Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 27. fundur
= Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar =
Dagskrá
=== 1.Umræður um samvinnu Þverárafréttar og Rauðsgilsafréttar ===
2303102
Rætt um samstarf um fjallskil við fjallskilanefndir Hvítársíðu og Þverárhlíðar.
Á fundinum voru ræddir kostir og gallar samstarfs um fjallskil á afrétti og hugmyndir að girðingu á afrétti strikaðar á kort.
=== 2.Fjallskilasamþykkt ===
2206162
Rætt um breytingar þess efnis að fjáreigendur verði skyldugir til að fara með allt sitt fé á afrétt.
Nefndin tekur ekki afstöðu með þessu enn um sinn, en heldur umræðunni opinni. Ljóst er að ef til þess kemur, að við viljum framfylgja þessu verði að taka ákvörðun um það sem allra fyrst.
Fundi slitið - kl. 22:00.