Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1170. fundur
**Afgreiðslur:** **1. 2201047 Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Húnaþings vestra 2022**. Lögð fram til kynningar. **2. 2211008 Kæra vegna álagningar fjallskila jarðarinnar Flatnefsstaða.** Sveitarstjóra er falið að afla gagna og svara kærunni í samráði við lögmann sveitarfélagsins. **3. 2303030 Hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa**. Lagt fram til kynningar. **4. 2303017 Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga** sem fram fer 31. mars nk. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri situr fundinn fyrir hönd sveitar-félagsins og fer með atkvæðisrétt. **5. 2303026 Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Miðfirðinga** sem fram fer 30. mars nk. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs situr fundinn fyrir hönd sveitar-félagsins og fer með atkvæðisrétt. **6. 2303031 Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru** sem fram fer 28. mars nk. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs situr fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og fer með atkvæðisrétt. **7. 2303034 Fundarboð á eigendafund Byggðasafns Húnvetninga og Stranda-manna** sem fram fer 18. apríl nk. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri situr fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og fer með atkvæðisrétt. **8. 2303033 Reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra**. Lögð fram drög að uppfærðum reglum um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra ásamt minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í meginatriðum felast breytingarnar í seinkun á skilafresti umsókna til 15. júlí ár hvert og skýrari ákvæðum um styrki til þeirra sem eru í hlutastörfum hjá sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. **9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:** **a. 2303018 91. fundar stjórnar SSNV frá 7. mars 2023.** **b. 2303019 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 17. febrúar 2023.** **10. Umsagnarbeiðnir:** **a. 2303010 Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál. Umsagnarfrestur til 14. mars 2023**. Byggðarráð vísar til umsagnar sinnar sem samþykkt var á 1153. fundi ráðsins þann 17. október 2022. **b. 2303012 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsgreiningar (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Umsagnarfrestur til 17. mars 2023.** Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið. **c. 2303013 Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn haturs-orðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Umsagnarfrestur til 23. mars 2023. **Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið. **d. 2303014 Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál. Umsagnarfrestur til 23. mars 2023.** Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið. **e. 2303016 Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál. Umsagnarfrestur til 23. mars 2023.** Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið. **Bætt á dagskrá.** **11. Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.**
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:05.