Vesturbyggð
Menningar- og ferðamálaráð - 27
= Menningar- og ferðamálaráð #27 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 30. mars 2023 og hófst hann kl. 10:00
====== Nefndarmenn ======
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) varamaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
====== Starfsmenn ======
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
====== Fundargerð ritaði ======
- Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
== Almenn mál ==
=== 1. Umsókn í Barnamenningarsjóð fyrir Skrímslastopp í Arnarfirði ===
Lögð var fram tillaga að umsókn Vesturbyggðar í Barnamenningarsjóð fyrir verkefnið Skrímslastopp í Arnarfirði í samstarfi við Bíldudalsskóla og Fjörulalla ehf.
Ráðið tekur vel í hugmyndina og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að senda inn umsókn í samræmi við umræður á fundinum.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30**
Anna Vilborg Rúnarsdóttir boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hennar stað.