Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1171. fundur
1171. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 27. mars 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.
Fundarmenn
Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.
Starfsmenn
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.
**Afgreiðslur:** **1. 2301002 Staðfesting á sérreglum um byggðakvóta.** Lögð fram til kynningar. Matvælaráðuneyti samþykkir sérreglur þær sem bókaðar voru á 1163. fundi byggðarráðs þann 9. janúar sl. **2. 2303028 Tilboð í ræstingar skv. útboði**. Eitt tilboð barst í ræstingar á stofnunum sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Dictum ræstingar ehf. í samræmi við niðurstöðu útboðsins. **3. 2303037 Fundarboð fulltrúaráðsfundar Stapa lífeyrissjóðs **sem fram fer 12. apríl 2023. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fer með atkvæðisrétt. **4. 2303044 Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.** Lögð fram tillaga að reglum Barnaverndarþjónustu Mið – Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Reglurnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið – Norðurlands og kynntar á framkvæmdaráðsfundi þann 16. mars sl. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. **5. 2303045 Tilnefning í stafrænt ráð Norðurlands vestra.** Byggðarráð tilnefnir Elínu Jónu Rósinberg sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í stafrænt ráð Norðurlands vestra. **6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:** **a. 2303039 1. fundur framkvæmdaráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands frá 16. mars 2023.** **b. 2303040 4. fundur framkvæmdaráðs fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 16. mars 2023.** **c. 2303042 920. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. mars 2023.** **d. 2303046 92. fundur stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 15. mars 2023.** **Bætt á dagskrá:** **7. Stefna.** Lögð fram til kynningar stefna frá JS lögmannsstofu fyrir hönd Odds Sigurðarsonar vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs í apríl 2022. Sveitarstjóri hefur falið lögmönnum sveitarfélagsins að taka til varna og annast málið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:30