Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 630. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining ===
2105052
Framlögð tillaga að samningi um ráðgjöf og hönnun vegna almenningsrýma í neðri bæ Borgarness.
=== 2.Útboð vegna reksturs tjaldsvæða ===
2011021
Samkvæmt verðfyrirspurnargögnum og verksamningi byggðum á þeim, sem samþykktur var á fundi sveitarstjórnar 11.3. 2021 var samningur um rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi gerður til tveggja ára, en heimilt að framlengja samningnum í eitt ár, alls tvisvar sinnum.
Lagt er til að samningur við Landamerki um rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi verði framlengdur um eitt ár.
Lagt er til að samningur við Landamerki um rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi verði framlengdur um eitt ár.
Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að framlengja samning við Landamerki um rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi um eitt ár.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023 ===
2304017
Lagt fram undirbúningsskjal fyrir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka I við fjárhagsáætlun ársins 2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir hækkun kostnaðar við skipulagsmál um 10,5 m.kr., hækkun kostnaðar við kynnisferð sveitarstjórnar um 900 þús., hækkun kostnaðar vegna samnings um rekstur tjaldsvæðis á Varmalandi um 2 m.kr., hækkun tekna vegna framlengingar samnings við Dalabyggð um félagsþjónustu um 2,6 m.kr., hækkun á greiðslum vegna upplýsingamiðstöðvar um 1,1 m.kr., hækkun launakostnaðar í Grunnskólanum í Borgarnesi um 16,2 m.kr., lækkun launakostnaðar í Grunnskóla Borgarfjarðar um 3,9 m.kr. og hækkun kostnaðar vegna samnings vegna lóðamála um 7,6 m.kr.
Þessum aukna kostnaði verður mætt með lækkun á liðnum óreglulegir liðir um 15 m.kr. og öðru með lækkun á handbæru fé.
Vísað til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.
Þessum aukna kostnaði verður mætt með lækkun á liðnum óreglulegir liðir um 15 m.kr. og öðru með lækkun á handbæru fé.
Vísað til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.
=== 4.Stjórnsýsluskoðun vegna ársins 2022 ===
2203133
Framlögð skýrsla KPMG um stjórnsýsluskoðun Borgarbyggðar 2022.
Skýrsla lögð fram. Brugðist verður við athugasemdum að því leyti sem það er ekki þegar búið.
=== 5.Umsókn um styrk vegna barnabókaheftis á táknmáli ===
2303294
Lagt fram bréf frá Félagi heyrnarlausra sem hefur ákveðið að láta þýða og útfæra þekktar barnabækur yfir á íslenskt táknmál.
Í bréfi frá félaginu segir: Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar "pabbi minn" með svo góðum árangri og gleði fyrir börnin að ákveðið hefur verið að fara í framleiðslu á 5 bókum til viðbótar en í skoðun er hvaða bækur verði fyrir valinu.
Þetta verkefni verður í höndum Sigríðar Völu Jóhannsdóttur og Sindra Jóhannssonar en bæði eru heyrnarlausir foreldrar ungra drengja og skilja því vel þörf þeirra fyrir barnabókaefni.
Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns og viljum við hjá Félagi heyrnarlausra stuðla að því að heyrnarlaus börn hafi jafnan aðgang til slíks á við önnur börn.
Félag Heyrnarlausra leitar því eftir stuðningi fyrirtækja og stofnana við kostun efnisins en áætlað er að lokið verði við þýðingu og upptökur bókanna 5 fyrir 1. mars 2023.
Áætlaður kostnaður við þýðingu efnisins er um 2,4 milljónir króna.
Velferðarnefnd telur verkefnið afar mikilvægt fyrir börn og leggur til að verkefnið verði styrkt um 50.000 kr. Erindinu er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.
Í bréfi frá félaginu segir: Barnaefni á íslensku táknmáli er ekki til og var gerð prófun með þýðingu bókarinnar "pabbi minn" með svo góðum árangri og gleði fyrir börnin að ákveðið hefur verið að fara í framleiðslu á 5 bókum til viðbótar en í skoðun er hvaða bækur verði fyrir valinu.
Þetta verkefni verður í höndum Sigríðar Völu Jóhannsdóttur og Sindra Jóhannssonar en bæði eru heyrnarlausir foreldrar ungra drengja og skilja því vel þörf þeirra fyrir barnabókaefni.
Aðgangur barna að barnaefni og öðru menningarefni á eigin tungumáli og menningu er mjög mikilvæg í þroska hvers barns og viljum við hjá Félagi heyrnarlausra stuðla að því að heyrnarlaus börn hafi jafnan aðgang til slíks á við önnur börn.
Félag Heyrnarlausra leitar því eftir stuðningi fyrirtækja og stofnana við kostun efnisins en áætlað er að lokið verði við þýðingu og upptökur bókanna 5 fyrir 1. mars 2023.
Áætlaður kostnaður við þýðingu efnisins er um 2,4 milljónir króna.
Velferðarnefnd telur verkefnið afar mikilvægt fyrir börn og leggur til að verkefnið verði styrkt um 50.000 kr. Erindinu er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.
Byggðarráð samþykkir tillögu velferðarnefndar og felur sveitarstjóra að afgreiða.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 19. apríl 2023 ===
2304010
Framlagt fundarboð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður þann 19. apríl 2023 ásamt fylgigögnum.
Fundarboð framlagt.
=== 7.Fundarboð hjá Veiðifélagi Langár 18. apríl 2023 ===
2304023
Framlagt fundarboð hjá Veiðifélagi Langár 18. apríl 2023.
Fundarboð framlagt.
=== 8.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - ársreikningur ===
2303114
Framlögð fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 22. mars 2023.
Fundargerð aðalfundar framlögð.
=== 9.Ársfundur Brákarhlíðar 18. apríl 2023 ===
2304026
Framlagt fundarboð á ársfund Brákarhlíðar.
Framlagt og sveitarstjóra falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins.
=== 10.Umsögn Sambands sveitarfélaga um Hvítbók um málefni sveitarfélaga ===
2304025
Framlögð drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um Hvítbók um málefni sveitarfélaga.
Framlagt
=== 11.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur (starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga), 821. mál.
Framlagt
=== 12.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.
Lagt fram
=== 13.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
Lagt fram
=== 14.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál
Lagt fram
Fundi slitið - kl. 11:00.
Samþykkt samhljóða.