Vesturbyggð
Bæjarráð - 959
= Bæjarráð #959 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 28. mars 2023 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri
== Almenn erindi ==
=== 1. Framkvæmdaáætlun ársins 2023 ===
Umræður um framkvæmdaáætlun Vesturbyggðar 2024-2029.
Bæjarráð þakkar yfirferðina á framkvæmdaáætlun ársins og leggur til að farið verið yfir hana reglulega á árinu.
=== 2. Heimastjórnir í Vesturbyggð ===
Lagt er fram minnisblað frá Róbert Ragnarssyni, KPMG, dags. 8. mars sl., varðandi innleiðingu heimastjórna í Vesturbyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að innleiðingu heimastjórna í Vesturbyggð í samræmi við minnisblaðið. Lagt er til að umræður um heimastjórnarfyrirkomulagið fari fram á á samráðsfundum með íbúum vegna sameiningaviðræður.
=== 3. Ósk um upplýsingar um stöðu slökkviliðs og vinnslu brunavarnaáætlunar ===
Lagður fram tölvupóstur dags. 7. mars sl. varðnandi eftirfylgni með erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu slökkviliðsins og vinnslu brunavarnaáætlunar.
Bæjarstjóra er falið að svara erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
== Til kynningar ==
=== 5. Sameiginlegt bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa ===
Lagt fram sameiginlegt bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. mars sl. vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
=== 6. Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna ===
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 15. mars sl. varðandi innleiðinu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðana, könnun á stöðu.Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.mars sl., varðandi innleiðinu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðana, könnun á stöðu.
Lagt fram til kynningar.
=== 7. Stofnframlag HMS til umsóknar vor 2023 ===
Kynnt er auglýsing um opnun fyrir umsóknir um stofnframlög sem rennur út 17. apríl 2023, sem barst í tölvupósti 21. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.
=== 8. Styrkvegir 2023 umsóknir ===
Lagðar fram til kynningar umsóknir Vesturbyggðar til Vegagerðarinnar vegna styrkvega 2023.
Lagt fram til kynningar.
=== 9. Fallinn ljósastaur Bíldudal skortur á viðhaldi ===
Kynntur tölvupóstur til Vegagerðarinnar, þar sem farið er yfir bágt ástand á ljósastaurum við Dalbraut Bíldudal. Vegagerðinn er í tölvupósti hvött til úrbóta í þeim efnum. Í roki þann 22.03.2023 féll ljósastaur á Bíldudal vegna vindálag, en líkleg skýring hvers vegna staurinn hefur fallið er tæring.
Lagt fram til kynningar.
=== 10. Móttökuáætlun fyrir íbúða af erlendum uppruna - bæklingur. ===
Lagt fram til kynningar ódags. bréf frá Fjölmenningarsetri, sem barst í mars, vegna móttökuáætlunar fyrir íbúa af erlendum uppruna.
Lagt fram til kynningar.
=== 11. Tilkynning um kæru 20-2023 vegna útgefins nýtingarleyfi til nýtingar jarðhita á Krossholti á Barðaströnd ===
Kynnt er bréf Björns Jóhannessonar hrl., f.h. Vesturbyggðar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. mars 2023, með athugasemdum Vesturbyggðar vegna kæru til ÚUA vegna útgáfu nýtingarleyfis á jarðhita á Krossholti á Barðaströnd.
Lagt fram til kynningar.
=== 12. Áhrif orkuskipta á hafnarsvæði, skýrsla ===
Kynnt er skýrsla um áhrif orkuskipta á hafnarsvæði, útgefin af Bláma í febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
=== 13. Neysluvatnssýni Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 2023 ===
Lagt fram til kynningar neysluvatnssýni Patreksfirði og Bíldudal, sem tekin voru 20. mars sl.
Sýnin standast gæðakröfur.
Lagt fram til kynningar.
=== 14. Sveitarfélag ársins 2023 ===
Lagt er fram tölvupóstur Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 27. febrúar 2023, ásamt meðfylgjandi bréfi þar sem Vesturbyggð er boðin þátttaka í könnuninni "Sveitarfélag ársins 2023".
Lagt fram til kynningar.
=== 15. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 ===
Lagðar fram til kynningar 919. og 920. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
=== 16. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023 ===
Lögð fram til kynningar 212. fundargerð Breiðafjarðarnefndar sem haldinn var 14. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
=== 17. Til samráðs - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ===
Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 10. mars sl. þar sem óskað er samráðs um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
=== 18. Til samráðs - Frumlag til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61-2003 (gjaldtaka og fleira). ===
Lögð er fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar um frumvarpsdrög að hafnalögum, dags. 7. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.
=== 19. Mál nr. 782 um breytingu á lögum málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar). ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Velferðarnefndar Alþingis dags. 8. mars sl. með beiðni um umsögm um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar).
Lagt fram til kynningar.
=== 20. Mál nr. 126 um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Ósk um umsögn. ===
Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 9. mars sl. þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Lagt fram til kynningar.
=== 21. Mál nr. 128 um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla). Ósk um umsögn. ===
Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 9 mars sl. þar sem óskar er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla).
Lagt fram til kynningar.
=== 22. Mál nr. 165 um brottfall laga um orlof húsmæðr, nr. 53-1972, með síðari breytingum. ===
Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 9. mars sl. þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum.
Lagt fram til kynningar.
=== 23. Mál nr. 795 um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 ===
Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 9. mars sl. þar sem óskað er umsagnar við tillögu til þingsályktunar um aðgerðir gegn hatursorðu fyrir árin 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:01**