Svalbarðsstrandarhreppur
Sveitarstjórn
|
||
|
*Í 40 gr. undir liðnum stjórnir og starfshættir er eftirfarandi töluliður um barnaverndarnefnd felldur úr samþykktinni. *
5. Barnaverndarnefnd. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann af fimm og jafnmarga til vara í samvinnu við Grýtubakkahrepp, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, skv. III. kafla barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
Við liðinn stjórnir og starfshættir bætast svo við tveir nýir töluliðir.
5. Umdæmisráð barnaverndar. Samkvæmt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða skipa aðildarsveitarfélögin fimm manna valnefnd sem fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmisráð barnaverndar. Skipunartími umdæmisráðs er fimm ár.
6. Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndar-þjónustu Eyjafjarðar, sbr. auglýsingu (samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar), fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ekki eru falin öðrum.
40. gr. liður stjórnir og starfshættir mun þá vera eftir breytingu:
Stjórnir og samstarfsnefndir:
1. Fjallskilastjórn. Sveitarstjórn fer með framkvæmd fjallskilamála sbr. 2. gr. laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð, nr. 173/2011. Fjallskilastjóri er kosinn sérstaklega, starfar eftir erindisbréfi og kýs sveitarstjórn fjallskilastjóra við upphaf nýs kjörtímabils sveitarstjórnar. Fjallskilastjóri er skipaður til fjögurra ára í senn.
2. Húsnæðisnefnd. Sveitarstjórn ber ábyrgð á og fer með stjórn og samræmingu húsnæðismála á vegum sveitarfélagsins skv. 5. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Sveitarstjórn er heimilt að fela sérstakri húsnæðisnefnd stjórn og framkvæmd húsnæðismála skv. 6. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.
3. Ungmennaráð. Sjö fulltrúar og sjö til vara. Fimm fulltrúar skipaðir af grunnskóla og tveir af sveitarstjórn eins og tilgreint er í samþykktum ungmennaráðs. Ungmennaráð gerir tillögur til fastanefnda og sveitarstjórnar um málefni ungmenna. Ungmennaráð er skipað til árs í senn, hver fulltrúi situr í tvö ár samkvæmt samþykktum ungmennaráðs.
4. Almannavarnanefnd. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann og jafnmarga til vara skv. 9. gr. laga um almannavarnir, nr. 82/2008. Samkvæmt samstarfssamningi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettum 29. janúar 2020, skal aðalmaður sveitarstjórnar vera sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps.
5. Umdæmisráð barnaverndar. Samkvæmt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða skipa aðildarsveitarfélögin fimm manna valnefnd sem fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmisráð barnaverndar. Skipunartími umdæmisráðs er fimm ár.
6. Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndar-þjónustu Eyjafjarðar, sbr. auglýsingu (samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar), fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ekki eru falin öðrum.
7. Heilbrigðisnefnd. Með vísan til laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gera sveitarfélög á Norðurlandi eystra, þ.m.t. Svalbarðsstrandarhreppur, með sér samstarfssamning um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur heilbrigðiseftirlits. Heilbrigðisnefnd skal skipuð til fjögurra ára á aðalfundi SSNE, áður Eyþings, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, sbr. 2. gr. samstarfssamnings sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur heilbrigðiseftirlits, sbr. samþykkt frá aðalfundi Eyþings 4. september 1998, sbr. einnig lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Sveitarstjórnir í héraðsnefnd Eyjafjarðar, aðrar en bæjarstjórn Akureyrarbæjar, tilnefna einn aðalmann og einn varamann í heilbrigðisnefnd.
8. Hafnasamlag Norðurlands. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann af sjö og jafnmarga til vara í Hafnasamlagi Norðurlands samkvæmt hafnalögum, nr. 61/2003.
9. Molta ehf. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í stjórn Moltu ehf. Nr. 125 25. janúar 2021
10. Flokkun ehf. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í stjórn Flokkunar ehf.
11. Gróðurverndarnefnd. Búnaðarsamband Eyjafjarðar tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í sameiginlega gróðurverndarnefnd fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp skv. 19. gr. laga um landgræðslu, nr. 17/1965.
12. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga kýs sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa á landsþing sambandsins.
13. Minjasafnið á Akureyri. Skv. stofnskrá um Minjasafnið á Akureyri frá 9. desember 1998 skulu sveitarfélögin, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skipa sameiginlega tvo fulltrúa í stjórn safnsins og jafnmarga til vara. Kjörtímabil stjórnar er fjögur ár og er hið sama og sveitarstjórna.
14. Minjasafnið á Akureyri. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann og annan til vara á aðalfund.
15. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlegan einn fulltrúa í stjórn SSNE. Stjórnarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára, í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.
16. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipar tvo þingfulltrúa á þing SSNE og jafnmarga til vara. Kjörgengir eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga, varamenn þeirra og framkvæmdastjórar. Þingfulltrúar eru skipaðir til fjögurra ára, í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.
17. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar skal skipuð sjö mönnum til eins árs í senn. Sveitarfélög í Eyjafirði tilnefna tvo fulltrúa, sbr. 4. gr. skipulagsskrár Símenntunarmiðstöðvarinnar frá 29. mars 2000. Akureyrarbær tilnefnir annan fulltrúann og hin sveitarfélögin tilnefna sameiginlega hinn fulltrúann. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti.
18. Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Akureyrarbær, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
19. Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Fjallabyggð, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
20. Skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Akureyrarbær, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
21. Skólanefnd tónlistarskóla. Einn aðalmann af fjórum og jafn margir til vara í samvinnu við Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Grýtubakkahrepp í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar skv. 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985.
22. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipar tvo aðalmenn og jafnmarga til vara til að annast svæðisskipulag Eyjafjarðar.
23. Þjónustuhópur aldraðra. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra, sbr. 7. gr. laga, nr. 125/1999 um málefni aldraðra og reglugerð nr. 466/2012, um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma.
24. Þjónusturáð um þjónustu við fatlaða. Sveitarstjórn kýs einn aðalmann í þjónusturáð á sameiginlegu þjónustusvæði um þjónustu við fatlaða í Eyjafirði, sbr. gr. 3.2. í samningi fimm sveitarfélaga við Eyjafjörð frá 22. desember 2010.
25. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sbr. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, nr. 68/1994.
26. Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs. Byggðasamlagið annast lögbundin verkefni skipulags- og byggingarfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps, sbr. 5. mgr. 7. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010 og 4. mgr. 6. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, sbr. einnig 93. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og sveitarstjórn kýs einn af fjórum aðalmönnum og einn til vara í stjórn byggðasamlagsins. Nr. 125 25. janúar 2021 41. gr. Verkefnabundnar nefndir. Sveitarstjórn getur skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils sveitarstjórnar eða fyrr ef verki nefndarinnar er lokið. Sveitarstjórn getur afturkallað umboð slíkrar nefndar hvenær sem er.
Sveitarstjórn setur nefndum erindisbréf eftir því sem við á.
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða og vísað til síðari umræðu.