Fjarðabyggð
Fræðslunefnd - 123
**1. 2210162 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023**
|Skólastjóri Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla gerði grein fyrir skólanámskrá skólans og starfsáætlun og svaraði spurningum fundarfólks. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu og skýr svör.|
**2. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð**
|Til umræðu voru hugmyndir um breytingar á reglum um kennslutímaúthlutun til grunnskóla. Næsta skref er að funda með deildarstjórum sérkennslu í grunnskólunum. Fundarfólk var sammála um að vanda til verka. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.|
[Kynningarbréf á fundaröð Mennta- og barnamálaráðuneytis vorið 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hWvambnRPk6EqZmEqPGICg&meetingid=oI2FaMzdZkSV20VzOwu38g1
&filename=Kynningarbréf á fundaröð Mennta- og barnamálaráðuneytis vorið 2023.pdf)
[Reglur um úthlutun kennslustundafjölda til grunnskóla í Fjarðabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=8GxDsNARlU2J3P55Y2E6Rw1&meetingid=oI2FaMzdZkSV20VzOwu38g1
&filename=Reglur um úthlutun kennslustundafjölda til grunnskóla í Fjarðabyggð.pdf)
**3. 2110048 - Reglur um leikskóla**
|Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem sett er fram hugmynd að breytingu á reglum um leikskóla. Breytingin gengur út á að foreldrar barna geti sótt um niðurfellingu leikskólagjalda milli jóla og áramóta, í dymbilviku og í vetrarfríi grunnskóla. Vonast er til að breytingin virki sem hvati fyrir foreldra til að gefa börnum frí þessa daga, sem auðveldar leikskólunum að verða við óskum starfsfólks um leyfi, en þeim óskum hefur fjölgað með möguleikanum á uppsöfnun á styttingu vinnuvikunnar. Ekki er gert ráð fyrir að kostnaður aukist við þessa breytingu. Fræðslunefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarráðs.|
[Undirritaðar reglur um leikskóla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=b8t8h53V40Ctecfws54bnQ&meetingid=oI2FaMzdZkSV20VzOwu38g1
&filename=Undirritaðar reglur um leikskóla.pdf)
[Minnisblað um breytingar á reglum um leikskóla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=y5nZl_TaiEo9nTbAbb6fQ&meetingid=oI2FaMzdZkSV20VzOwu38g1
&filename=Minnisblað um breytingar á reglum um leikskóla.pdf)
**4. 2209161 - Gjaldskrá leikskóla 2023**
|Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem sett er fram hugmynd að breytingu á gjaldskrá leikskóla árið 2023. Breytingin gengur út á að foreldrar barna geti sótt um niðurfellingu leikskólagjalda milli jóla og áramóta, í dymbilviku og í vetrarfríi grunnskóla. Vonast er til að breytingin virki sem hvati fyrir foreldra til að gefa börnum frí þessa daga, sem auðveldar leikskólunum að verða við óskum starfsfólks um leyfi, en þeim óskum hefur fjölgað með möguleikanum á uppsöfnun á styttingu vinnuvikunnar. Ekki er gert ráð fyrir að kostnaður aukist við þessa breytingu. Fræðslunefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarráðs.|
[Minnisblað um breytingar á reglum um leikskóla og gjaldskrá leikskóla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=3BovqWlZ3kGH0MiyuWEgXQ1&meetingid=oI2FaMzdZkSV20VzOwu38g1
&filename=Minnisblað um breytingar á reglum um leikskóla og gjaldskrá leikskóla.pdf)
[Gjaldskrá - Leikskóli - 1.1.2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=UgWCN8u2Bk2GXQq4GyvZaw&meetingid=oI2FaMzdZkSV20VzOwu38g1
&filename=Gjaldskrá - Leikskóli - 1.1.2023.pdf)