Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 237. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.
=== 2.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Afgreiðsla umhverfis-og landbúnaðarnefndar af 44. fundi nefndarinnar 1.mars 2023: "Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta innleiðingu á fjögurra tunnu kerfi við heimili í Borgarbyggð. Eitt 240l. ílát bætist við öll sérbýli og flokkun við húsvegg verður í eftirfarandi úrgangsflokka; plastefni, pappírsefni, lífúrgangur og blandaður úrgangur. Tekin verður upp samræmd merking íláta samhliða innleiðingu nýrra íláta. Hægt verður að óska eftir minna íláti fyrir blandaðan úrgang, en aðrar undanþágur verða ekki veittar á þessu stigi. Fyrirkomulagið verður skoðað nánar þegar nokkurra mánaða reynsla verður komin á verkefnið. Stefnt verði að því að setja upp grenndarstöðvar fyrir málma, textíl og gler á nokkrum stöðum á árinu. Velja þarf staðsetningar í samráði við lóðarhafa og óska eftir þeim leyfum sem til þarf. Þá leggur nefndin áherslu á fræðslu til íbúa til að kynna nýtt fyrirkomulag úrgangsmála. Kynningarefni verði miðlað til íbúa á heimasíðu en hafa þarf íbúasamsetningu í huga við gerð kynningarefnis. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
=== 3.Samningur við Brákarhlíð um matarbakka ===
2210019
Afgreiðsla byggðarráðs frá fundi ráðsins nr. 626 : "Byggðarráð samþykkir framlagðan samning um sölu á matarbökkum og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu".
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Brákarhlíð um sölu á matarbökkum dags. 21. febrúar 2023.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 4.Stóra-Fjallsvegur niðurfelling af vegaskrá ===
2206068
Afturköllun á niðurfellingu Stóra-Fjallsvegar af vegaskrá, afgreiðsla byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi ráðsins nr. 626: "Byggðarráð Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Vegagerðarinnar um afturköllun á niðurfellingu Stóra-Fjallsvegar af vegaskrá".
Sveitarstjórn Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Vegagerðarinnar um afturköllun á niðurfellingu Stóra-Fjallsvegar af vegaskrá.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 5.Samningur um gagnkvæma aðstoð. ===
1308038
Afgreiðsla byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi ráðsins nr. 626: Byggðarráð samykkir framlagðan samning við Húnaþing vestra dags. 1. febrúar 2023 um gagnkvæma aðstoð milli slökkviliða sveitarfélaganna og vísar samningnum til staðfestingar í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Húnaþing vestra um gagnkvæma aðstoð milli slökkviliða, dags. 1. febrúar 2023.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 6.Samningur um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnun fatlaðra ===
1904094
Afgreiðsla byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi ráðsins nr. 626:"Byggðarráð samþykkir að framlengja samning dags. 1. janúar 2023, um framlengingu á samningi um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og fötlunarmálum dags. 4. júní 2019 við sveitarfélagið Dalabyggð til 1. maí 2023 og vísar þeirri ákvörðum til sveitarstjórnar".
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samning dags. 1. janúar 2023, um framlengingu á samningi um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og fötlunarmálum dags. 4. júní 2019 við sveitarfélagið Dalabyggð til 1. maí 2023.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Skógur í Varmalandi - Erindi frá Hollvinafélagi Varmalands ===
2203170
Afgreiðsla Umhverfis- og landbúnaðarnefndar af 37. fundi nefndarinnar: "Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir samninginn þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samning um umsjón með Varmalandsskógi við Hollvinafélag Varmalands, dags. 9. mars 2023 og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 8.Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis - Samþykkt um stjórn ===
2303030
Framlagt erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps sbr. 1. mgr. 1.gr. fjallskilasamþykktar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps nr. 683/2015.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 9.Tilnefning í stjórn Landbúnaðarsafns íslands ===
1812010
Afgreiðsla 624. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð tilnefnir Erlu Rún Rúnarsdóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands. Logi Sigurðsson er tilnefndur varamaður".
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu byggðarráðs á Erlu Rún Rúnarsdóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Landbúnaðarsafnis Íslands og Loga Sigurðsson sem varamann hennar.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 10.Söfnun dýraleifa samningur 2022-2023 ===
2202057
Afgreiðsla frá 626. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir framlagðan tímabundinn samning við HSS Verktak ehf. um söfnun dýraleifa á lögbýlum og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar".
