Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 45. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Málefni Safnahúss Borgarfjarðar ===
2109182
Umræður um safnageymslur og varðveislu safnamuni.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Forstöðumaður menningarmála fór yfir umfang aðgerða í tengslum við flutninga á munum Safnahúss Borgarfjarðar úr geymslurými á Sólbakka. Fyrir liggur ákvörðun um að rýma geymslurnar til að koma til móts við þarfir Safnahúss Borgarfjarðar og Slökkviliðs Borgarbyggðar um bættan aðbúnað beggja stofnana.
Atvinnu,- markaðs-, og menningarmálanefnd leggur til að kostnaðar- og framkvæmdaráætlun á flutningi safnamuna á Bjarnabraut verði kynnt fyrir Byggðarráði.
Atvinnu,- markaðs-, og menningarmálanefnd leggur til að kostnaðar- og framkvæmdaráætlun á flutningi safnamuna á Bjarnabraut verði kynnt fyrir Byggðarráði.
=== 3.Atvinnumál í Borgarbyggð ===
1910025
Umræður um fyrirkomulag á súpufundinum sem haldinn verður 10. maí nk. kl. 08:30 - 10:30 í Hjálmakletti.
Nefndin fór yfir fyrirkomulagið á fyrirhuguðum súpufundi í maí.
Líkt og kom fram á síðasta fundi nefndarinnar er tilgangur fundarins að fá innsýn í hvað það er sem Borgarbyggð getur gert til að styðja betur við atvinnulífið í sveitarfélaginu. Nefndin hefur fengið í lið með sér Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi til þess að halda utan um umræður og skila skýrslu til nefndarinnar að fundi loknum. Nefndin mun síðan vinna út frá niðurstöðum skýrslunnar.
Líkt og kom fram á síðasta fundi nefndarinnar er tilgangur fundarins að fá innsýn í hvað það er sem Borgarbyggð getur gert til að styðja betur við atvinnulífið í sveitarfélaginu. Nefndin hefur fengið í lið með sér Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi til þess að halda utan um umræður og skila skýrslu til nefndarinnar að fundi loknum. Nefndin mun síðan vinna út frá niðurstöðum skýrslunnar.
=== 4.Innkoma í Borgarbyggð ===
2303284
Umræður um ímynd Borgarbyggðar á mörkum sveitarfélagsins.
Nefndin hefur hug á því að bæta ásýnd á mörkum sveitarfélagsins og leggur til að farið verði í hugmyndasamkeppni um hönnun og útlit á innkomu Borgarbyggðar.
Verkefnið verður auglýst síðar.
Verkefnið verður auglýst síðar.
=== 5.Ósk um fjárstuðning fyrir skiltum ===
2303285
Framlagt erindi frá Stefáni Stefánssyni dags. 14. febrúar sl. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá Borgarbyggð á uppsetning á skilti til að upplýsa um afþreyingu og þjónustu í efri byggðum Borgarfjarðar.
Nefndin þakkar Stefáni Stefánssyni fyrir framlagt erindi.
Nefndin sér sig ekki fært að styrkja þetta verkefni. Nefndin telur óæskilegt að sveitarfélag taki þátt í kostnaði á skilti sem auglýsir einungis valin fyrirtæki á grundvelli jafnræðis.
Nefndin sér sig ekki fært að styrkja þetta verkefni. Nefndin telur óæskilegt að sveitarfélag taki þátt í kostnaði á skilti sem auglýsir einungis valin fyrirtæki á grundvelli jafnræðis.
Fundi slitið - kl. 10:00.