Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 35. fundur
= Fjallskilanefnd Hítardalsréttar =
Dagskrá
=== 1.Göngur og réttir 2023 ===
2303103
=== 2.Girðingar ===
2304039
Rætt um girðingar til að loka afréttinum þannig að féð renni ekki eins mikið niður í byggð
Fjallskilanefnd Hítardalsréttar fer fram á við sveitarstjórn Borgarbyggðar að hafin verði vinna við endurnýjun á afréttargirðingu frá Fjártapagjá til móts við Rauðsgil um það bil 4 kílómetrar. Sem væri fyrsti áfangi í endurnýjun á afréttargirðingu.
Ennfremur hefur Gísli rætt við Landgræðsluna og hefur hún tekið vel í að koma að þessu.
Ennfremur hefur Gísli rætt við Landgræðsluna og hefur hún tekið vel í að koma að þessu.
=== 3.Sorpmál við Hítarvatn ===
2304040
Rætt um hvort eigi að breyta núverandi fyrirkomulagi á ruslahirðingu.
=== 4.Vatnsmiðlunin við Hítarvatn ===
2304041
Heimilar nefndin notkun á vatnsmiðluninni við Hítarvatn en þó með því skilyrði að ekki renni yfir yfirfallið á vorin þegar koma þarf fé í fjallið og haustin þegar koma þarf fénu aftur til byggða.
=== 5.Ástand Hítardalsréttar ===
2207039
Réttin er farin að láta allverulega á sjá og þarf að fara í endurbætur á henni.
Réttin er farin að láta allverulega á sjá og þarf að fara í endurbætur á henni. Rætt var um útfærslur á nýrri rétt.
=== 6.Landgræðsla ===
2304042
Rætt um að fara í landgræðslu fyrir innan afréttargirðingu við Kjarir. Sækja þarf um í Landbótasjóð landgræðslunnar
=== 7.Riða ===
2304043
Fjallskilanefnd Hítardalsréttar skorar á sveitarstjórn Borgarbyggðar að beita sér fyrir því að viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga verði hert einkanlega milli Miðfjarðar og Borgarfjarðar í ljósi i þess að nýlega greindist riða í Miðfjarðarhólfi.
Fundi slitið - kl. 22:15.
Nefndin telur eðlilegt að leitartímar verði festir í sessi svo farið verði í leitir í framtíðinni aðra helgina í september öll ár og telur nefndin að æskilegt að sú breyting verði gerð á fjallskilasamþykkt næst þegar hún verður uppfærð.