Skagafjörður
Landbúnaðarnefnd
= Landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
Samþykkt var samhljóða í upphafi fundar að taka mál 2303259 og 2304008 á dagskrá með afbrigðum.
=== 1.Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár ===
2302044
Málið áður á 7. fundi landbúnaðarnefndar þann 27. febrúar 2023. Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023 varðandi ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti. Einnig lögð fram drög að tvenns konar bréfum frá sveitarfélaginu, til þess að nota vegna ágangsfjár.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að framlögð svarbréf verði notuð þegar við á.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að framlögð svarbréf verði notuð þegar við á.
=== 2.Starf markavarðar ===
2303210
Lilja Björg Ólafsdóttir bóndi á Kárastöðum, hefur farsællega gengt starfi markaumsjónarmanns fyrir Skagafjaðarsýslu um áratugaskeið. Samkvæmt 31. grein Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu skal sveitarstjórn kjósa markaumsjónarmann til átta ára í senn.
Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að Lilja Björg Ólafsdóttir verði kjörin markaumsjónarmaður Skagafjarðar til næstu átta ára. Landbúnaðarnefnd leggur jafnframt til að árleg þóknun til markaumsjónarmanns verði 60.000 kr.
Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að Lilja Björg Ólafsdóttir verði kjörin markaumsjónarmaður Skagafjarðar til næstu átta ára. Landbúnaðarnefnd leggur jafnframt til að árleg þóknun til markaumsjónarmanns verði 60.000 kr.
=== 3.Sorphirðumál dreifbýli ===
2303259
Rætt um gjaldskrá og framkvæmd sorphirðu í dreifbýli. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir málið.
=== 4.Eftirleitir í Staðarfjöllum ===
2212180
Borist hefur ósk frá Fjallskilasjóði Staðarhrepps um fjármagn til þess að greiða fyrir eftirleitir í Staðarfjöllum. Samskonar erindi tekið fyrir á 6. fundi landbúnaðarnefndar þann 9. janúar 2023. Landbúnaðarnefnd vísar til afgreiðslu máls 2302238 á 7. fundi nefndarinnar þar sem segir: "Landbúnaðarnefnd vísar til 7. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021 þar sem segir "Fjallskilastjórn metur allan fjallskilakostnað upprekstrarfélagsins til peningsverðs og jafnar honum á alla sauðfjár- og stóðhrossaeigendur upprekstrarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd ítrekar að fjallskilastjórnir eigi að leggja á fyrir öllum fjallskilakostnaði og þar með til eftirleita. Aukafjárveitingar til fjallskilanefnda vegna eftirleita dragast frá framlagi næsta árs."
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita fjallskilasjóðnum framlag til greiðslu framangreinds kostnaðar og verður fjárhæðin dregin af framlagi sveitarfélagsins 2023 til fjallskilasjóðsins.
Landbúnaðarnefnd ítrekar að fjallskilastjórnir eigi að leggja á fyrir öllum fjallskilakostnaði og þar með til eftirleita. Aukafjárveitingar til fjallskilanefnda vegna eftirleita dragast frá framlagi næsta árs."
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita fjallskilasjóðnum framlag til greiðslu framangreinds kostnaðar og verður fjárhæðin dregin af framlagi sveitarfélagsins 2023 til fjallskilasjóðsins.
=== 5.Úthlutun til fjallskilanefnda 2023 ===
2211228
Farið yfir óskir fjallskilasjóða um framlag úr sveitarsjóði árið 2023.
Landbúnaðarnefnd úthlutaði 4,2 milljón króna að þessu sinni af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd úthlutaði 4,2 milljón króna að þessu sinni af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
=== 6.Fjallsk.sjóður Skarðshrepps. ársreikningur 2022 ===
2303004
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Skarðshrepps vegna ársins 2022.
=== 7.Fjallskilasjóður Sauðárkróks, ársreikningur 2022 ===
2303291
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Sauðárkróks vegna ársins 2022.
=== 8.Fjallskilasjóður Rípurhrepps, ársreikningur 2022 ===
2303290
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Rípurhrepps vegna ársins 2022.
=== 9.Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps, ársreikningur 2022 ===
2303288
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhrepps vegna ársins 2022.
=== 10.Fjallskilasjóður Skefilsstaðahrepps, ársreikningur 2022 ===
2303287
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Skefilsstaðahrepps vegna ársins 2022.
=== 11.Fjallskilasjóður Deildardals, ársreikningur 2022 ===
2303286
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Deildardals vegna ársins 2022.
=== 12.Fjallskilasjóður Hrolleifsdals, ársreikningur 2022 ===
2303327
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Hrolleifsdals vegna ársins 2022.
=== 13.Upprekstrarfélag Akrahrepps, ársreikningur 2022 ===
2303331
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Upprekstrarfélag Akrahrepps vegna ársins 2022.
=== 14.Fjallskilasjóður Hofsóss og Unadals, ársreikningur 2022 ===
2304008
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Fjallskilasjóð Hofsóss og Unadals vegna ársins 2022.
=== 15.Fundur um málefni þjóðlendna 26. maí 2023 ===
2303011
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. mars 2023 frá forsætisráðuneytinu varðandi fundarferð starfsmanna ráðuneytisins um landið þar sem verður fundað með sveitarfélögum/sveitarstjórnum og forsvarsmönnum fjallskilanefnda. Fyrirhugað er að halda fund á Sauðárkróki fyrir Skagafjörð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþing vestra, þann 26. maí 2023.
Fundi slitið - kl. 12:12.