Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 36
|Guðrún Björg Bragadóttir, kemur sem gestur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 1.|
**1. 2303025 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2023**
|Það er í gangi mikil uppbygging bæði á gistimöguleikum og afþreyingu og meira væntanlegt.|
Nefndin tekur undir að skoða þurfi salernismál fyrir ferðamenn í héraðinu og vegamálin sem er sameiginlegt baráttuefni Dalamanna.
Nefndin þakkar Guðrúnu kærlega fyrir komuna og samtalið.
**2. 2208004 - Vegamál**
|Nefndin hefur vinnu við forgangsröðun vegaframkvæmda.|
Fram að næsta fundi verði tekin saman gögn, tölur og fleira sem gagnast til úrvinnslu við að setja fram forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð.
Hlutir sem horft verður til eru m.a. áætluð dagsumferð, slysatíðni, umferðaróhöpp, ófærðardagar, staða framkvæmda, búseta í sveitarfélaginu, leiðir skólabíla, hverskonar fyrirtækjarekstur, framkvæmdir síðustu ára í sveitarfélaginu, samgönguáætlun stjórnvalda, samgöngu- og innviðaáætlun SSV o.s.frv.
Unnið verði skjal sem verður birt opinberlega fyrir samráð við íbúa Dalabyggðar og í framhaldið metið hvort kalla þurfi saman vinnufund íbúa áður en endanleg forgangsröðun er send stjórnvöldum.
**3. 2210026 - Uppbygging innviða**
|Erindisbréf vinnuhóps lagt fram til kynningar.|
Breyting hefur orðið frá síðasta fundi nefndarinnar að styrkur SSV sem fékkst úr C1 verði greiddur áfram til Dalabyggðar. Í ljósi þess að við hlutverk hópsins bætist gerð tillögu um nýtingu fjármunanna kemur formaður atvinnumálanefndar inn í vinnuhópinn.
[Erindisbref_atvinnuhusnaedi_til_stadfestingar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ZOn0xBA8EEilcCbVs4Mtpw&meetingid=LGpvyURbY0yQvOQy9DHdSQ1)
**4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023**
|Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 2.|