Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 135. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að mál nr. 1912081 Aldan framtíðarsýn - starfshópur verði tekið á dagskrá fundarins sem dagskrárliður 7 og var það samþykkt samhljóða.
=== 1.Trúnaðarbók 2023 ===
2302009
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreidd umsókn/áfrýjun. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Samþætting þjónustu við aldraða ===
2209252
Rætt um samþætta þjónustu við aldraða. Sveitafélagið þarf að taka afstöðu til þess hvort það vilji senda inn umsókn um að vera tilraunasveitafélag.
Velferðarnefnd vill láta kanna hvort að áhugi sé hjá Brákarhlíð og HVE um að hefja vinnu við umsókn um að vera tilraunasveitafélag. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að ræða við þá aðila. Málið tekið aftur upp á næsta fundi velferðarnefndar.
=== 3.Samræmd móttaka flóttafólks ===
2303023
Farið yfir möguleika sveitafélagsins að vera í samræmdri móttöku fyrir flóttafólk.
Farið er lauslega yfir hugmyndina á bakvið að vera móttökusveitarfélag fyrir flóttamenn.
Velferðarnefnd vill kynna sér málið betur og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fá kynningu fyrir velferðarnefnd um hvað það þýði fyrir sveitarfélagið að vera móttökusveitarfélag.
Velferðarnefnd vill kynna sér málið betur og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fá kynningu fyrir velferðarnefnd um hvað það þýði fyrir sveitarfélagið að vera móttökusveitarfélag.
=== 4.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Drög að samningi milli Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar um barnaverndarþjónustu var sendur til ráðuneytisins til að fá álit. Drögin voru unnin úr frá samningi um Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands sem hefur verið samþykktur af ráðuneytinu.
Velferðarnefnd leggur til í ljósi þess að undanþágan var veitt til 1.janúar 2024 og að ný umsókn þurfi að berast fyrir 1.nóvember 2023 að skoðaðir verði möguleikar að meira samstarfi um barnaverndarþjónustu. Málinu er vísað til Byggðarráðs.
=== 5.Farsæld barna ===
2109144
Farið yfir stöðuna á innleiðingu farsældarfrumvarpsins
Máli frestað til næsta fundar.
=== 6.Forvarnarteymi Borgarbyggðar ===
2209209
Forvarnateymi kemur til fundarins og kynnir verkefni vetursins.
Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir úr forvarnarteymi Borgarbyggðar, koma til fundarins og kynna vinnuna sem hefur farið fram í vetur. Umræður eru um hin ýmsu forvarnarmál og hvernig vinnan í teyminu eigi að vera. Umræður voru um forvarnarmál almennt í samfélaginu.
=== 7.Aldan framtíðarsýn - starfshópur ===
1912081
Rætt um hugmyndir um breytingar á starfsemi og skipulagi fyrir Ölduna.
Farið er yfir minnisblað um dósamóttöku í Öldunni. Elísabet Jónsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Rætt um framtíð dósamóttökunnar. Velferðarnefnd leggur til að Aldan hætti samstarfi við Endurvinnsluna um dósamóttöku. Ástæðan er sú að það samstarf hentar ekki lengur þeirri starfsemi sem nefndin vill sjá í Öldunni.Eins og fram kemur í minnisblaðinu: ,,Þegar byrjað var að bjóða upp á verndaða vinnu fyrir fatlað fólk var algengt að sveitarfélög tækju að sér dósamóttöku til að hafa einföld en viðvarandi verkefni. Í dag eru 56 móttökustöðvar um allt land - aðeins þrjár þeirra eru verndaður vinnustaður fatlaðra, þ.e. í Borgarnesi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Annars staðar eru það aðilar s.s. flutningamiðstöðvar, björgunarsveitir eða íþróttafélög sem sjá um dósamóttöku".
Velferðarnefnd leggur áherslu á að ræða málið áfram á næsta fundi og fá betri upplýsingar um hvaða afleiðingar þetta hafi fyrir starfsemina. Málinu er vísað til byggðarráðs.
Rætt um framtíð dósamóttökunnar. Velferðarnefnd leggur til að Aldan hætti samstarfi við Endurvinnsluna um dósamóttöku. Ástæðan er sú að það samstarf hentar ekki lengur þeirri starfsemi sem nefndin vill sjá í Öldunni.Eins og fram kemur í minnisblaðinu: ,,Þegar byrjað var að bjóða upp á verndaða vinnu fyrir fatlað fólk var algengt að sveitarfélög tækju að sér dósamóttöku til að hafa einföld en viðvarandi verkefni. Í dag eru 56 móttökustöðvar um allt land - aðeins þrjár þeirra eru verndaður vinnustaður fatlaðra, þ.e. í Borgarnesi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Annars staðar eru það aðilar s.s. flutningamiðstöðvar, björgunarsveitir eða íþróttafélög sem sjá um dósamóttöku".
Velferðarnefnd leggur áherslu á að ræða málið áfram á næsta fundi og fá betri upplýsingar um hvaða afleiðingar þetta hafi fyrir starfsemina. Málinu er vísað til byggðarráðs.
Fundi slitið - kl. 15:00.