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við HSS Verktak ehf. dags. 31.janúar 2023 um söfnun dýraleifa á lögbýlum.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 11.Vinnuhópur um samstarf slökkviliða á Vesturlandi ===
2302034
Afgreiðsla frá 624. fundi byggðarráðs: "Erindisbréf framlagt. Byggðarráð tilnefnir Lilju Björgu Ágústsdóttir sem fulltrúa Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps í vinnuhópnum með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórna".
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu byggðarráðs og tilnefnir Lilju Björgu Ágústsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem fulltrúa Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og miklaholtshrepps í vinnuhóp um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 12.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla ===
2001144
Afgreiðsla 625. fundar byggðarráðs: "Drög að húsnæðisáætlun 2023 lögð fram. Sveitarstjóra falið að fullvinna og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu".
Sveitarstjórn staðfestir húsnæðisáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2023.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 13.Beiðni frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um aðild að Gleipni ===
2302136
Afgreiðsla 625. fundar byggðarráðs: Framlögð tillaga að viðaukasamningi og nýjum samþykktum Gleipni í framhaldi af áhuga Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins á að gerast aðili að Gleipni.
"Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur að viðaukasamningi og nýjar samþykktir fyrir Gleipni.
Byggðarráð tilnefnir Evu Margréti Jónudóttur sem fulltrúa í stjórn Gleipnis og felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á komandi aðalfundi félagsins".
"Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur að viðaukasamningi og nýjar samþykktir fyrir Gleipni.
Byggðarráð tilnefnir Evu Margréti Jónudóttur sem fulltrúa í stjórn Gleipnis og felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á komandi aðalfundi félagsins".
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að viðaukasamningi og nýjar samþykktir fyrir Gleipni og tilnefnir Evu Margréti Jónudóttur sem fulltrúa í stjórn Gleipnis og felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á komandi aðalfundi.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 14.Ánastaðir-Mikligarður_Umsókn um aðalskipulagsbreytingu ===
2302211
Afgreiðsla 51. fundar skipulags-og byggingarnefndar:
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til þess að þegar er í ferli breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem tekið verður á heimildum á landbúnaðarlandi eftir stærð þeirra ásamt fleiri atriðum.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til þess að þegar er í ferli breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem tekið verður á heimildum á landbúnaðarlandi eftir stærð þeirra ásamt fleiri atriðum.
Sveitarstjórn hafnar erindinu og vísar til þess að þegar er í ferli breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins verður að gæta samræmis fyrir sveitarfélagið í heild og m.a. taka mið af heimildum á landbúnaðarsvæði eftir stærð ásamt fleiri atriðum.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 15.Umsókn um aðalskipulagsbreytingu - Skógarbót L234245 ===
2301199
Afgreiðsla 51. fundar skipulags- og byggingarnefndar:" Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun annars vegar F149 20 ha og hins vegar F148 6 ha svæðis í landi Norðtungu skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á landnotkun á 26 ha svæði úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð í landi Norðtungu skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn samþykkir einnig framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga, sem auglýst verði skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 16.Hraunsmulaland kaldarmelar - umsókn um breytingu á landheiti - L 207278, ===
2301013
Afgreiðsla 51. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á landinu Hraunsmúlaland Kaldármelar L207278. Mun landið heita Kaldármelar."
Sveitarstjórn heimilar nafnabreytingu á landinu Hraunsmúli Kaldármelar L207278. Mun landið heita Kaldármelar.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 17.Hótel Varmaland - Aðalskipulagsbreyting ===
2302046
Afgreiðsla 51. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila áætlaða skipulagsvinnu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu."
Sveitarstjórn samþykkir að heimila áætlaða skipulagsvinnu vegna aðalskipulags en leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins við skipulagsvinnu þar sem ljóst er að íbúðarlóðir Birkihlíð 2 lnr.2232499 og Birkihlíð 4 lnr.2232499 eru innan þess svæðis sem fellur undir nýtt skipulag.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 18.Hótel Varmaland - Breyting á deiliskipulagi ===
2302047
Afgreiðsla 51. fundar skipulags- og byggingarnefndar:"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila áætlaða skipulagsvinnu. Breyting verði unnin á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samhliða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu."
