Mosfellsbær
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 265
==== 9. mars 2023 kl. 16:30, ====
utan bæjarskrifstofu
== Fundinn sátu ==
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
== Fundargerð ritaði ==
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup ==
[202302063](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302063#qyukxjliduqllfwzmxaca1)
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Á fundinn mætti Arnar Jónsson forstöðumaður Samskipta og þjónustu og fór yfir helstu niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2022. íþrótta og tómstundanefnd þakkar góða kynningu.
== Gestir ==
- Arnar Jónsson
== 2. Ársyfirlit félagsmiðstöðva 2022 ==
[202303128](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303128#qyukxjliduqllfwzmxaca1)
Ársyfirlit félagmiðstöðva lagt fram og starfsemi félagsmiðstöðva kynnt.
Lögð fram og kynnt ársyfirlit Félagsmiðstöðva. Guðrún Helgadóttir forstöðumaður kynnti starfsemi félagsmiðstöðva. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar góða kynningu og frábært starf.
== 3. Sumar 2022 Vinnuskóli og frístundir ==
[202303129](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303129#qyukxjliduqllfwzmxaca1)
sumarið 2022
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að fela tómstunda- og forvarnarfulltrúa að óska eftir upplýsingum um möguleg verkefni hjá þeim félögum og stofnunum sem notið hafa starfskrafta vinnuskólans á liðnum árum.
== 4. Vetrarfrí 2023 - dagskrá ==
[202301318](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301318#qyukxjliduqllfwzmxaca1)
Vetrarfrí 2023
íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum sem komu að hugmyndavinnu, skipulagningu og framkvæmd þessarar glæsilegu dagskrár kærlega fyrir.
== 5. Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna 2023 ==
[202302248](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302248#qyukxjliduqllfwzmxaca1)
Umsóknir um styrk til efnilegra ungmenna sumarið 2023. Í ár bárust 20 umsóknir.
Afgreiðslu frestað