Hvalfjarðarsveit
Menningar- og markaðsnefnd 38. fundur
= Menningar- og markaðsnefnd =
Dagskrá
=== 1.Hvalfjarðardagar 2023 ===
2210005
Skipulag við Hvalfjarðardaga.
Hvalfjarðardagar verða haldnir helgina 23.-25. júní 2023. Stefnt er að því að hátíðarhöldin fari fram á nýju útivistasvæði í Melahverfi og víðar um sveitarfélagið. Nefndin hvetur fólk að taka helgina frá.
=== 2.Merking sögu og merkisstaða ===
1911013
Áframhaldandi vinna við skilti fimm og unnið með hugmyndir af sjötta skiltinu.
Fimmta skiltið er komið til yfirlestrar og fer í kjölfarið í hönnun hjá auglýsingastofu. Á skiltinu verður fjallað um Katanesdýrið, hvalbeinafund við Akrafjall og kafbátagirðingu yfir Hvalfjörð. Nefndin ræddi um staðsetningu á sjötta skiltinu.
=== 3.Upplýsingarskilti í Hvalfjarðarsveit ===
2303009
Erindi um upplýsingaskilti við þjóðveg 1.
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023 ===
2303016
Fyrirkomulag á viðburðum í Hvalfjarðarsveit.
Menningar- og markaðsnefnd ræddi ýmsar góðar hugmyndir varðandi viðburðahald og frístunda- og menningarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
=== 5.Markaðs og kynningarmál í Hvalfjarðarsveit ===
1902016
Rætt um markaðsmál í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin átti góðar umræður um ímyndaruppbyggingu á sveitarfélaginu. Formanni og frístunda- og menningarfulltrúa falið að kanna möguleika á að fá utanaðkomandi ráðgjöf.
=== 6.Erindi um In SITU tengslanet ===
2303017
Erindi um menningu og skapandi greinar í tengslum við IN SITU rannsókn.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:00.