Sveitarstjórn samþykkir að heimila áætlaða skipulagsvinnu vegna deiliskipulags en leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins við skipulagsvinnu þar sem ljóst er að íbúðarlóðir Birkihlíð 2 lnr.2232499 og Birkihlíð 4 lnr.2232499 eru innan þess svæðis sem fellur undir nýtt skipulag.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 19.Skólastefna Borgarbyggðar 2021 -> ===
2101082
Afgreiðsla 218. fundar fræðslunefndar: "Lagt fyrir fræðslunefnd loka drög að skólastefnu Borgarbyggðar. Gerðar voru viðbætur við stefnuna að ósk fræðslunefndar. Stefnan fer síðan til sveitastjórnar til loka afgreiðslu. Skólastofnanir vinna áfram að aðgerðarætlun út frá stefnunni í samráði við Ingvar Sigurgeirsson sérfræðing í skólamálum sem hefur unnið með Borgarbyggð að gerð skólastefnunnar.
Viðbætur við skólastefnur Borgarbyggðar kynntar. Fræðslunefnd samþykkir viðbæturnar og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn".
Viðbætur við skólastefnur Borgarbyggðar kynntar. Fræðslunefnd samþykkir viðbæturnar og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn".
Sveitarstjórn samþykkir framlagaðar viðbætur við skólastefnu sveitarfélagsins. Vilji fræðslunefndar með viðbótinni er að leggja meiri áherslu á vægi samskipta og fornvarna gegn einelti með beinum hætti í stefnunni.
Til máls tóku TH og EÓT
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku TH og EÓT
Samþykkt samhljóða
=== 20.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Afgreiðsla fjallskilanefndar Borgarbyggðar, af 33. fundi nefndarinnar: "Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að ábúendur jarða innan Fjallskiladeildar Þverárréttar verði skyldaðir til að flytja fé sitt á afrétt. Hafa má allt sauðfé í heimalandi, ef það er girt fjárheldri girðingu sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 og 2.mgr. 7. gr. laga um afréttarmál, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Unnið er að gerð verklagsreglna fyrir sveitarfélagið um meðferð ágangsfjár. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá fundi nefndarinnar nr. 33 þar sem ábúendur jarða innan Fjallskiladeildar Þverárréttar verði skyldaðir til að flytja fé sitt á afrétt. Hafa má allt sauðfé í heimalandi, ef það er girt fjárheldri girðingu sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 og 2.mgr. 7. gr. laga um afréttarmál, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Unnið er að gerð verklagsreglna fyrir sveitarfélagið um meðferð ágangsfjár.
Til máls tóku SÓ, TH
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku SÓ, TH
Samþykkt samhljóða
=== 21.Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 ===
2302010F
Fundargerð framlögð
Til máls tók SG
Til máls tók SG
- 21.1 2211085
[Flutningur fjölskyldusviðs á Digranesgötu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2211085)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Sveitarstjóri kynnti flutning fjölskyldusviðs af Bjarnarbraut yfir á Digranesgötu en starfsemi ráðhúss Borgarbyggðar er þar með öll komin undir eitt þak. Þá hafa móttaka, þjónustuver og fjármálasvið flust af annarri hæð niður á fyrstu hæð. Á komandi vikum verður hafist handa við að innrétta aðra hæð Digranesgötu. Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð og bindur byggðarráð vonir við að með sameiningu starfsemi undir eitt þak megi efla þjónustu enn frekar ásamt því sem hagkvæmni eykst og vinnustaðamenning styrkist. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.2 2302054
[Tímasetningar strætóferða í Borgarnes](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2302054)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Byggðarráð fagnar og styður aukna valmöguleika í almenningssamgöngum innan Borgarbyggðar og við nágrannasveitarfélög. Þeir auka lífsgæði íbúa, auðveldar þeim að sækja nám og vinnu innan sveitarfélags og utan og skapa störf án staðsetningar. Almenningssamgöngur gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu framhaldsskóla og háskóla og annarra verðmæta í sveitarfélaginu.
Skólar og aðrir vinnustaðir í Borgarbyggð hafa í auknum mæli almenningssamgöngur til hliðsjónar þegar upphaf og lok vinnudags eru ákveðin. Kennsla í Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) hefst t.a.m. kl. 9.00 á morgnana ekki síst til að auðvelda nemendum úr uppsveitum Borgarbyggðar eða öðrum sveitarfélögum að stunda staðnám. Að þessu leyti hefur MB sérstöðu meðal framhaldsskóla á Íslandi.
