Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1639
**1639. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. mars 2023 og hófst hann kl. 15:00.**
**Fundinn sátu:** Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
**Einnig sátu fundinn:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
**Fundargerð ritaði:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Formaður óskar eftir að taka inn mál með afbrigðum sem þriðja mál:
2111026: Húsnæðismál Fisktækniskóla Íslands
Samþykkt samhljóða.
**Dagskrá:**
1. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og hafnarstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir tillögur að nýju skipuriti.
**2. Húsnæðisaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar - 2204050**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viljayfirlýsingu um gerð leigusamnings út yfirstandandi kjörtímabil í þágu félagsþjónustu- og fræðslusviðs á Hafnargötu 8, þ.e. Hælsvíkurhúsinu.
**3. Húsnæðismál Fisktækniskóla Íslands - 2111026**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tillaga
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viljayfirlýsingu um gerð leigusamnings til 10 ára með heimild til framleigu til Fisktækniskóla Íslands. Að liðnum 5 árum tekur Fisktækniskóli Íslands við skyldum leigutaka samkvæmt samningi á Hafnargötu 8, þ.e. Hælsvíkurhúsinu.
Með þessari viðleitni Grindavíkurbæjar er skorað á ríkisvaldið að tryggja skólanum húsnæðisframlag á fjárlögum til framtíðar í samræmi við aðra einkareknaframhaldsskóla.
Tillagan er samþykkt með 2 atkvæðum meirihluta, Hallfríður greiðir atkvæði á móti.
**4. Beiðni um viðauka - Búnaður í leikskóla - 2303042**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 600.000 kr. til kaupa á þurrkara í Laut. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**5. Málefni fatlaðs fólks - Beiðni um viðauka - 2303041**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 4.649.000 kr. til að mæta kostnaði við þjónustu í málaflokki fatlaðs fólks. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með hækkun á framlagi jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**6. Beiðni um fjárstuðning vegna eineltismála - 2303037**
Promis ehf. óskar eftir stuðningi að fjárhæð 250.000 kr. vegna kaupa á hettupeysum sem gefa á öllum 12 ára börnum á Suðurnesjum.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
**7. Hafnargata 12a (Kvikan) - beiðni um viðauka - 2303052**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni um viðauka vegna framkvæmda við útiglugga og hurðir í Kvikunni.
Á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2023 er samþykkt að setja 15 milljónir króna í verkefnið. Umsjónarmanni fasteigna reiknast til að kostnaðurinn verði rúmar 21 milljón króna og því er óskað eftir 6.300.000 kr. viðauka sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**8. Uppbygging lóða við Víðihlíð - 2303050**
Lagt fram bréf frá Synergía ehf./Render ehf., dags 13. mars 2023, varðandi uppbyggingu á lóðum merktum nr. 2, 3, 5 og 6 á deiliskipulagi fyrir Víðihlíð.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með hugmyndina í bréfinu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
**9. 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar - 2301116**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi í afmælisnefndina:
Aðalmenn:
Aðalgeir Johansen
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Emilía Ósk Jóhannesdóttir
Kristín E. Pálsdóttir
Lára Lind Jakobsdóttir
Varamenn:
Tómas Breki Bjarnason
Valdís Inga Kristinsdóttir
**10. Erindi frá stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2303034**
Lögð fram drög að ársreikningi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2022.
Enn fremur er lögð fram bókun stjórnar SSS vegna skuldar HES við S.S.S. sem stjórnin leggur til að greidd verði upp á tveimur árum. Hlutur Grindavíkurbæjar er 6.163.443 kr.
Bæjarráð staðfestir að Grindavíkurbær mun greiða sinn hlut.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00
== AÐRAR FUNDARGERÐIR ==
Skipulagsnefnd / 22. mars 2023
Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023
Bæjarstjórn / 1. mars 2023
Fræðslunefnd / 27. febrúar 2023
Bæjarráð / 23. febrúar 2023
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023
Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. febrúar 2023
Bæjarráð / 15. febrúar 2023
Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023
Bæjarráð / 8. febrúar 2023
Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023
Bæjarstjórn / 1. febrúar 2023
Skipulagsnefnd / 31. janúar 2023
Afgreiðslunefnd byggingamála / 19. janúar 2023
Bæjarráð / 18. janúar 2023
Frístunda- og menningarnefnd / 12. janúar 2023
Fræðslunefnd / 11. janúar 2023
Bæjarráð / 11. janúar 2023
Bæjarstjórn / 11. janúar 2023
Skipulagsnefnd / 10. janúar 2023
Bæjarstjórn / 28. desember 2022
Öldungaráð / 21. desember 2022
Bæjarráð / 21. desember 2022
Skipulagsnefnd / 20. desember 2022
Fræðslunefnd / 19. desember 2022
Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. desember 2022
Bæjarstjórn / 14. desember 2022