Borgarbyggð

Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 136. fundur

04.04.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Velferðarnefnd Borgarbyggðar =

Dagskrá Hákon Konráðsson félagsráðgjafarnemi sat fundinn. === 1.Trúnaðarbók 2022 === 2201037 Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreidd ein umsókn um fjárhagsstyrk. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. === 2.Samræmd móttaka flóttafólks === 2303023 á fundi velferðarnefndar 7. mars var farið yfir hugmyndina á bakvið að vera móttökusveitarfélag fyrir flóttamenn. Velferðarnefnd fól sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fá kynningu fyrir velferðarnefnd um hvað það þýði fyrir sveitarfélagið að vera móttökusveitarfélag. Umræðu og kynningu frestað til næsta fundar. === 3.Frumkvæðisathugun GEV á gæðum þjónustu barnaverndar === 2303272 Framlögð tilkynning frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um frumkvæðisathugun á gæðum þjónustu barnaverndar Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar. Ferill frumkvæðisathugunar kynntur. Skv upplýsingum frá GEV má gera ráð fyrir að niðurstöður athugunarinnar liggi fyrir í haust. === 4.Samþætting þjónustu við aldraða === 2209252 Á síðasta fundi velferðarnefndar var ákveðið að kanna hvort að áhugi sé hjá Brákarhlíð og HVE um að hefja vinnu við umsókn um að vera tilraunasveitafélag/þróunarsveitarfélag og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að ræða við þá aðila. Borist hefur jákvætt svar frá Brákarhlíð um samstarfið. Beðið er eftir svari frá HVE um afstöðu þeirra til málsins. Velferðarnefnd tilnefnir Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem tengilið félagsþjónustu við verkefnið ef HVE tekur jákvætt í samstarfið. Velferðarnefnd tilnefnir Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem tengilið félagsþjónustu við verkefnið ef HVE tekur jákvætt í samstarfið. === 5.Ungmennaráð Borgarbyggðar === 2302073 Kynning á störfum ungmennaráðs Borgarbyggðar. Frestað til næsta fundar. === 6.Umsókn um styrk vegna barnabókaheftis á táknmáli === 2303294 Lagt fram bréf frá Félagi heyrnarlausra sem hefur ákveðið að láta þýða og útfæra þekktar barnabækur yfir á íslenskt táknmál. Í bréfi frá félaginu segir: Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar „pabbi minn“ með svo góðum árangri og gleði fyrir börnin að ákveðið hefur verið að fara í framleiðslu á 5 bókum til viðbótar en í skoðun er hvaða bækur verði fyrir valinu. Þetta verkefni verður í höndum Sigríðar Völu Jóhannsdóttur og Sindra Jóhannssonar en bæði eru heyrnarlausir foreldrar ungra drengja og skilja því vel þörf þeirra fyrir barnabókaefni. Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns og viljum við hjá Félagi heyrnarlausra stuðla að því að heyrnarlaus börn hafi jafnan aðgang til slíks á við önnur börn. Félag Heyrnarlausra leitar því eftir stuðningi fyrirtækja og stofnana við kostun efnisins en áætlað er að lokið verði við þýðingu og upptökur bókanna 5 fyrir 1. mars 2023. Áætlaður kostnaður við þýðingu efnisins er um 2,4 milljónir króna. Í bréfi frá félaginu segir: Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar „pabbi minn“ með svo góðum árangri og gleði fyrir börnin að ákveðið hefur verið að fara í framleiðslu á 5 bókum til viðbótar en í skoðun er hvaða bækur verði fyrir valinu. Þetta verkefni verður í höndum Sigríðar Völu Jóhannsdóttur og Sindra Jóhannssonar en bæði eru heyrnarlausir foreldrar ungra drengja og skilja því vel þörf þeirra fyrir barnabókaefni. Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns og viljum við hjá Félagi heyrnarlausra stuðla að því að heyrnarlaus börn hafi jafnan aðgang til slíks á við önnur börn. Félag Heyrnarlausra leitar því eftir stuðningi fyrirtækja og stofnana við kostun efnisins en áætlað er að lokið verði við þýðingu og upptökur bókanna 5 fyrir 1. mars 2023. Áætlaður kostnaður við þýðingu efnisins er um 2,4 milljónir króna. Velferðarnefnd telur verkefnið afar mikilvægt fyrir börn og leggur til að verkefnið verði styrkt um 50.000 kr. Erindinu er vísað til afgreiðslu byggðaráðs. Elísabet Jónsdóttir deildarstjóri í fötlunarmálum og Sjöfn Hilmarsdóttir forstöðumaður Öldunnar mættu á fundinn. === 7.Aldan framtíðarsýn - starfshópur === 1912081 Á fundi velferðarnefndar 7. mars var rætt um hugmyndir að breytingu á starfsemi og skiplagi fyrir verndaða vinnu fatlaðra. Lagt var fram minnisblað þar sem farið var yfir breytingar á atvinnuþátttöku fatlaðra á undanförnum árum. Ákveðið var að ræða málið aftur á næsta fundi velferðarnefndar. Hugmyndir um breytt fyrirkomulag á atvinnumálum fatlaðra og móttöku á dósum rædd. Forstöðumaður Öldunnar og deildarstjóri í málefnum fatlaðra mættu á fundinn undir þessum lið. Ákveðið að þær vinni áfram að hugmyndavinnu í málinu í samstarfi við sveitarstjóra. Elísabet og Sjöfn yfirgáfu fundinn. Fundi slitið - kl. 15:00.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in