Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 219. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Ástríður Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Elsa Þorbjarnardóttir var áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og áheyrnafulltrúi grunnskóla Gróa Erla Ragnvaldsdóttir f. h. kennara. Áheyrnafulltrúi skólastjóra tónlistaskóla var Sigfríður Björnsdóttir og fulltrúi foreldra í tónlistaskólum var Hrafnhildur Tryggvadóttir.
=== 1.Barnamenningarhátíð á Vesturlandi 2022 ===
2301205
Sigfríður Björnsdóttir kemur til fundarins og ræðir Barnamenningarhátiðina.
Sigfríður Björnsdóttir skólastjóri Tónlistaskólans kemur til fundarins og kynnir fyrirkomulag Barnamenningarhátíðar sem fram fer 8.-13.maí. Dagskráin er mjög metnaðarfull og virkjar hina ýmsu krafta samfélagsins til listsköpunnar. Búið er að virkja ýmsar stofnannir samfélagsins til þáttöku. Lögð er áhersla á að viðburðir séu um allt sveitafélagið.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.
=== 2.Aðgerðaráætlun Borgarbyggð þegar börn eiga í samskiptavanda ===
2303216
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um hugmyndir að aðgerðaráætlun Borgarbyggðar vegna samskiptavanda hjá börnum.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir minnisblað um aðgerðaráætlun Borgarbyggðar "þegar börn eiga í samskiptavanda". Fræðslunefnd styður tillöguna og leggur áherslu á að flýta vinnunni eins mikið og hægt er. Fræðslunefnd leggur áherslu á að náið samstarf sé við stofnanir sem vinna með börnum í Borgarbyggð.
=== 3.Skóladagatöl fyrir leik-, grunn- og tónlistaskóla Borgarbyggðar 2023-2024 ===
2212191
Lagt fram til umræðu skóladagatöl, leik-grunn og tónlistaskóla Borgarbyggðar með umsögnum foreldraráða skólanna.
Lögð eru fram skóaldagatöl fyrir leik, grunn og tónlistaskóla Borgarbyggðar með umsögnum skólaráðanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirkomulag skipulagsdaga. Fræðslunefnd vísar því til skólaráða leik- og grunnskóla að taka afstöðu til þess hvort að skólarnir opni klukkan 10 eftir áramót.
=== 4.Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024 ===
2303217
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir nemendaspá fyrir Varmalandsdeild GBF fyrir næsta skólaár.
Sviðsstjóra Fjölskyldusviðs og formanni fræðslunefndar falið að vinna málið áfram í samráði við skólastjóra GBF. Fræðslunefnd hefur áhyggjur á fækkun nemenda á unglingastigi við Varmalandsdeild og vill samtal við foreldra í þeim hóp um málið.
=== 5.Börn af erlendum uppruna og íþróttir ===
2303184
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Túlkun á verklagsreglu um sóttvarnir vegna skólagöngu barna. ===
2302236
Lagt fram til kynningar
=== 7.Breyting á opnunartíma - sundlaugin á Kleppjárnsreykjum ===
2301061
Farið yfir vetraropnun fyrir sundlaugina á Kleppjárnsreykjum.
Fræðslunefnd eru kynntar tölur um aðsókn fyrir sundlaugina á Kleppjárnsreykjum. Fræðslunefnd óskar eftir samtali við forstöðumann íþróttamannvirkja á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 18:30.