Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 8. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Fljótstunga L134638 - Umsókn um stofnun lóða ===
2302227
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Fljótstunga 2, úr landinu Fljótstunga L134638. Um er að ræða 429.9m2 lóð undir starfsmannahús og verkstæði. Lóðin fer í notkunarflokkinn iðnaðar- og athafnalóð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Fljótstunga 2, stærð 429.9 m2 úr landinu Fljótstunga L134638. Lóðin verður nýtt sem iðnaðar- og athafnalóð.
=== 2.Hreðavatn L134772 - Umsókn um stofnun lóða ===
2302033
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóða, Hóll 1, Hóll 2 og Hóll 3, úr landinu Hreðavatns L134772. Um er að ræða 5200 m2, hver lóð um sig, lóðirnar fara í notkunarflokkinn sumarhúsaland.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðanna Hóll 1, Hóll 2 og Hóll 3, stærð 5200 m2, hver lóð um sig, úr landinu Hreðavatn L134772. Lóðirnar verða nýttar sem sumarhúsalóðir.
=== 3.Eskiholt 1 L135024 - Umsókn um stofnun lóðar ===
2303053
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Fannholt, úr landinu Eskiholt 1 L135024. Um er að ræða 101,29 ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn annað land.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Fannholt, stærð 101,29 ha úr landinu Eskiholt 1 L135024. Lóðin verður nýtt sem annað land en ekki fylgja því heimildir til uppbyggingar.
=== 4.Litli-Kroppur 2 L234248_Umsókn um stofnun lóða ===
2303106
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Litli-Kroppur 2, úr landinu Litli-Kroppur L234248. Um er að ræða 1407m2 lóð fyrir íbúðarhús(Mhl 090101). Lóðin verður sett í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Litli-Kroppur 2, stærð 1407m2 úr landinu Litli-Kroppur L234248. Lóðin verður nýtt sem íbúðarhúsalóð.
Fundi slitið - kl. 15:00.