L139787. Ný lóð ber heitið Brjánslækur 3 og er 1125m2.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Jóhann Pétur Ágústsson kom aftur inn á fundinn.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10**
Óskar Örn skipulagsfulltrúi er viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Formaður bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 6 málsnr. 2303020 - Brjánslækur, umsókn um stofnun lóðar. Samþykkt samhljóða.