Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 45. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Til fundarins koma fulltrúar ÍGF til að ræða innleiðingu á fjórðu tunnunni, hirðudagatal, fræðslu og kynningarmál.
=== 2.Sorphirðusamningur 2017-2022 ===
2202076
Samkvæmt kafla 1.1.8. í útboðsgögnum vegna sorpsamnings sem samþykktur var árið 2017 getur verkkaupi einhliða með tilkynningu framlengt verktíma samnings til eins árs, alls tvisvar sinnum. Þegar hefur samningur um sorphirðu verið framlengdur um eitt ár.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja sorphirðusamningi um eitt ár sbr. ákvæði í útboðsgögnum og verksamningi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
=== 3.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Fyrstu drög að verklagsreglum vegna smölunar ágangsfjár lögð fram til umræðu.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd mun vinna málið áfram fram að næsta fundi. Stefnt er að því að klára afgreiðslu málsins í apríl.
=== 4.Minnisblað um ráðstöfun dýraleifa ===
2303093
Lagt fram til kynningar minnisblað unnið af Stefáni Gíslasyni hjá Environice ehf. fyrir SSV um ráðstöfun dýraleifa, þ.m.t. um ábyrgð sveitarstjórna og mögulegar úrvinnsluleiðir.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar ítarlegt og gott minnisblað.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Refa og minkaeyðing 2023 ===
2301065
Framlagt uppfært minnisblað starfsmanna.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdadeildar að afla frekar upplýsinga um mismunandi endurgreiðsluhlutfall sveitarfélaga vegna refaveiða.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Kynningarefni verður uppfært og leitast við að ná til íbúa með fræðslu og kynningarefni. Þá verður nýtt sorphirðudagatal birt á heimasíðu Borgarbyggðar og íslenska gámafélaginu.
Hreinsunarátök í þéttbýliskjörnum verði 18. - 24 apríl og hreinsunarátak í dreifbýli verði á tímabilinu 6. - 20. júní.