Grindavíkurbær
Fræðslunefnd - Fundur 129
**129. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 2. mars 2023 og hófst hann kl. 16:30.**
Fundinn sátu:
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, formaður,
Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður,
Eva Rún Barðadóttir, aðalmaður,
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður,
Snædís Ósk Guðjónsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri,
Inga Þórðardóttir, skólastjóri,
Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri,
Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri,
Laufey Þórdís Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi,
Valdís Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi,
Kristín María Birgisdóttir, áheyrnarftr. grunnskóla,
Helga Rut Hallgrímsdóttir, áheyrnarftr. leikskóla,
Guðríður Sæmundsdóttir, áheyrnarftr. leikskóla.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Hvatningarverðlaun fræðslunefndar - 2301105**
Stjórnendur leik- og grunn- og tónlistarskóla ásamt áheyrnarfulltrúum sátu undir þessum lið.
Farið yfir verklagsreglur um afhendingu Hvarningarverðlaun fræðslunefndar Grindavíkurbæjar.
Auglýst er eftir tilnefningum að verkefnum innan Grindavíkurbæjar sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskóla, tónlistarskóla, félagsmiðstöð og skólaseli í Grindavík. Allir geta komið tilnefningu á framfæri
Stefnt er að afhendingu verðlaunanna í fyrstu viku júní 2023.
**2. Frístundaheimili og aðlögun nemenda sem eru að hefja grunnskólagöngu - 2301106**
Stjórnendur leik- og grunn- og tónlistarskóla ásamt áheyrnarfulltrúum sátu undir þessum lið.
Umræða um tilraunaverkefni frístundaheimilis með það að markmiði að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda og aðlögun nemenda í grunnskóla. Lagt upp með að um verði að ræða tveggja til þriggja vikna námskeið árið 2024. Áhugi verði kannaður með netkönnun.
**3. Skóladagatal 2023-2024 samræmdir dagar milli skóla - 2302116**
Stjórnendur leik- og grunn- og tónlistarskóla ásamt áheyrnarfulltrúum sátu undir þessum lið.
Farið yfir uppröðun skipulagsdaga fyrir skólaárið 2023-2024. Lagt verður upp með að allar skólastofnanir bæjarins taki einn sameiginlegan skipulagsdag. Fræðslunefnd leggur áherslu á skólarnir leggi áherslu á að samræma skipulagsdaga milli skólastiga.
**4. Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 2109132**
Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum sátu undir þessum lið.
Umræða um opnun leikskólanna milli jóla og nýárs í tengslum við vinnu um bætt starfsumhverfi leikskóla.
Málinu er frestað til næsta fundar.
**5. Sumarlokun leikskóla Grindavíkurbæjar - 2212026**
Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum sátu undir þessum lið.
Umræða um tillögu að stytta sumarlokun leikskólans Lautar úr 5 vikum í 4 og samræma þannig sumarlokun Lautar og Króks.
Bókun
Fræðslunefnd leggur til að vinna við tillögu sama hóps um samræmingu sumarlokanna leikskóla í Grindavík hefjist með formlegri kynningu tillögunnar til starfsmanna á leikskólanum Laut í marsmánuði.
Tillagan samanstendur af því að stytta sumarlokun leikskólans Lautar úr 5 vikum í 4 og samræma þannig sumarlokun Lautar og Króks.
Fræðslunefnd vill undirstrika að um samræmingu sumarlokanna sé að ræða en ekki styttingu sumarleyfa starfsmanna. Fræðslunefnd vill í samvinnu við starfsmenn og stjórnendur leikskólans finna bestu mögulegu leiðina til að stytting sumarlokunnar á leikskólanum Laut komi vel út fyrir starfsmenn, nemendur og foreldra barna í leikskólanum.
**6. Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín - 2302005**
Stjórnendur leikskóla ásamt áheyrnarfulltrúum sátu undir þessum lið.
Málið var tekið fyrir í bæjarráði þann 8. febrúar sl. bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd og fræðslunefnd.
Að svo stöddu getur fræðslunefnd ekki tekið afstöðu til málsins og frestar því málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
Fræðslunefnd / 2. mars 2023
[Fundur 129](/v/26356)
Bæjarráð / 4. apríl 2023
[Fundur 1640](/v/26355)
Bæjarstjórn / 29. mars 2023
[Fundur 539](/v/26340)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1639](/v/26326)
Skipulagsnefnd / 22. mars 2023
[Fundur 117](/v/26325)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1638](/v/26324)
Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023
[Fundur 124](/v/26303)
Bæjarráð / 8. mars 2023
[Fundur 1637](/v/26300)
Bæjarstjórn / 1. mars 2023
[Fundur 538](/v/26284)
Fræðslunefnd / 27. febrúar 2023
[Fundur 128](/v/26282)
Bæjarráð / 23. febrúar 2023
[Fundur 1636](/v/26277)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023
[Fundur 115](/v/26273)
Bæjarráð / 15. febrúar 2023
[Fundur 1635](/v/26264)
Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023
[Fundur 114](/v/26255)
Bæjarráð / 8. febrúar 2023
[Fundur 1634](/v/26251)
Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023
[Fundur 123](/v/26242)
Bæjarstjórn / 1. febrúar 2023
[Fundur 537](/v/26240)
Skipulagsnefnd / 31. janúar 2023
[Fundur 113](/v/26234)
Bæjarráð / 18. janúar 2023
[Fundur 1633](/v/26217)
Frístunda- og menningarnefnd / 12. janúar 2023
[Fundur 122](/v/26211)
Fræðslunefnd / 11. janúar 2023
[Fundur 126](/v/26210)
Bæjarráð / 11. janúar 2023
[Fundur 1632](/v/26209)
Bæjarstjórn / 11. janúar 2023
[Fundur 536](/v/26208)
Skipulagsnefnd / 10. janúar 2023
[Fundur 112](/v/26204)
Bæjarstjórn / 28. desember 2022
[Fundur 535](/v/26184)
Bæjarráð / 21. desember 2022
[Fundur 1631](/v/26169)
Skipulagsnefnd / 20. desember 2022
[Fundur 111](/v/26165)