Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1572
==== 16. mars 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða ==
[202212063](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212063#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Tillaga um fyrri úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrri úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra. Jafnframt samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að úthluta lóðunum Úugötu 10-12 til Bjargs Íbúðafélags og Úugötu 1 til Þroskahjálpar.
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista fagna útboði lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis sem hefur dregist af ýmsum ástæðum. Það hefði samt verið skynsamlegt og betra að okkar mati að bjóða út allar lóðirnar í einu lagi þó að þær verði tilbúnar á mismunandi tíma vegna vinnu við gatnagerð.
Bókun B, C og S lista:
Fulltrúar B, S og C lista þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir ítarlega og góða vinnu við undirbúning úthlutunar í 5. áfanga Helgafellshverfisins. Það er ánægjulegt að komið sé að úthlutun en vissulega hefur gatnagerð orðið flóknari og tekið lengri tíma en vonir stóðu til.
Það er mat okkar að fengnu áliti starfsfólks og sérfræðinga að skynsamlegt sé að skipta úthlutuninni í tvo hluta enda er ósennilegt að sömu aðilar muni sækjast eftir lóðum í þessum tveimur hlutum, þ.e. annars vegar lóðir fyrir rað- og fjölbýlishús og hins vegar lóðir fyrir einbýlis- og parhús.
== Gestir ==
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== 2. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2023 ==
[202303020](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303020#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka árið 2023 til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.
Frestað vegna tímaskorts.
== 3. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2023 ==
[202303397](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303397#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um aðalfund félagsins 2023.
Frestað vegna tímaskorts.
== 4. Betri samgöngur, samgöngusáttmáli ==
[202301315](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301315#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Samgöngusáttmáli - verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka lögð fram til kynningar.
Frestað vegna tímaskorts.
== 5. Starfsemi sundlauga Mosfellsbæjar ==
[202303444](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303444#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Kynning á starfsemi sundlauga Mosfellsbæjar.
Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi kom á fundinn og kynnti starfsemi sundlauga Mosfellsbæjar.
== Gestir ==
- Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== 6. Tillaga D lista um upplýsingaöflun um leigu annarra sveitarfélaga á húsnæði í Mosfellsbæ. ==
[202303419](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303419#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Lagt er til að bæjarstjóra og velferðarsviði verði falið að afla upplýsinga um hve margar íbúðir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög leigja í Mosfellsbæ fyrir flóttafólk og einnig hve margar íbúðir sem framleigðar eru á vegum annarra sveitarfélaga eru í Mosfellsbæ.
Frestað vegna tímaskorts.
== 7. Frumvarp til breytinga á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir ==
[202303292](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303292#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Umsagnarfrestur til 17. mars nk.
Lagt fram.
== 8. Frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla) ==
[202303317](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303317#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Frá nefndarsviði Alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um grunnskóla. Umsagnarfrestur til 23. mars nk.
Lagt fram.
== 9. Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra ==
[202303321](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303321#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra. Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.
Lagt fram.
== 10. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál ==
[202303315](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303315#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Frá nefndarsviði Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.
Lagt fram.
== 11. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2023 - beiðni um umsögn ==
[202303329](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303329#fanyx8rl-uso3szzgdhwig1)
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026. Umsagnarfrestur til 23. mars nk.
Lagt fram.
Dagný Kristinsdóttir vék af fundi kl. 8:30.