Almenningssamgöngur víðast hvar í uppsveitum Borgarbyggðar falla vel að upphafi vinnudags eða skóladags kl. 9.00 en strætó innan Borgarbyggðar stoppar í Borgarnesi kl. 8.55. Sama gildir hins vegar ekki um almenningssamgöngur að sunnan en strætó úr Reykjavík, sem fer í gegnum Akranes, stoppar kl. 9.06 í Borgarnesi.
Sú litla breyting að strætó að myndi stoppa í Borgarnesi u.þ.b. 15 mínútum fyrr myndi auðvelda nemendum utan Borgarbyggðar að stunda staðnám í MB og nýta til þess almenningssamgöngur. Að sama skapi myndi breytingin auðvelda fólki utan Borgarbyggðar að sækja vinnu í MB og aðra vinnustaði í Borgarnesi.
Að mati byggðarráðs er ofangreind breyting á tímatöflu til þess fallin að hafa talsverð jákvæð áhrif á skóla- og atvinnulíf í Borgarbyggð.
Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.3 2302022
[Ágangur búfjár - minnisblað](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2302022)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Minnisblað framlagt. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.4 2302064
[Verkfall félagsmanna Eflingar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2302064)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Það eru mikil vonbrigði að verkfall skuli skollið á hjá hópi félagsmanna í Eflingu. Verkall flutningabílstjóra og sérstaklega bílstjóra í eldsneytisdreifingu getur haft alvarleg áhrif í Borgarbyggð eins og víðar í samfélaginu. Slökkvilið Borgarbyggðar, Ljósleiðari Borgarbyggðar og sveitarfélagið Borgarbyggð hafa sótt um undanþágu vegna viðbragðsaðila, aksturs félagsþjónustu og skólaaksturs. Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt þær beiðnir. Á þessu stigi er ekki augljóst hvernig útfærsla verður í jafn víðfeðmu sveitarfélagi og Borgarbyggð en sveitarfélagið er reiðubúið að vinna að henni í sátt við Eflingu. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.5 2112004
[Hitaveita Varmalands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2112004)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Drög að samningi kynnt. Nýting sveitarfélagsins á heitu vatni á Varmalandi og úr borholu í landi Laugarlands á sér langa sögu. Áður en byggðarráð mótar sér afstöðu er þess farið á leit við sveitarstjóra að vinna minnisblað er varðar einstaka atriði samningsdraganna. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.6 1812010
[Tilnefning í stjórn Landbúnaðarsafns íslands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#1812010)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Byggðarráð tilnefnir Erlu Rún Rúnarsdóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands. Logi Sigurðsson er tilnefndur sem varamaður. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.7 2202057
[Söfnun dýraleifa samningur 2022-2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2202057)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Byggðarráð samþykkir framlagðan tímabundinn samning við HSS Verktak ehf. um söfnun dýraleifa á lögbýlum og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi að afloknum þessum lið. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.8 2302034
[Vinnuhópur um samstarf slökkviliða á Vesturlandi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2302034)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Erindisbréf framlagt. Byggðarráð tilnefnir Lilju Björgu Ágústsdóttir sem fulltrúa Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps í vinnuhópnum með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórna. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.9 2208071
[Ljósleiðari Borgarbyggðar, kynning á stöðu mála](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2208071)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Borgarbyggðar vegna lagningar ljósleiðara um Borgarbyggð kom og kynnti stöðu verkefnisins sem nú er brátt á leiðarenda. Þær áætlanir sem lagt var af stað með í upphafi um uppbyggingu ljósleiðarakerfis hafa staðist og styttist í ákvarðanatöku um næstu skref í rekstri kerfisins. Byggðarráð lýsir ánægju með að fjárhagslegar áætlanir hafa staðist en uppbygging kerfisins hefur reynst heillaskref fyrir lífsgæði í Borgarbyggð. Ástæða er til að fagna áfangalokum í vor þegar allir tengistaðir hafa verið tengdir.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga framlagt. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.11 2302032
[Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2302032)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Ársreikningur framlagður. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.12 2210119
[Fundargerðir Faxaflóahafna 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2210119)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Fundargerðir framlagðar. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.13 2301193
[Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2301193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Fundargerð framlögð. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.14 2203069
[Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2203069)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Fundargerð framlögð. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.15 2302003F
[Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 8](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2302003F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Fundargerð framlögð. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 21.16 2206024F
[Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 5](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18887#2206024F)Byggðarráð Borgarbyggðar - 624 Fundargerð framlögð. Bókun fundar Fundargerð framlögð
=== 22.Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 ===
2302018F
Fundargerð framlögð
- 22.1 2212036
[Matarstefna fyrir leik- og grunnskóla Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18889#2212036)Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Byggðarráð styður að vinnu við gerð matarstefnu fyrir leik- og grunnskóla verði haldið áfram. Lögð verði áhersla á gott samstarf við stjórnendur skóla og matráða í þeirri vinnu. Mikilvægt er að í vinnunni verði áfram horft til fjölbreytni og hollustu. Um leið verði horft til áhrifa á kostnað fyrir sveitarfélagið, foreldra og aðra forráðamenn. Stefnan skal einnig taka mið af því hvernig skólar sveitarfélagsins hagi innkaupum af framleiðendum úr héraði. Drög að stefnu verði kynnt fyrir byggðarráði. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Lagt fram til kynningar. Byggðarráð fagnar frumkvæði körfuknattleiksdeildar, UMSB og annarra deilda við að draga úr eða hindra brottfall ungs fólks úr íþrótta- og tómstundastarfi. Byggðarráð leggur til að erindinu verði vísað til fræðslunefndar. Málefnið er ungu fólki greinilega ofarlega í huga eins og bersýnilega kom fram á "sveitarstjórnarfundi unga fólksins" í liðinni viku. Þar voru lagðar fram ýmsar hugmyndir og mörgum þeirra vísað til fræðslunefndar. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 22.3 2001144
[Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18889#2001144)Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Drög að húsnæðisáætlun lögð fram. Sveitarstjóra falið að fullvinna og vísa til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur að viðaukasamningi og nýjar samþykktir fyrir Gleipni.
Byggðarráð tilnefnir Evu Margréti Jónudóttur sem fulltrúa í stjórn Gleipnis og felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á komandi aðalfundi félagsins. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 22.5 2302171
[Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18889#2302171)Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Fundarboð lagt fram.
Bjarney Bjarnadóttir lauk setu á fundi að afloknum þessum dagskrárlið. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 22.6 2211253
[Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18889#2211253)Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Byggðarráð þakkar Pétri fyrir gagnlega yfirferð. Nú stendur yfir vinna við skoðun á regluverki í kringum málaflokkinn. Varðandi Borgarbyggð þá vill byggðarráð að tekið sé til gagngerrar skoðunar að sjötta grein fjallskilasamþykktar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps verði virkjuð annað hvort um allt sveitarfélag eða hluta þess. Lagt er til að málið verði tekið upp í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Fjallskilanefnd Borgarbyggðar. Á þeim vettvangi fer nú fram vinna er varðar málaflokkinn. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 22.7 2302108
[Fundargerðir Faxaflóahafna 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18889#2302108)Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 22.8 2105172
[Fagráð slökkviliðsins - fundargerðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18889#2105172)Byggðarráð Borgarbyggðar - 625 Bókun fundar Fundargerð framlögð
=== 23.Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 ===
2302022F
Fundargerð framlögð
- 23.1 2302233
[Fyrning orlofs](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#2302233)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Sveitarfélög hafa nú til skoðunar hvernig bregðast skuli við endurskoðun á fyrningarfresti. Ljóst er að skammur tími er til stefnu fyrir starfsfólk og stofnanir að bregðast við. Byggðarráð styður að sveitarfélagið vinni að útfærslu í samráði við starfsfólk og stjórnendur stofnana. Sú útfærsla byggi á ætlun um nýtingu réttinda sem taki bæði tillit til aðstæðna starfsfólks og fyrirsjáanleika fyrir stofnanir. Sveitarfélagið mun horfa til þess hver leiðsögn Sambands sveitarfélaga verður í málinu og reyna að fylgja fordæmi annarra sveitarfélaga. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 23.2 2210019
[Samningur við Brákarhlíð um matarbakka](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#2210019)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Byggðarráð samþykkir framlagðan samning um sölu á matarbökkum og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 23.3 2105052
[Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#2105052)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Byggðarráð þakkar fyrir áhugaverða vinnu og góða yfirferð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og koma með tillögur að næstu skrefum og leggja fyrir byggðarráð að nýju. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 23.4 2206068
[Stóra-Fjallsvegur niðurfelling af vegaskrá](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#2206068)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Byggðarráð Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Vegagerðarinnar um afturköllun á niðurfellingu Stóra-Fjallsvegar af vegaskrá. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 23.5 2302135
[Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#2302135)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Byggðarráð þakkar stjórn Samtaka orkusveitarfélaga fyrir að vekja athygli á málefninu og tekur undir að mikilvægt sé að sveitarfélög fjalli markvisst um orkuskipti og vinnslu raforku. Um er að ræða stórt hagsmunmál til framtíðar litið og bundnar eru vonir við að sú vinna sem hin nýstofnaða starfsnefnd er ætlað að ráðast í muni skýra rammann varðandi lagaumhverfi og mögulegar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 23.6 2301240
[Framtíðaráform Orkuveitu Reykjavíkur í orkuöflun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#2301240)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Byggðarráð þakkar Völu Hjörleifsdóttur, Heru Grímsdóttur og Ingva Gunnarssyni fyrir góða og upplýsandi yfirferð um framtíðaráform OR í orkuöflun. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 23.7 1308038
[Samningur um gagnkvæma aðstoð.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#1308038)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Byggðarráð samykkir framlagðan samning við Húnaþing vestra dags. 1. febrúar 2023 um gagnkvæma aðstoð milli slökkviliða sveitarfélaganna og vísar samningnum til staðfestingar í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Byggðarráð samþykkir að framlengja samning dags. 1. janúar 2023, um framlengingu á samningi um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og fötlunarmálum dags. 4. júní 2019 við sveitarfélagið Dalabyggð til 1. maí 2023 og vísar þeirri ákvörðum til sveitarstjórnar. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 23.9 2206170
[Grímshús - Óskir um afnot](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18896#2206170)Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Alls bárust sex mjög ólíkar umsóknir sem farið var yfir á fundi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblað þar sem hugmyndum er listað upp í samræmi við markmið og skilyrði sem sett voru fram í auglýsingu og leggja að nýju fyrir byggðarráð. Málinu vísað til kynningar inn í atvinnu- markaðs- og menningarmálanefndar. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 626 Farið yfir þær reglur sem hafa verið í gildi um náms- og kynningarferðir starfsmanna Borgarbyggðar og ræddar mögulega breytingar á reglunum. Sveitarstjóra falið að vinna drög að uppfærðum reglum í samræmi við umræður á fundi og leggja fyrir byggðarráð að nýju þegar drögin liggja fyrir. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
=== 24.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 ===
2212008F
- 24.1 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18874#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að þegar niðurstaða ílátatalninga og álagning fasteignagjalda liggur fyrir, verði tekin næstu skref við innleiðingu breytinga á sorphirðu. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 24.2 2211245
[Samtal við hestamannafélagið Borgfirðing](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18874#2211245)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að Hestamannafélagið Borgfirðingur hafi heimild til að taka við hrossataði frá hesthúsahverfinu í gryfju til geymslu sem er innan svæðis sem félagið er með á leigu, sem áætlað er að nýta síðar til landbóta innan svæðisins.
Stjórn hestamannafélagsins skal hafa umsjón með því hvar hrossatað nýtist best innan þess svæðis sem félagið hefur til afnota og hafi umsjón með losun taðs til uppgræðslu í beitarhólfum.
Nefndin telur ekki eðlilegt að sveitarfélagið kosti lagfæringu á vegi að áðurnefndri gryfju, enda hefur hestamannafélagið heimild til að nýta svæðið samkvæmt leigusamningi. Þess utan er hestamönnum heimilt að losa hrossatað í Bjarnhólum samkvæmt gjaldskrá.
Nefndin bendir stjórn hestamannafélagsins á möguleika á samstarfi við Landgræðsluna s.s. í gegnum Landbótasjóð til landbóta á svæðinu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að reiðvegir séu vel merktir og felur umhverfis-og framkvæmdadeild að setja upp merkingar í samráði við hestamannafélagið.
Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 24.3 2209240
[Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18874#2209240)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur að nýtt fyrirkomulag við snjómokstur í dreifbýli sé heppilegt og hafi reynst vel það sem af er samningstímanum. Mikilvægt er að rýna verkefnið vel að loknum samningstíma og gera úrbætur fyrir næsta verðkönnunarferli ef þörf er á. Með nýju fyrirkomulagi fellur hlutverk snjómokstursfulltrúa niður og er Umhverfis- og framkvæmdadeild falið að tilkynna snjómokstursfulltrúum um það og þakka fyrir vel unnin störf. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 24.4 2301065
[Refa og minkaeyðing 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18874#2301065)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar gestum fyrir að koma á fund nefndarinnar til að ræða málefnið.
Stefnt er að því að hitta hópinn aftur síðar á árinu og móta tillögur að breytingum á kerfinu í heild sinni. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 24.5 2301064
[Skólphreinsistöð í Brákarey- drög að starfsleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18874#2301064)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Lagt fram. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Lagt fram. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 24.7 2301070
[Breyttur fundatími Umhverfis-og landbúnaðarnefndar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18874#2301070)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að fastur fundartími nefndarinnar verði 3. mánudagur í mánuði kl. 13:00 frá og með febrúarfundi nefndarinnar. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
- 24.8 2203242
[Vatnsveitur í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18874#2203242)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 42 Lagt fram.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd mun afla frekari gagna um rekstur vatnsveitna í sveitarfélaginu og fjalla um málið á næstu fundum nefndarinnar. Bókun fundar Fundargerð framlögð.
=== 25.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 43 ===
2302004F
Fundargerð framlögð
- 25.1 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18891#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar Stefáni kynninguna. Nefndin mun vinna áfram að málinu og felur deild umhverfis- og framkvæmda að leggja fram mögulegar tillögur að fyrirkomulagi og tímalínu á næsta fundi.
- 25.2 2211253
[Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18891#2211253)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur eðlilegt að beðið verði eftir upplýsingum varðandi framgang vinnu hjá ráðuneytum en líklegt er að niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir um miðjan apríl eða að minnsta kosti fyrir sumarið.
- 25.3 2203242
[Vatnsveitur í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18891#2203242)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að kannaðir verði hvaða valkostir eru til staðar varðandi rekstur vatnsveitna í sveitarfélaginu. Nefndin felur deild umhverfis-og framkvæmda að vinna valkostagreiningu vegna vatnsveitumála í sveitarfélaginu.
=== 26.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 ===
2302025F
Fundargerð framlögð.
- 26.1 2302069
[Velferð barna og ungmenna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18895#2302069)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 Ungmennaráð kemur til fundarins og kynnir málið. Málið snýr að tveimur atriðum. Fyrra atriði er ósk ungmennaráðs um að Óðal sé opið yfir sumartímann og að börn fái lengri tíma með fjölskyldum sínum. Seinna málið er að ungmennaráðið telur að sveitafélagið eigi að bjóða uppá fjölbreytari kennsluhætti. Varðandi aukinn opnartíma í Óðal leggur fræðslunefnd til að sviðstjóri fjölskyldusviðs komu með tillögu að því hvernig úfærslan geti verið og hvað hún myndi kosta. Varðandi seinni tillöguna um fjölbreyta kennsluhætti þá leggur fræðslunefnd til að ungmennaráð fundi með skólastjórum leik- og grunnskóla og fá upplýsingar um hvernig skólarnir hugsa fjölbreytta kennsluhætti.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
- 26.2 2302070
[Tómstundaakstur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18895#2302070)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 Ungmennaráð kemur til fundarins og kynnir málið. Ungmennaráð óskar eftir því að tómstundaakstur verði aukinn á sumrin þannig að börn og unglingar geti sótt íþróttir og einnig hvort að aksturinn geti betur þjónustað börnin í dag. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á fyrirkomulagi tómstundaaksturs á næsta fundi nefndarinnar og hvort það sé möguleiki að koma að einhverju leyti betur til móts við hugmyndir ungmennaráðs.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 26.3 2302065
[Ungmennahús](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18895#2302065)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 Ungmennaráð kemur til fundarins og kynnir málið. Ungmennahús hefur verið til umræðu í Borgarbyggð áður og fræðslunefnd finnst hugmyndin áhugaverð. Fræðslunefnd óskar eftir því að sviðsstjóri fjölskyldusviðs komi með tillögu að kostnaði og fyrirkomulagi við ungmennahús á næsta fund nefndarinnar.
