Mosfellsbær
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 5
==== 21. mars 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
- Kristbjörg Hjaltadóttir
== Fundargerð ritaði ==
Kristbjörg Hjaltadóttir Stjórnandi félagsþjónustu
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 ==
[202302464](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302464#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Drög að uppfærðri jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 kynnt fyrir velferðarnefnd.
Jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar kom og kynnti drög að uppfærðri jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026. Unnið verður áfram að endurskoðuninni og stefnt að því að ljúka endurskoðun í apríl 2023.
== Gestir ==
- Hanna Guðlaugsdóttir
== 3. Styrkbeiðnir á sviði félagsþjónustu 2023 ==
[202210119](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210119#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Tillaga um úthlutun styrkja ársins 2023 lögð fram. Afgreiðsla velferðarnefndar eins og einstök mál nr. 3-6 bera með sér.
Frestað vegna tímaskorts.
== 4. Umsókn um styrk vegna verkefnisins Samvera og súpa ==
[202210181](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210181#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Umsókn Samveru og súpu um rekstrarstyrk fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar.
Frestað vegna tímaskorts.
== 5. Beiðni um styrk ==
[202210518](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210518#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Umsókn Félags heyrnarlausra um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli lögð fram til samþykktar.
Frestað vegna tímaskorts.
== 6. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2023 ==
[202211277](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211277#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2023 lögð fram til samþykktar.
Frestað vegna tímaskorts.
== 7. Umsókn um styrk - jólasöfnun FÍ ==
[202210535](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210535#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Umsókn Fjölskylduhjálpar um styrk lögð fram til samþykktar.
Frestað vegna tímaskorts.
== 8. Fjölgun NPA samninga á árinu 2023 ==
[202303153](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303153#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Bréf félags- og vinnumarkaðsráðuneytis vegna væntanlegrar fjölgunar NPA samninga lagt fram til umræðu. Mál tekið fyrir á fundi bæjarráðs 9. mars 2023.
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar lýsir vonbrigðum sínum yfir því að tafir við setningu verklagsreglna á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins valdi því að innleiðing notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) tefjist hjá ríkinu. Velferðarnefnd tekur undir bókun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6. mars síðastliðnum þar sem segir m.a. „Stjórn SSH hvetur ráðuneytið til að ljúka gerð umræddra verklagsreglna sem allra fyrst til að eyða óvissu í málaflokknum og ítrekar nauðsyn þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar um þátttöku í nýjum samningum um NPA.“
== 9. Húsnæðisáætlun 2023 ==
[202303567](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303567#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Drög að húsnæðisáætlun 2023 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 sem hér er kynnt byggir á þeirri stöðu og þeim áætlunum sem nú eru í gildi. Velferðarnefnd leggur áherslu á að sérstaklega verði skoðað að fjölga félagslegum leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins enn hraðar en kemur fram í þessari áætlun og að gert verði ráð fyrir því í fjárfestingaráætlun Mosfellsbæjar. Einnig að velferðarsviði verði falið það verkefni að greina búsetuþörf fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir í Mosfellsbæ til framtíðar svo móta megi stefnu um uppbyggingu búsetuúrræða í takti við þörf á hverjum tíma.
Varðandi leiguíbúðir fyrir eldri borgara, væri æskilegt að fram kæmi hversu margir þeirra sem eru á biðlista eftir slíkum íbúðum eigi lögheimili í Mosfellsbæ.
== 10. Samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks- bókun stjórnar ==
[202208758](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202208758#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Samningur um samræmda móttöku flóttafólks kynntur fyrir velferðarnefnd.
Velferðarnefnd fagnar því að Mosfellsbær hafi undirritað samkomulag um samræmda móttöku flóttafólks við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Samningurinn er forsenda þess að ráðuneytið komi með fjárframlög inn í móttöku flóttafólks. Flóttafólk kemur til Mosfellsbæjar hvort sem við erum með samning um móttöku eða ekki. Með því að taka þátt í verkefninu er því tryggt að við fáum fjármagn til að standa undir kostnaði við að þjónusta flóttafólk sem flytur í bæinn á markvissan hátt með ráðgjöf og stuðningi til að tryggja farsæla móttöku þess.
=== Afbrigði ===
== 2. Breytingar á reglum um NPA 2023 ==
[202303782](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303782#p50drnbwtusbg56s3afliw1)
Breyting á reglum um NPA lögð fyrir til samþykktar til samræmis við úrskurð úrskurðanefndar velferðarmála frá 25. nóvember 2022.
Breytingar á reglum um NPA samþykktar með fimm atkvæðum.
=== Fundargerðir til staðfestingar ===
== 11. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1618 ==
[202303025F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303025F#p50drnbwtusbg56s3afliw1)