Mosfellsbær
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 66
==== 29. mars 2023 kl. 11:30, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
== Fundargerð ritaði ==
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Hamrar hjúkrunarheimili - deiliskipulagsbreyting ==
[202209130](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209130#icibbptvgugzdeoindrcuq1)
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hömrum að Langatanga 2A. Breytingin felur í sér möguleika á að fjölga hjúkrunarrýmum úr 40 í 74. Stækkun byggingarreitar er til norðurs þar sem heimilt verður, í samræmi við gildandi deiliskipulag að byggja þriggja hæða hús, mest 12 m hátt. Einnig er heimilt að hafa kjallara undir byggingu þar sem aðstæður leyfa. Áfram verður aðalaðkoma að hjúkrunarheimilinu frá Langatanga en gert er ráð fyrir nýrri þjónustuaðkomu frá Skeiðholti. Horfið er frá kröfu um 3 m háa hljóðvörn á milli Langatanga og bílastæða hjúkrunarheimilis og litið til annarra lausna. Deiliskipulagsbreytingin var unnin í samræmi við kynnta skipulagslýsingu verksins. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Breytingin var send á Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlitið HEF, Eir Hjúkrunarheimili, Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Athugasemdafrestur var frá 09.02.2023 til og með 26.03.2023. Jákvæðar umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.02.2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 15.02.2023.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast afgreiðslu deiliskipulagsins skv. 1. mgr. 42.gr. sömu laga.
[FylgiskjalUppdráttur deiliskipulagstillögu.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=9ci4cglxdkCtCX8ru4xebQ&meetingid=icibBptVGUGzDeOINdRcuQ1&filename=Uppdráttur deiliskipulagstillögu.pdf) [FylgiskjalSkuggavarp deiliskipulagstillögu.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=7Fu75zWRMUatRvJGV8nFsA&meetingid=icibBptVGUGzDeOINdRcuQ1&filename=Skuggavarp deiliskipulagstillögu.pdf) [FylgiskjalUmsögn MÍ 15 febrúar 2023 - Hamrar hjúkrunarheimili Langitangi deiliskipulagsbreyting.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=gzmpgTIfy0CAqeKjTfxd6g&meetingid=icibBptVGUGzDeOINdRcuQ1&filename=Umsögn MÍ 15 febrúar 2023 - Hamrar hjúkrunarheimili Langitangi deiliskipulagsbreyting.pdf) [FylgiskjalUmsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=Csmd9ltUM0uqxueOuyH6A&meetingid=icibBptVGUGzDeOINdRcuQ1&filename=Umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdf) [FylgiskjalHamrar hjúkrunarheimili við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting - Athugasemdafrestur er til 26. mars 2023 .pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=E8p1u5_IwE21IaXTNLOI_A&meetingid=icibBptVGUGzDeOINdRcuQ1&filename=Hamrar hjúkrunarheimili við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting - Athugasemdafrestur er til 26. mars 2023 .pdf) [FylgiskjalLangitangi 2a - deiliskipulagsbreyting - kynning á vef.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=fYX57voWM0iob1uzNYm2wg&meetingid=icibBptVGUGzDeOINdRcuQ1&filename=Langitangi 2a - deiliskipulagsbreyting - kynning á vef.pdf)
== 2. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202211363](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211363#icibbptvgugzdeoindrcuq1)
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Dagný Tómasdóttur, fyrir útlitsbreyingum og breyttu innra skipulagi parhúss að Grenibyggð 22-24, í samræmi við gögn. Breytingin felur í sér að bílskúrum húsa er breytt í vinnustofu og geymslu, bílskúrshurð er skipt út fyrir glugga og glerjaða hurð. Uppdrættir sýna að áfram verði bílaeign geymd innan lóðar. Erindinu var vísað til umsagnar á 487. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa að Grenimel, 13, 15, 17, 20 og 26.