Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Þverárréttar - 67. fundur
= Fjallskilanefnd Þverárréttar =
Dagskrá
Gestir fundarins undir fyrsta lið fundarins voru Ingimundur Jónsson, Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Kolbeinn Magnússon sem skipa fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar.
=== 1.Umræður um samvinnu Þverárafréttar og Rauðsgilsafréttar ===
2303102
Rædd var möguleg samvinna afréttana og með hvaða hætti það yrði gert.
Ákveðið var að boða til umræðufundar með félagsmönnum í báðum afréttarfélögum til að ræða möguleika á sameiningu. Boðað verður til fundarins 21. mars kl 20:00 og verður fundurinn haldin í Logalandi. Allir félagar í upprekstrarfélögum eru hvattir til að mæta á fundinn.
=== 2.Göngur og réttir 2023 ===
2303103
Rætt um tímasetningar leita.
Fjallskilanefnd Þverárréttar óskar eftir heimild til að flýta leitum um eina viku haustið 2023 og verði því aðra helgina í september. Breytingin er samkvæmt 15 gr. fjallskilasamþykktar, 8. lið, þannig að leitartími breytist á svæðinu og færist allar leitir fram um eina viku. Fyrstu leitir hefjist þá aðra helgina í september.
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
Greinargerð:
Í fjallskilasamþykkt kemur fram að tímasetning leita á svæði Upprekstar Þverárréttar er „laugardagur og sunnudagur sem falla á tímabilið 12 .og 13. til 18. og 19. september“ og „fyrstu Þverárréttir eru mánudag sem fellur á tímabilið 14.- 20. september“ sem þýðir að leitir færast til eftir því hvernig á dagatalinu stendur. Nú þegar sauðfjárbændur fá ekki of mikið fyrir afurðir sínar, skiptir máli að hægt sé að farga lömbum snemma í september þegar meira er borgað fyrir hvert kíló af kjöti.
Þá skiptir máli hvenær mánaðarins leitir eru, s.s. vegna dagsbirtu en þar getur munað nokkru milli helga. Nefndin telur eðlilegt að leitartímar verði festir í sessi, svo farið verði í leitir í framtíðinni aðra helgina í september öll ár og telur nefnin æskilegt að sú breyting verði gerð á fjallskilareglugerð næst þegar hún verður uppfærð.
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
Greinargerð:
Í fjallskilasamþykkt kemur fram að tímasetning leita á svæði Upprekstar Þverárréttar er „laugardagur og sunnudagur sem falla á tímabilið 12 .og 13. til 18. og 19. september“ og „fyrstu Þverárréttir eru mánudag sem fellur á tímabilið 14.- 20. september“ sem þýðir að leitir færast til eftir því hvernig á dagatalinu stendur. Nú þegar sauðfjárbændur fá ekki of mikið fyrir afurðir sínar, skiptir máli að hægt sé að farga lömbum snemma í september þegar meira er borgað fyrir hvert kíló af kjöti.
Þá skiptir máli hvenær mánaðarins leitir eru, s.s. vegna dagsbirtu en þar getur munað nokkru milli helga. Nefndin telur eðlilegt að leitartímar verði festir í sessi, svo farið verði í leitir í framtíðinni aðra helgina í september öll ár og telur nefnin æskilegt að sú breyting verði gerð á fjallskilareglugerð næst þegar hún verður uppfærð.
Fundi slitið - kl. 22:00.