Skagafjörður
Byggðarráð Skagafjarðar
= Byggðarráð Skagafjarðar =
Dagskrá
=== 1.Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki ===
2303124
Málið áður á dagskrá 40. fundar byggðarráðs, þann 22. mars 2023. Lagt fram ódagsett erindi sem barst 10. mars 2023 frá Þór Brynjarssyni ehf. og Hopp. Óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur milli Skagafjarðar og sérleyfishafa Þór Brynjarsson ehf. um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki. Ágúst Þór Brynjarsson og Rúnar Þór Brynjarsson sérleyfishafar Hopp í Skagafirði tóku þátt í fundinum ásamt Eiríki Rafni Rafnssyni fulltrúa Hopp, undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að útfæra þjónustusamning í samstarfi við umsækjendur og leggja fyrir byggðarráð.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að útfæra þjónustusamning í samstarfi við umsækjendur og leggja fyrir byggðarráð.
=== 2.Sundlaug Sauðárkróks, áfangi 2, múrverk útboð 2023 ===
2303253
Lögð fram verklýsing og útboðslýsing vegna áfanga 2 við Sundlaug Sauðárkróks, múrverk og flísalagnir. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
=== 3.Sundlaug Sauðárkróks, skýli yfir vinnusvæði ===
2303261
Lögð fram útboðsgögn vegna byggingar bráðabirgðaskýlis yfir vinnusvæði við Sundlaug Sauðárkróks, vegna vinnu við múrverk og flísalagnir. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða út byggingu bráðabirgðaskýlis yfir vinnusvæði við Sundlaug Sauðárkróks vegna vinnu við múrverk og flísalagnir.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða út byggingu bráðabirgðaskýlis yfir vinnusvæði við Sundlaug Sauðárkróks vegna vinnu við múrverk og flísalagnir.
=== 4.Varmahlíð - VH-03, ný dæla, frágangur umhverfis og yfirfallslögn ===
2303260
Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir virkjun á holu VH-03 við Norðurbrún í Varmahlíð. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
=== 5.Ferðaþjónusta í Skagafirði ===
2303262
Lagt fram ódagsett bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, móttekið 27. mars 2023, þar sem fyrirtækið lýsir áhuga á að standa að ráðstefnu um „Ferðaþjónustu í Skagafirði“ áskoranir og tækifæri, í samstarfi KS og sveitarfélagsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því áfram til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því áfram til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
=== 6.Svæðisáætlun sveitarfélaga ===
2111190
Lögð fram tillaga að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, til kynningar 17. febrúar 2023.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn framlagðar athugasemdir við svæðisáætlunina til SSNV.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn framlagðar athugasemdir við svæðisáætlunina til SSNV.
=== 7.Aðalfundur Norðlenskrar orku ehf. ===
2303218
Lagt fram aðalfundarboð Norðlenskrar orku ehf. þann 7. apríl 2023 á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna með sölu á hlutafé sveitarfélagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna með sölu á hlutafé sveitarfélagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.
=== 8.Ósk um tilnefningu í stafrænt ráð Norðurlands vestra ===
2303203
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. mars 2023 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í Stafrænt ráð landshlutans.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri verði fulltrúi Skagafjarðar í ráðinu.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri verði fulltrúi Skagafjarðar í ráðinu.
=== 9.Könnun um innleiðingu hringrásarhagkerfis og ósk um þátttökusveitarfélög í BÞHE innleiðingu ===
2303242
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. mars 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi könnun um innleiðingu hringrásarhagkerfis og ósk um þátttökusveitarfélög í BÞHE (borgað þegar hent er) innleiðingu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að fá að taka þátt í BÞHE innleiðingu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að fá að taka þátt í BÞHE innleiðingu.
=== 10.Tillaga kjörnefndar SÍS að fulltrúa í stjórn ===
2303255
Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 23. mars 2023, til allra landsþingsfulltrúa og sveitarfélga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi tillögu kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins.
Fundi slitið - kl. 14:59.