Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 7. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Umsókn um framkvæmdaleyfi- hreystitæki ===
2303020
Lögð er fram umsókn Umhverfis- og framkvæmdadeildar Borgarbyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á hreystitækjum á þremur svæðum, tveimur í Borgarnesi og einu á Hvanneyri. Framkvæmdin er hluti af verkefni Heilsueflandi samfélagi í Borgarbyggð. Svæðin sem um ræðir eru:
1. Við íþróttavöllinn í Borgarnesi, þrjú tæki. Skilgreining í aðalskipulagi, opið svæði (O1), íþróttasvæði.
2. Við göngustíg aftan við Kjartansgötu, tvö tæki. Skilgreining í aðalskipulagi, óbyggt svæði.
3. Á Hvanneyri í námunda við ærslabelg, tvö tæki. Skilgreining í aðalskipulagi, svæði fyrir þjónustustofnanir, er í nálægð við friðlýst náttúruverndarsvæði (NF2) og opið svæði (O3), íþróttasvæði.
Ekki er í gildi deiliskipulag á ofangreindum svæðum.
1. Við íþróttavöllinn í Borgarnesi, þrjú tæki. Skilgreining í aðalskipulagi, opið svæði (O1), íþróttasvæði.
2. Við göngustíg aftan við Kjartansgötu, tvö tæki. Skilgreining í aðalskipulagi, óbyggt svæði.
3. Á Hvanneyri í námunda við ærslabelg, tvö tæki. Skilgreining í aðalskipulagi, svæði fyrir þjónustustofnanir, er í nálægð við friðlýst náttúruverndarsvæði (NF2) og opið svæði (O3), íþróttasvæði.
Ekki er í gildi deiliskipulag á ofangreindum svæðum.
Skipulagsfulltrúi sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi fyrir hreystitæki að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verður fyrir hagsmunaaðilum við Kjartansgötu 17, 19 og 21 í Borgarnesi og við Túngötu 8 á Hvanneyri ásamt LBHÍ.
=== 2.Berugata 8 L135442 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ===
2302024
Á 4. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 9. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir sólskála á Berugötu 8 L135442. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 14. febrúar til og með 15. mars 2023. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 3.Túngata 9 L-133942 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2301076
Á 4. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 9. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi Túngötu 9 L133942. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 14. febrúar til og með 15. mars 2023. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 10:45.