Mosfellsbær

Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 586

10.03.2023 - Slóð - Skjáskot

    ==== 10. mars 2023 kl. 07:00, ====
  1. hæð Helgafell == Fundinn sátu ==
  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi == Fundargerð ritaði == Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi == Dagskrá fundar == === Almenn erindi === == 1. Hamrabrekkur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi == 202210491 Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús að Hamrabrekkum 8 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send á aðliggjandi landeigendur og hagaðila. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 27.02.2023, fyrirliggjandi var umsögn Vegagerðarinnar vegna aðkomu, dags. 10.01.2023. Athugasemdafrestur var frá 01.02.2023 til og með 03.03.2023. Þar sem engar efnislegar athugesemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd grenndarkynnt byggingaráform, skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er því heimilt að samþykkja byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum. Samþykkt með fimm atkvæðum. [FylgiskjalÚtsend grenndarkynningargögn.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=4lKgkttQRUSX4QzkI0lXA&meetingid=KuEOylO5LE66btKWlFeruQ1&filename=Útsend grenndarkynningargögn.pdf) [FylgiskjalUmsögn Minjastofnunnar.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=VuLvaTIcC0W4DERRZeNEDA&meetingid=KuEOylO5LE66btKWlFeruQ1&filename=Umsögn Minjastofnunnar.pdf) [FylgiskjalHamrabrekkur 8, uppfærð greinagerð.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=q9zOPlFWx0aMX97RT45CWw&meetingid=KuEOylO5LE66btKWlFeruQ1&filename=Hamrabrekkur 8, uppfærð greinagerð.pdf) [FylgiskjalHamrabrekkur 8, uppfærður uppdráttur.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=s3EUMLOKAEylDG5mdArAg&meetingid=KuEOylO5LE66btKWlFeruQ1&filename=Hamrabrekkur 8, uppfærður uppdráttur.pdf) [FylgiskjalUmsókn vegna aðgengi að lóð Hamrabrekkna 8, við Nesjavallaleið, Mosfellsbæ.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=vbRgjYKP068VdH5XgYxqQ&meetingid=KuEOylO5LE66btKWlFeruQ1&filename=Umsókn vegna aðgengi að lóð Hamrabrekkna 8, við Nesjavallaleið, Mosfellsbæ.pdf) [FylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar2023.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=w1qwJkWG0yA3WTL50CytQ&meetingid=KuEOylO5LE66btKWlFeruQ1&filename=Umsögn Vegagerðarinnar_2023.pdf) == 2. L125340 Í Miðdalsl - Sólbakki - ósk um gerð deiliskipulags == 202208818 Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi sumarhúsalóða innan frístundabyggðar F-521. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 571. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340 en ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Hjálögð er því einnig skipulagsbreyting fyrir frístundasvæði Heiðarhvamms vegna aðkomu nýrra lóða, auk undirritaðs samþykkis landeiganda. Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt deiliskipulag að Sólbakka og deiliskipulagsbreyting að Heiðarhvammi skuli auglýstar skv. 41. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með fimm atkvæðum. == 3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging == 202209298 Lögð er fram til kynningar afgreiðsla af 1569. fundi bæjarráðs vegna mögulegarar uppbyggingar Hulduhólasvæðis, í samræmi við erindi málsaðila. Málið var tekið fyrir og vísað áfram á 576. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er afrit af minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til bæjarráðs. Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls í samræmi við umræður. Samþykkt með fimm atkvæðum. == 4. Skarhólabraut 30 - deiliskipulagsbreyting - hliðrun lóðar == 202303034 Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 07.03.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og hliðrun á fyrirhugaðri lóð Skógræktarfélagsins að Skarhólabraut 30. Hjálögð er tillaga að hliðrun lóðar og gildandi deiliskipulag. Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls við breytingu deiliskipulags lóðar í samstarfi við málsaðila. Samþykkt með fimm atkvæðum. == 5. Hitaveita Langavatns - framkvæmdaleyfi == 202302550 Borist hefur erindi frá Þránni Þórarinssyni, f.h. félags Hitaveitu Langavatns, dags. 22.02.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu að frístundahúsum norðan Langavatns, í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt. Skipulagsfulltrúa er heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar gögn uppfylla ákvæði reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samþykkt með fimm atkvæðum. == 6. Fyrirhuguð niðurfelling hluta Helgadalsvegar == 202302615 Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, dags. 27.02.2023, þar sem tilkynnt er fyrirhuguð niðurfelling hluta Helgadalsvegar (4345-01) af skrá Þjóðvega. Um ræðir 0,33 km veghluta syðst í Helgadal L123636. Athugasemdafrestur ákvörðunar er til og með 26.03.2023. Lagt fram og kynnt. == 7. Dalsgarður - fyrirspurn um skipulag og gatnagerðargjöld == 202301320 Borist hefur bréf frá Gísla Jóhannessyni, eiganda Dalsgarðs ehf., dags. 17.01.2023, með ábendingum um aðalskipulagsákvæði og gjaldtöku landbúnaðarlands innan þéttbýlis suðurhluta Mosfellsdals. Lagt fram og kynnt. == 8. Kæra til ÚUA vegna synjunar á efnistöku í Hrossadal == 202302647 Lögð er fram til kynningar kæra Miðdals ehf., landeiganda að Hrossadal L224003, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2023, þar sem kærð er afgreiðsla á 580. fundi nefndarinnar, er varðar aðalskipulag landsins. Frestað vegna tímaskorts == 9. Samráð Mosfellsbæjar og Strætó um nýtt leiðarnet == 202211218 Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu tillögur Stærtó bs. að nýju leiðarneti og legu Borgarlínuleiðar E auk innanbæjarleiða S og T. Erindið frestaðist á síðasta fundi nefndarinnar. Lagt fram og kynnt. Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó bs. kynntu, í gegnum fjarfundarbúnað, útfærslur af leiðakerfi. Skipulagsnefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um skoðun á innanbæjarakstri Strætó í Mosfellsbæ. == Gestir ==
  • Sólrún Svava Skúladóttir
  • Ragnheiður Einarsdóttir === Fundargerð === == 10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 493 == 202303006F Fundargerð lögð fram til kynningar. == 10.1. Arnartangi 47 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi == 202302162 Þeba Björt Karlsdóttir sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss á lóðinni Arnatangi nr. 47, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki. Niðurstaða þessa fundar: Lagt fram. == 10.2. Bugðufljót 4 - Umsókn um byggingarleyfi == 202302636 Karína ehf. Breiðahvarfi 5 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum með 14 eignarhlutum á lóðinni Bugðufljót nr. 4, í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: 1. hæð 1.243,9 m², 2. hæð 1.159,9 m², 15.587,2 m³. Niðurstaða þessa fundar: Lagt fram. == 10.3. Í landi Helgadals 125467 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi == 202210454 Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja við borholuhús stækkun úr timbri á lóðinni Í Landi Helgadals L125467 í samræmi við framlögð gögn.Stækkun: 8,5 m², 24,7 m³. Niðurstaða þessa fundar: Lagt fram. == 10.4. Í landi Helgadals 125471 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi == 202210453 Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja við borholuhús stækkun úr timbri á lóðinni Í Landi Helgadals L125471 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 8,5 m², 24,7 m³. Niðurstaða þessa fundar: Lagt fram. == 10.5. Í Æsustaðalandi 125465 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi == 202210455 Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja við borholuhús stækkun úr timbri á lóðinni Í Æsustaðalandi L125465 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 8,5 m², 24,7 m³. Niðurstaða þessa fundar: Lagt fram.
Framleitt af pallih fyrir gogn.in