Fræðslunefnd þakkar ungmennaráði fyrir erindið og góða framsetningu.
Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 26.4 2209209
[Forvarnarteymi Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18895#2209209)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 Forvarnateymið kemur til fundarins og fer yfir vinnuna í vetur. Forvarnateymið sér um forvarnir, Heilsueflandi samfélag og barnvænt samfélag. Þau fóru yfir íbúafund sem var haldinn var 9.nóvember 2022, sem mikil ánægja var með. Það verður framhaldsfundur í lok apríl. Þau fóru yfir aðgerðaráætlun sem unninn var útfrá þeim fundi. Það hefur verið boðið uppá fræðslur bæði fyrir foreldra og börn. Þá hafa verið haldnir stýrifundir fyrir forvarnir og heilsueflandi samfélag en það á eftir að halda stýrifund fyrir barnvænt samfélag en hann er á döfinni. Einnig var rætt um hreyfitæki sem setja á niður í Borgarbyggð og samstarf við Menntaskólann um hreyfingu. Þá er búið að setja upp facebook síðu sem heldur utan um öll verkefnin sem eru á vegum forvarna.
Umræður voru um hvernig hægt sé að ná til foreldra þannig að þeir mæti á fræðslur sem eru í boði fyrir foreldra. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 26.5 2109144
[Farsæld barna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18895#2109144)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218
Margrét Gísladóttir kemur til fundarins og kynnir stöðinu við innleiðingu farsældarlagana. Farið er yfir hlutverk tengiliða og hvernig útfærslan á hlutverki þeirra verður hjá Borgarbyggð til að byrja með. Einnig var farið yfir úrræðalista sem fjölskyldusvið og stofnanir sveitafélagsins eru búnir að taka saman. Verið er að vinna í áherslum næsta skólaárs. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 26.6 2101082
[Skólastefna Borgarbyggðar 2021 ->](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18895#2101082)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 Viðbætur við skólastefnur Borgarbyggðar kynntar. Fræðslunefnd samþykkir viðbæturnar og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- 26.7 2302223
[Laugagerðisskóli lokar haust 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18895#2302223)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 Máli frestað til næsta fundar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Bókun fundar Fundargerð framlögð
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 218 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð framlögð
=== 27.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 ===
2302014F
Fundargerð framlögð
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu á landinu Hraunsmúlaland Kaldármelar L207278. Mun landið heita Kaldármelar. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum Berugötu 3 og 5. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd vísar til þess að þegar er í ferli breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem tekið verður á heimildum á landbúnaðarlandi eftir stærð þeirra ásamt fleiri atriðum. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- 27.4 2301199
[Umsókn um aðalskipulagsbreytingu - Skógarbót L234245](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18894#2301199)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun annars vegar F149 20 ha og hins vegar F148 6 ha svæðis í landi Norðtungu skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði.
Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta málið niður falla en vilji landeigandi taka málið upp að nýju er honum bent á að senda nýja beiðni til sveitarfélagsins um breytingu á skipulagsskilmálum svæðisins. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- 27.6 2211179
[Kleppjárnsreykir skólasvæði - Nýtt deiliskipulag](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18894#2211179)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir lýsingu til auglýsingar fyrir Kleppjárnsreyki skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- 27.7 2209098
[Húsafell-Fristundabyggð-Litlu-Tunguskógur-L219075](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18894#2209098)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru m.t.t. þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum umsagnaraðila. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- 27.8 2302046
[Hótel Varmaland - Aðalskipulagsbreyting](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18894#2302046)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila áætlaða skipulagsvinnu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- 27.9 2302047
[Hótel Varmaland - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18894#2302047)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila áætlaða skipulagsvinnu. Breyting verði unnin á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samhliða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa við skipulagsvinnu. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- 27.10 2302008F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 4](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18894#2302008F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr 4. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
- 27.11 2302015F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 5](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18894#2302015F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 51 Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr 5. Bókun fundar Fundargerð lögð fram.
=== 28.Stjórn fjallskilaumdæmis ABHS ===
2208116
Fundargerð framlögð.
Fundargerð framlögð
Fundi slitið - kl. 17:15.
Samþykkt samhljóða