Skorradalshreppur
Hreppsnefnd - 180. fundur
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
Fundur nr. 180
==== Miðvikudaginn 5. apríl 2023 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir. Guðný Elíasdóttir boðaði forföll rétt fyrir fund. ====
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
**Þetta gerðist:** **Almenn mál** **1. Fundur með fulltrúum sumarhúsafélagana í Skorradal. – Mál nr. 2304001**
Á fundinn mættu fulltrúar sumarhúsafélaganna í Skorradal. Oddviti bauð fulltrúana velkomna og fór yfir helstu mál í sveitarfélaginu. Fól síðan ÓRÁ fundarstjórn. Orðið gefið síðan laust.
Umræður urðu um skipulagsmál, bruna og slökkviliðsmál, fræðslumál, sorpmál, Hreppslaug og mörg önnur mál.
Gestir véku af fundi kl. 19:20
Gestir
Guðmundur Orri Sigurðsson – formaður, Hálsaskógi
Karl Ómar Jónsson – formaður, Indriðastaðahverfi
Sigurður Þór Ásgeirsson – formaður, Hvammshverfi
Sigmundur Jónsson – formaður vatnsveitu Indriðastaðahverfis
Ólafur Tryggvason – starfandi formaður, Fitjahlíð
Gréta Kjartansdóttir – formaður, Vatnsendahlíð
Helgi Þ. Kristjánsson – Formaður, Dagverðarneshverfi
**2. Fulltrúi á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar – Mál nr. 2304002**
Kosning fulltrúa Skorradalshrepps á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðalfundur er boðaður 14. apríl n.k.
Samþykkt að Kristín Jónsdóttir verði fulltrúi á aðalfundinum.
Jökull Helgason verði til vara.
**3. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi – Mál nr. 2304003**
Fulltrúi á aðalfund SSV.
Samþykkt á símafundi 20.mars s.l. að Jón E Einarsson væri aðalfulltrúi á aðalfund SSV og Pétur Davíðsson til vara.
**4. Umsögn um hvítbók í málefnum sveitarfélaga – Mál nr. 2304004**
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaganna. Óskað er eftir ábendingum um umsögn Sambandsins.
Oddvita falið að skoða og koma með athugasemdir ef þurfa þykir.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 20:30.