Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 5
==== 11. apríl 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn ==
[202301450](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301450#bu4w2hbquijjnqcghszkg1)
Lögð fram tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um rekstur Hlégarðs og ráðningu viðburðastjóra.Kl. 17:20 víkur Arnar Jónsson af fundi.
Lögð fram til umræðu og samþykkt með fimm atkvæðum svohljóðandi tillaga menningar- og lýðræðisnefndar til bæjarráðs:
Hlégarður er miðstöð menningarlífs í Mosfellsbæ og leggur menningar- og lýðræðisnefnd til að Mosfellsbær taki alfarið yfir rekstur Hlégarðs frá og með 1. maí nk.
Lögð er til tímabundin ráðning viðburðastjóra Hlégarðs til allt að tveggja ára. Viðburðastjóri Hlégarðs hefur einnig umsjón með bæjarhátíðinni Í túninu heima og hátíðarhöldum vegna 17. júní og öðrum viðburðum á vegum Mosfellsbæjar í sumar.
Áætlaður kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda við ráðningu viðburðastjóra Hlégarðs er 6,8 m.kr. en ekki var áætlað fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2023.
Óskað er eftir því að bæjarráð undirbúi gerð viðauka við fjárhagsáætlun til að standa straum af kostnaði við framkvæmd þessarar tillögu.
Tillögunni fylgir greinargerð.
== 2. Styrkbeiðni - Kvennakórinn Heklurnar ==
[202304057](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304057#bu4w2hbquijjnqcghszkg1)
Ósk stjórnar Kvennakórsins Heklurnar um styrk úr lista- og menningarsjóði.
Frestur til að sækja um styrk úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar rann út 1. mars sl. Ekki unnt að verða við styrkbeiðni Kvennakórsins Heklanna.
== 3. Jólaþorp í Mosfellsbæ ==
[202304058](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304058#bu4w2hbquijjnqcghszkg1)
Fram fara umræður um jólaþorp í Mosfellsbæ og viðburði í desember.
Frestað.
== 4. Viðburðir í desember ==
[202304059](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304059#bu4w2hbquijjnqcghszkg1)
Lagt fram erindi Helgu Jóhannesdóttur myndlistarmanns og framhaldsskólakennara um viðburði í desember.
Nefndin þakkar áhugaverðar tillögur um viðburði í desember. Hugmyndum um handverks- og/eða matar- og blómamarkað verður komið á framfæri við viðburðastjóra Hlégarðs.