Borgarbyggð
Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 77. fundur
= Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum =
Dagskrá
=== 1.Samningur um umsjón með Einkunnum 2017 ===
1705171
Laufey Hannesdóttir og Pavle Estrajher, fulltrúar Skógræktarfélags Borgarfjarðar sátu fundinn undir þessum lið.
Rætt um samkomulag um umsjón með Einkunnum.
Rætt um samkomulag um umsjón með Einkunnum.
Umsjónarnefnd Einkunna mun vinna tillögu að verkefnum sem Skógræktarfélag Borgarfjarðar gæti sinnt skv. samkomulagi og Skógræktarfélag Borgarfjarðar mun leggja fram tillögur að þeim verkefnum sem að mati félagsins eru forgangsverkefni. Nefndin sendir nýtt uppkast að samkomulagi til Skógræktarfélagsins til umsagnar.
=== 2.Verkefnaáætlun 2023-2026 ===
2211005
Unnið að verkefnaáætlun.
Umsjónarnefnd Einkunna samþykkir að hefja undirbúning að því að leggja rafmagn í salerni við Álatjörn, með það að markmiði að salernið sé nothæft allan ársins hring. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Umsjónarnefnd Einkunna leggur til að auglýst verði eftir aðilum sem hafi áhuga á að reka afþreyingarstarfsemi í Einkunnum. Markmið með auglýsingunni verði að auka fjölbreytileika afþreyingar í sveitarfélaginu og auka aðdráttarafl í fólkvanginn. Í auglýsingu komi fram að starfsemin þarf að samræmast þeim skilmálum sem koma fram í deiliskipulagi fyrir fólkvanginn, ásamt þeim skilmálum sem sett eru fram í friðlýsingarskilmálum fyrir fólkvanginn. Umsjónarnefnd yfirfari umsóknir að loknum umsóknarfresti. Erindinu verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar.
Umsjónarnefnd Einkunna leggur til að auglýst verði eftir aðilum sem hafi áhuga á að reka afþreyingarstarfsemi í Einkunnum. Markmið með auglýsingunni verði að auka fjölbreytileika afþreyingar í sveitarfélaginu og auka aðdráttarafl í fólkvanginn. Í auglýsingu komi fram að starfsemin þarf að samræmast þeim skilmálum sem koma fram í deiliskipulagi fyrir fólkvanginn, ásamt þeim skilmálum sem sett eru fram í friðlýsingarskilmálum fyrir fólkvanginn. Umsjónarnefnd yfirfari umsóknir að loknum umsóknarfresti. Erindinu verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar.
=== 3.Umsóknir í styrkvegasjóð 2023 ===
2302059
Opið er fyrir umsóknir í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.
Umsjónarnefnd Einkunna samþykkir að fela deildarstjóra Umhverfis-og framkvæmdamála að senda umsókn um styrkvegi til Vegagerðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 16:45.